Lífið

Þetta eru höfundar Skaupsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Miðflokkurinn var tekinn fyrir í Skaupinu á síðasta ári.
Miðflokkurinn var tekinn fyrir í Skaupinu á síðasta ári. RÚV

Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Reynir Lyngdal mun leikstýrir Skaupinu líkt og í fyrra. Tökur hefjast í nóvember og Republik sér um framleiðsluna.

Það má með sanni segja að árið 2020 hafi verið viðburðarríkt og verður fróðlegt hvernig Skaupið tekst til, en nóg er af efni til að vinna með.

„Að gera Skaup er ein skemmtilegasta vinna sem hægt er að hugsa sér sem leikstjóri og höfundur. Að skoða og greina samtímann í gegnum grín og hafa tækifæri til að vinna með fyndnasta fólki á landinu eru forréttindi. Þegar mér bauðst að gera Skaupið í ár eftir að hafa gert, að því er mér finnst, vel heppnað skaup í fyrra þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um,” segir Reynir Lyngdal í samtali við RÚV.

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag um Skaupið í fyrra.

Klippa: Ísland í dag - Svona leið þeim sem teknir voru fyrir í Skaupinu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.