Danshópurinn Diversity kom fram með magnþrungið dansatriði í skemmtiþáttunum Britain´s Got Talent á dögunum.
Atriðið var helgað réttindabaráttu svartra og hreyfingunni Black Lives Matter. Réttindabarátta svartra hefur verið gríðarlega fyrirferðamikil undanfarna mánuði og þá sérstaklega í Bandaríkjunum.
Þar hefur lögreglan ítrekað banað fólki þegar í raun enginn ástæða er til.
Atriðið hefur vakið mikla athygli um heim allan og fangað það stöðuna í heiminum í dag vel eins og sjá má hér að neðan.
Britain´s Got Talent er á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum.