Fúlt að ná ekki að dekka allt landið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. september 2020 15:00 Eva Laufey segir að það hafi verið magnað að skoða matvælaframleiðsluna hér á landi. Mynd/Eva Laufey Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir ferðaðist í sumar um landið með matarvagn og kynntist í leiðinni matarmenningu Íslendinga. Sýnt verður frá ævintýrinu í þáttunum Matarbíll Evu sem fara af stað á Stöð 2 í kvöld. Samkomubannið hafði áhrif á tökurnar fyrir þættina og Eva náði ekki að klára heimsóknirnar. „Við heimsóttum nokkur bæjarfélög, kynntumst hráefninu á hverjum stað og bjuggum til samloku með því hráefni, sem við buðum upp á í matarvagninum. Hugmyndin kom bara til mín einn daginn þegar ég var fyrir austan að taka upp innslag fyrir Ísland í dag, þá var ég að skoða matvælaframleiðslu á Djúpavogi og ég hugsaði að ég ætti að gera meira af þessu, að skoða hvað það er mikil nýsköpun og gróska í matvælaframleiðslu um allt land.“ Eva náði að heimsækja Þorlákshöfn, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir og Húsavík áður en heimsfaraldurinn breytti þeirra tökuáætlun. „Ég var heppin að fá frábært tökulið með mér, framleiðandi þáttanna, tökumaður, hljóðmaður og svo vinkona mín hún Sandra sem var mér til halds og trausts. Við skiptum ferðinni upp, tókum okkur frí í júlí og ætluðum svo að leggja í hann í byrjun ágúst en þá skall seinni bylgjan af kórónuveirunni á og samkomutakmarkanir í leiðinni. Þetta setti strik í reikninginn þar sem okkar markmið var að búa til matarhátíð á hverjum stað og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur. Því var ljóst að við gætum ekki farið af stað með sama hætti í byrjun ágúst og þá áttum við eftir Vestfirði og Vesturland. Það var fúlt að ná ekki að dekka allt landið en svona er þetta bara.“ Eva naut sín á ferðalaginu í sumar.Mynd/Eva Laufey Eva segir að tökurnar hafi annars gengið mjög vel, þetta hafi verið mikil keyrsla en vel þess virði. „Við vorum í tvo daga á hverjum stað, hittum ótrúlega skemmtilegt fólk og svo var undirbúningurinn fyrir matarhátíðina og matarhátíðin sjálf. Við höfðum ekki marga klukkutíma en við náðum að skipuleggja okkur vel og þetta heppnaðist sem betur fer. Við fengum ótrúlega viðtökur, bæði voru allir tilbúnir að hjálpa okkur og svo voru heimamenn mjög duglegir að mæta. Ég hélt í alvörunni í smá stund, bara smá ,að ég myndi standa ein í vagninum og enginn myndi mæta en blessunarlega hafði ég rangt fyrir mér og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur á hverjum stað og þetta fór fram úr mínum björtustu vonum.“ Skemmtilegast fannst Evu að hitta framleiðendur um allt land. Tökurnar fóru fram víða um landið í sumar.Mynd/Eva Laufey „Það er svo margt spennandi í gangi, að fá tækifæri til þess að kynnast landinu betur og prófa allskyns skemmtilega afþreyingu og fá að skapa matarhátíð sem var alveg geggjað.“ Eva segir að fjölbreytnin og framleiðslan í landinu hafi komið á óvart og hversu mikið er lagt í matvælaframleiðsluna hjá öllu duglega fólkinu sem þar starfar. „Það er ekkert grín að fara út í rekstur og framleiðslu en ég hitti fólk sem er með svo mikla ástríðu fyrir því sem þau eru að gera og það er magnað hvað þau ná að skapa. Ég ber mikla virðingu fyrir viðmælendunum mínum og vörunum þeirra. Algjör snillingar,“ segir Eva að lokum. Matur Eva Laufey Matvælaframleiðsla Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir ferðaðist í sumar um landið með matarvagn og kynntist í leiðinni matarmenningu Íslendinga. Sýnt verður frá ævintýrinu í þáttunum Matarbíll Evu sem fara af stað á Stöð 2 í kvöld. Samkomubannið hafði áhrif á tökurnar fyrir þættina og Eva náði ekki að klára heimsóknirnar. „Við heimsóttum nokkur bæjarfélög, kynntumst hráefninu á hverjum stað og bjuggum til samloku með því hráefni, sem við buðum upp á í matarvagninum. Hugmyndin kom bara til mín einn daginn þegar ég var fyrir austan að taka upp innslag fyrir Ísland í dag, þá var ég að skoða matvælaframleiðslu á Djúpavogi og ég hugsaði að ég ætti að gera meira af þessu, að skoða hvað það er mikil nýsköpun og gróska í matvælaframleiðslu um allt land.“ Eva náði að heimsækja Þorlákshöfn, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir og Húsavík áður en heimsfaraldurinn breytti þeirra tökuáætlun. „Ég var heppin að fá frábært tökulið með mér, framleiðandi þáttanna, tökumaður, hljóðmaður og svo vinkona mín hún Sandra sem var mér til halds og trausts. Við skiptum ferðinni upp, tókum okkur frí í júlí og ætluðum svo að leggja í hann í byrjun ágúst en þá skall seinni bylgjan af kórónuveirunni á og samkomutakmarkanir í leiðinni. Þetta setti strik í reikninginn þar sem okkar markmið var að búa til matarhátíð á hverjum stað og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur. Því var ljóst að við gætum ekki farið af stað með sama hætti í byrjun ágúst og þá áttum við eftir Vestfirði og Vesturland. Það var fúlt að ná ekki að dekka allt landið en svona er þetta bara.“ Eva naut sín á ferðalaginu í sumar.Mynd/Eva Laufey Eva segir að tökurnar hafi annars gengið mjög vel, þetta hafi verið mikil keyrsla en vel þess virði. „Við vorum í tvo daga á hverjum stað, hittum ótrúlega skemmtilegt fólk og svo var undirbúningurinn fyrir matarhátíðina og matarhátíðin sjálf. Við höfðum ekki marga klukkutíma en við náðum að skipuleggja okkur vel og þetta heppnaðist sem betur fer. Við fengum ótrúlega viðtökur, bæði voru allir tilbúnir að hjálpa okkur og svo voru heimamenn mjög duglegir að mæta. Ég hélt í alvörunni í smá stund, bara smá ,að ég myndi standa ein í vagninum og enginn myndi mæta en blessunarlega hafði ég rangt fyrir mér og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur á hverjum stað og þetta fór fram úr mínum björtustu vonum.“ Skemmtilegast fannst Evu að hitta framleiðendur um allt land. Tökurnar fóru fram víða um landið í sumar.Mynd/Eva Laufey „Það er svo margt spennandi í gangi, að fá tækifæri til þess að kynnast landinu betur og prófa allskyns skemmtilega afþreyingu og fá að skapa matarhátíð sem var alveg geggjað.“ Eva segir að fjölbreytnin og framleiðslan í landinu hafi komið á óvart og hversu mikið er lagt í matvælaframleiðsluna hjá öllu duglega fólkinu sem þar starfar. „Það er ekkert grín að fara út í rekstur og framleiðslu en ég hitti fólk sem er með svo mikla ástríðu fyrir því sem þau eru að gera og það er magnað hvað þau ná að skapa. Ég ber mikla virðingu fyrir viðmælendunum mínum og vörunum þeirra. Algjör snillingar,“ segir Eva að lokum.
Matur Eva Laufey Matvælaframleiðsla Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira