Kanadíski rapparinn Drake og DJ Khaled gáfu út lagið Popstar fyrr í sumar.
Drake er búsettur í Toronto í Kanada og Khaled í Miami í Bandaríkjunum og því hafa þeir ekki geta hist undanfarna mánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.
Því varð Drake að kalla inn greiða hjá einum þekktasta tónlistarmanni heims til að fara með hlutverk hans í myndbandinu og var það enginn annar en Justin Bieber eins og sjá má hér að neðan.