Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Anton Ingi Leifsson skrifar 7. september 2020 11:51 Greenwood með boltann í leiknum á laugardaginn. Til hægri sést Phil Foden í síma sínum á hótelherbergi en um er að ræða skjáskot úr myndbandinu sem íslensku stúlkurnar birtu. Ensku landsliðsmennirnir Phil Foden og Mason Greenwood, sem báðir spiluðu sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á laugardag, eru í vondum málum eftir heimsókn íslenskra stúlkna á hótelherbergi þeirra í gær. Leikmennirnir voru ekki með á æfingu landsliðsins í morgun og verða ekki hluti af enska landsliðshónum sem mætir Dönum á morgun. Enskir miðlar greina frá því að von sé á því að Greenwood og Foden verði skildir eftir á Íslandi þegar landsliðið flýgur utan til Kaupmannahafnar síðdegis. Ástæðan mun vera brot þeirra á sóttvarnareglum en enska liðið á að halda sig frá öðru fólki á meðan ferðalagi þeirra stendur. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Tryggja þurfi að þeir leikmenn komist ekki í tæri við aðra í hópnum. Málið sé í skoðun og Southgate segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Af sóttvarnaástæðum sökum kórónuveirufaraldursins hafa landsliðshópar í knattspyrnu, þar á meðal sá íslenski og enski, strangar reglur á meðan verkefnum stendur. Leikmenn eiga að halda sig frá öllum sem tengjast ekki landsliðshópnum. Íslensku stúlkurnar birtu eftirfarandi myndskeið af heimsókninni á Snapchat. Fjarri góðu gamni gegn Dönum Þeir tóku ekki þátt í æfingu enska landsliðsins í morgun og var fyrst um sinn talið að þeir væru meiddir. Allt bendir hins vegar til þess að heimsókn íslensku stúlknanna og brot á sóttvarnareglum sé ástæðan. Báðir léku þeir sinn fyrsta A-landsleik á laugardaginn. Foden byrjaði inn á en Greenwood kom inn af bekknum er staðan var enn markalaus. Englendingar unnu 1-0 sigur með marki í blálokin úr vítaspyrnu. Svipmyndir úr leiknum má sjá að neðan. Þeir munu þar af leiðandi ekki ferðast með Englendingum til Danmerkur síðar í dag en Englendingar mæta Danmörku annað kvöld á Parken. Danir töpuðu fyrsta leiknum í Þjóðadeildinni 2-0 gegn Belgíu. Á borði íslensku lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsókn íslensku stúlknanna á sínu borði. „Þetta er ekki gott mál ef rétt reynist,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. „Ég reikna með því að það verði skoðað.“ Spurður hvort að stúlkurnar verði settar í sóttkví vegna þessarar heimsóknar svarar Guðmundur: „Það er góð spurning, en ég get ekki svarað því svona einn, tveir og þrír.“ Málið er áberandi í ensku pressunni í morgun. BREAKING: Phil Foden and Mason Greenwood caught bringing girls to England team hotel and face FA disciplinary action | @SamiMokbel81_DM https://t.co/d7BJ3OaMIB pic.twitter.com/pekMHvfylt— MailOnline Sport (@MailSport) September 7, 2020 Guðmundur segir að meta þurfi hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessari frásögn. „Það er alvarlegur hlutur að brjóta sóttvarnalögin. Það eru sektir við því en eins og sakir standa get ég lítið sagt um málið á þessu stigi.“ Sektir við broti á sóttvarnalögum nema allt að 250 þúsund krónum. Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Ensku landsliðsmennirnir Phil Foden og Mason Greenwood, sem báðir spiluðu sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á laugardag, eru í vondum málum eftir heimsókn íslenskra stúlkna á hótelherbergi þeirra í gær. Leikmennirnir voru ekki með á æfingu landsliðsins í morgun og verða ekki hluti af enska landsliðshónum sem mætir Dönum á morgun. Enskir miðlar greina frá því að von sé á því að Greenwood og Foden verði skildir eftir á Íslandi þegar landsliðið flýgur utan til Kaupmannahafnar síðdegis. Ástæðan mun vera brot þeirra á sóttvarnareglum en enska liðið á að halda sig frá öðru fólki á meðan ferðalagi þeirra stendur. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Tryggja þurfi að þeir leikmenn komist ekki í tæri við aðra í hópnum. Málið sé í skoðun og Southgate segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Af sóttvarnaástæðum sökum kórónuveirufaraldursins hafa landsliðshópar í knattspyrnu, þar á meðal sá íslenski og enski, strangar reglur á meðan verkefnum stendur. Leikmenn eiga að halda sig frá öllum sem tengjast ekki landsliðshópnum. Íslensku stúlkurnar birtu eftirfarandi myndskeið af heimsókninni á Snapchat. Fjarri góðu gamni gegn Dönum Þeir tóku ekki þátt í æfingu enska landsliðsins í morgun og var fyrst um sinn talið að þeir væru meiddir. Allt bendir hins vegar til þess að heimsókn íslensku stúlknanna og brot á sóttvarnareglum sé ástæðan. Báðir léku þeir sinn fyrsta A-landsleik á laugardaginn. Foden byrjaði inn á en Greenwood kom inn af bekknum er staðan var enn markalaus. Englendingar unnu 1-0 sigur með marki í blálokin úr vítaspyrnu. Svipmyndir úr leiknum má sjá að neðan. Þeir munu þar af leiðandi ekki ferðast með Englendingum til Danmerkur síðar í dag en Englendingar mæta Danmörku annað kvöld á Parken. Danir töpuðu fyrsta leiknum í Þjóðadeildinni 2-0 gegn Belgíu. Á borði íslensku lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsókn íslensku stúlknanna á sínu borði. „Þetta er ekki gott mál ef rétt reynist,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. „Ég reikna með því að það verði skoðað.“ Spurður hvort að stúlkurnar verði settar í sóttkví vegna þessarar heimsóknar svarar Guðmundur: „Það er góð spurning, en ég get ekki svarað því svona einn, tveir og þrír.“ Málið er áberandi í ensku pressunni í morgun. BREAKING: Phil Foden and Mason Greenwood caught bringing girls to England team hotel and face FA disciplinary action | @SamiMokbel81_DM https://t.co/d7BJ3OaMIB pic.twitter.com/pekMHvfylt— MailOnline Sport (@MailSport) September 7, 2020 Guðmundur segir að meta þurfi hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessari frásögn. „Það er alvarlegur hlutur að brjóta sóttvarnalögin. Það eru sektir við því en eins og sakir standa get ég lítið sagt um málið á þessu stigi.“ Sektir við broti á sóttvarnalögum nema allt að 250 þúsund krónum.
Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59