Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 13:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon voru mættar á æfingu í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. getty/Juanma Það er skammt stórra högga á milli hjá Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon. Á sunnudaginn varð liðið Evrópumeistari fimmta árið í röð og í dag byrjaði liðið aftur að æfa. Vegna kórónuveirufaraldursins lauk tímabilinu 2019-20 hjá Lyon ekki fyrr en á sunnudaginn, 30. ágúst. Næsta tímabil er handan við hornið en fyrsti leikur Lyon í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Paris FC á sunnudaginn, viku eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Lyon sigraði Wolfsburg, 3-1. Sara skoraði þriðja mark Lyon. Leikmenn Lyon fengu því ekki langt frí eftir að hafa landað Evrópumeistaratitlinum og hófu æfingar á ný í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Nos championnes à l entraînement pic.twitter.com/yI17YjMI55— CHAMP7ONNES (@OLfeminin) September 3, 2020 Lyon leggur þar lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil en hann hófst fyrr í sumar. Lyon fór þá m.a. í æfingaferð til Póllands þar sem Sara spilaði sína fyrstu leiki fyrir liðið. Keppni í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili var blásin af eftir sextán umferðir og Lyon krýnt meistari. Liðið hefur unnið frönsku deildina fjórtán ár í röð. Lyon vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum á síðasta tímabili og gerði tvö jafntefli. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; Söru og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem hefur samið við nýliða Le Havre. Hún fer í læknisskoðun hjá félaginu á morgun. Fyrsti leikur Le Havre er gegn Issy á útivelli á laugardaginn. Franski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon. Á sunnudaginn varð liðið Evrópumeistari fimmta árið í röð og í dag byrjaði liðið aftur að æfa. Vegna kórónuveirufaraldursins lauk tímabilinu 2019-20 hjá Lyon ekki fyrr en á sunnudaginn, 30. ágúst. Næsta tímabil er handan við hornið en fyrsti leikur Lyon í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Paris FC á sunnudaginn, viku eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Lyon sigraði Wolfsburg, 3-1. Sara skoraði þriðja mark Lyon. Leikmenn Lyon fengu því ekki langt frí eftir að hafa landað Evrópumeistaratitlinum og hófu æfingar á ný í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Nos championnes à l entraînement pic.twitter.com/yI17YjMI55— CHAMP7ONNES (@OLfeminin) September 3, 2020 Lyon leggur þar lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil en hann hófst fyrr í sumar. Lyon fór þá m.a. í æfingaferð til Póllands þar sem Sara spilaði sína fyrstu leiki fyrir liðið. Keppni í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili var blásin af eftir sextán umferðir og Lyon krýnt meistari. Liðið hefur unnið frönsku deildina fjórtán ár í röð. Lyon vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum á síðasta tímabili og gerði tvö jafntefli. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; Söru og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem hefur samið við nýliða Le Havre. Hún fer í læknisskoðun hjá félaginu á morgun. Fyrsti leikur Le Havre er gegn Issy á útivelli á laugardaginn.
Franski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó