Góð veiði í Laxá í Mý Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2020 08:44 Hafþór með flottann urriða úr Laxá Mynd. Bjarni Júlíusson Fyrsta hollið í Laxá í Mý sem er nú við veiðar hefur verið að gera fína veiði í þessu fyrsta holli sumarsins og frábær skot á sumum veiðistöðum hafa heldur betur glatt veiðimenn. Bjarni Júlíusson er þar ásamt sonum sínum og fríðu föruneyti annara veiðimanna og telst honum til að hollið sé líklega í dag komið í um eða yfir 200 fiska. "Það hefur verið mikið líf fyrir landi Geirastaða og þar hefur skurðurinn gefið vel og helst á létta streamera eins og Rektir" sagði Bjarni Júlíusson í samtali við Veiðivísi í morgun. "En það hafa aðrir staðir líka verið mjög góðir en þar má nefna Hólsnef, Brunnhellishró, Hellisvað og Efra Vað" bætti Bjarni við. Það ber þó helst til tíðinda að besta veiðin er á efri svæðunum en rólegra á þeim neðri. Veður hefur verið gott um helgina og veiðimönnum afar hagstætt. Það er eins og víðar á urriðaslóðum þar sem slepingar á veiddum fiski hafa aukist að sífellt fleiri stórir urriðar eru að veiðast veiðimönnum til mikillar ánægju. Það verður spennandi að fylgjast með Laxá í Mý og Laxárdalnum næstu daga enda er eins og venjulega vel selt í þetta svæði. Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði
Fyrsta hollið í Laxá í Mý sem er nú við veiðar hefur verið að gera fína veiði í þessu fyrsta holli sumarsins og frábær skot á sumum veiðistöðum hafa heldur betur glatt veiðimenn. Bjarni Júlíusson er þar ásamt sonum sínum og fríðu föruneyti annara veiðimanna og telst honum til að hollið sé líklega í dag komið í um eða yfir 200 fiska. "Það hefur verið mikið líf fyrir landi Geirastaða og þar hefur skurðurinn gefið vel og helst á létta streamera eins og Rektir" sagði Bjarni Júlíusson í samtali við Veiðivísi í morgun. "En það hafa aðrir staðir líka verið mjög góðir en þar má nefna Hólsnef, Brunnhellishró, Hellisvað og Efra Vað" bætti Bjarni við. Það ber þó helst til tíðinda að besta veiðin er á efri svæðunum en rólegra á þeim neðri. Veður hefur verið gott um helgina og veiðimönnum afar hagstætt. Það er eins og víðar á urriðaslóðum þar sem slepingar á veiddum fiski hafa aukist að sífellt fleiri stórir urriðar eru að veiðast veiðimönnum til mikillar ánægju. Það verður spennandi að fylgjast með Laxá í Mý og Laxárdalnum næstu daga enda er eins og venjulega vel selt í þetta svæði.
Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði