Bretinn Chris MD er nokkuð þekkt YouTube-stjarna sem reyndi að stunda allskyns líkamsrækt í heilan sólarhring.
Hann mátti aðeins hvíla sig í þrjátíu sekúndur á tíu mínútna fresti.
Aðalreglan var í raun sú að hann varð alltaf að vera á hreyfingu og nærði hann sig til að mynda á hlaupabrettinu.
Chris hjólaði, hljóp, gekk, fór fótbolta, lyfti lóðum, fór í golf, dansaði og margt fleira.
Hér að neðan má sjá hvernig til tókst.