Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 18:00 Erik Hamrén á blaðamannafundinum í Belgíu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. „Belgar eru efstir á heimslistanum. Við erum númer 39. Ef að við spilum við lið sem er 40 sætum fyrir neðan okkur þá reikna allir með því að við vinnum, svo að ég held að það reikni allir með því að Belgar vinni á morgun,“ segir Hamrén. „Við vitum að ef við stöndum okkur virkilega vel þá eigum við möguleika á að ná góðum úrslitum, en ef við stöndum okkur illa töpum við og gætum tapað mjög illa. Í því felst stóra bilið á milli okkar og Belgíu. En við hlökkum til að spila leikinn, og að mæta Belgíu sem ég tel eitt líklegasta liðið til að vinna EM á næsta ári,“ segir Hamrén. Engir íslenskir fjölmiðlamenn voru á fundinum sem er afar óvenjulegt, nánast fordæmalaust, en þar ráða kvaðir vegna kórónuveirufaraldursins miklu. „Eða er þeim bara sama um íslenska landsliðið?“ spyr belgískur blaðamaður, en Hamrén fullvissar hann um að það sé síður en svo rétt. Ísland og Belgía mættust einnig í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum þar sem Belgar unnu af öryggi í báðum leikjum. „Við erum með frekar breytt lið núna vegna þess að við erum án nokkurra leikmanna, af ólíkum ástæðum. En við áttum mjög góðan leik gegn Englandi, sýndum góða liðsframmistöðu og strákarnir áttu meira skilið en að tapa þeim leik. Mér fannst við líka standa okkur ágætlega gegn Belgum í Þjóðadeildinni síðast, en þeir eru með virkilega gott lið og við töpuðum báðum leikjum, 2-0 hérna og 3-0 á Íslandi. Ég býst við að þeir séu mun sigurstranglegri en ég vona og við ætlum okkur að standa okkur vel eins og gegn Englandi,“ segir Hamrén. Stutt fyrir Ara að fara heim „Þetta er mótsleikur og við reynum alltaf að vinna, jafnvel í vináttulandsleikjum. En við getum alveg verið hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir fyrir okkur þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Við viljum fara á EM og þarna er okkar möguleiki,“ segir Hamrén. Fyrst Ari Freyr Skúlason var á fundinum má fastlega gera ráð fyrir því að hann spili á morgun eftir að hafa verið á varamannabekknum gegn Englandi á laugardaginn. Ari er einmitt leikmaður Oostende í Belgíu og hefur leikið í landinu frá árinu 2016. „Já, það er ekki langt fyrir mig að fara heim,“ segir Ari léttur. „Vonandi eigum við góðan leik gegn liði númer eitt í heiminum. Við vitum hverjir styrkleikar þeir eru en þetta snýst um hvernig við spilum og bregðumst við eftir mjög góða frammistöðu gegn Englandi. Hvernig við byggjum ofan á þetta fyrir komandi leiki,“ segir Ari. Klippa: Hamrén og Ari á blaðamannafundi í Belgíu Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
„Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. „Belgar eru efstir á heimslistanum. Við erum númer 39. Ef að við spilum við lið sem er 40 sætum fyrir neðan okkur þá reikna allir með því að við vinnum, svo að ég held að það reikni allir með því að Belgar vinni á morgun,“ segir Hamrén. „Við vitum að ef við stöndum okkur virkilega vel þá eigum við möguleika á að ná góðum úrslitum, en ef við stöndum okkur illa töpum við og gætum tapað mjög illa. Í því felst stóra bilið á milli okkar og Belgíu. En við hlökkum til að spila leikinn, og að mæta Belgíu sem ég tel eitt líklegasta liðið til að vinna EM á næsta ári,“ segir Hamrén. Engir íslenskir fjölmiðlamenn voru á fundinum sem er afar óvenjulegt, nánast fordæmalaust, en þar ráða kvaðir vegna kórónuveirufaraldursins miklu. „Eða er þeim bara sama um íslenska landsliðið?“ spyr belgískur blaðamaður, en Hamrén fullvissar hann um að það sé síður en svo rétt. Ísland og Belgía mættust einnig í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum þar sem Belgar unnu af öryggi í báðum leikjum. „Við erum með frekar breytt lið núna vegna þess að við erum án nokkurra leikmanna, af ólíkum ástæðum. En við áttum mjög góðan leik gegn Englandi, sýndum góða liðsframmistöðu og strákarnir áttu meira skilið en að tapa þeim leik. Mér fannst við líka standa okkur ágætlega gegn Belgum í Þjóðadeildinni síðast, en þeir eru með virkilega gott lið og við töpuðum báðum leikjum, 2-0 hérna og 3-0 á Íslandi. Ég býst við að þeir séu mun sigurstranglegri en ég vona og við ætlum okkur að standa okkur vel eins og gegn Englandi,“ segir Hamrén. Stutt fyrir Ara að fara heim „Þetta er mótsleikur og við reynum alltaf að vinna, jafnvel í vináttulandsleikjum. En við getum alveg verið hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir fyrir okkur þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Við viljum fara á EM og þarna er okkar möguleiki,“ segir Hamrén. Fyrst Ari Freyr Skúlason var á fundinum má fastlega gera ráð fyrir því að hann spili á morgun eftir að hafa verið á varamannabekknum gegn Englandi á laugardaginn. Ari er einmitt leikmaður Oostende í Belgíu og hefur leikið í landinu frá árinu 2016. „Já, það er ekki langt fyrir mig að fara heim,“ segir Ari léttur. „Vonandi eigum við góðan leik gegn liði númer eitt í heiminum. Við vitum hverjir styrkleikar þeir eru en þetta snýst um hvernig við spilum og bregðumst við eftir mjög góða frammistöðu gegn Englandi. Hvernig við byggjum ofan á þetta fyrir komandi leiki,“ segir Ari. Klippa: Hamrén og Ari á blaðamannafundi í Belgíu
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00
Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn