Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 11:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er mjög hvetjandi leikmaður en stundum þarf hún líka hvatningu sjálf. Getty/Alex Caparros Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. Sara Björk Gunnardóttir lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Olympique Lyon þegar liðið sló út Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar. Sara Björk kom þá inn á sem varamaður í hálfleik og stóð sig mjög vel ekki síst til að byrja með. Staðan var 1-0 í hálfleik en Lyon komst fljótlega í 2-0 eftir að Sara Björk fór að láta til sín taka inn á miðju liðsins. Á 64. mínútu var íslenski landsliðsfyrirliðinn hins vegar fyrir smá áfalli. Bayern liðið náði þá að jafna metin og setja smá spennu í leikinn fyrir lokasprettinn. Sara Björk átti vissulega sök á markinu. Carolin Simon skoraði þá beint út aukaspyrnu út af væng en Sara kiksaði boltann í stað þess að sparka honum frá. Með því fipaði hún markvörðinn sinn því boltinn breytti um stefnu og söng í netinu. Sara Börk slapp þó við að fá markið skráð á sig sem sjálfsmark því skot Carolin Simon var upphaflega á markið. Það vakti aftur á móti athygli að Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon liðsins, var fljót að hughreysta Söru eftir markið. Sara Björk var vitanlega mjög svekkt enda gerði hún sér grein fyrir því að hún átti að gera miklu betur. Wendie Renard fór þá strax til íslensku landsliðskonunar og stappaði í hana stálinu. Lyon tókst síðan að halda út og tryggja sér sæti í undanúrslitaleiknum í kvöld. Wendie Renard er jafngömul og Sara Björk en þær eru báðar fæddar árið 1990. Renard hefur spilað allan feril sinn með Lyon og hefur unnið 32 titla með félaginu. Renard hefur orðið franskur meistari fjórtán sinnum, franskur bikarmeistari níu sinnum og hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Carolin Simon skorar eftir mistök Söru. Klippa: Markið sem Lyon fékk á sig á móti Bayern Undanúrslitaleikur Paris Saint-Germain og Olympique Lyon hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 þar sem útsending hefst klukkan 17.50. Vinni Lyon leikinn á móti PSG í kvöld þá mætir liðið VfL Wolfsburg í úrslitaleik á sunnudaginn kemur. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. Sara Björk Gunnardóttir lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Olympique Lyon þegar liðið sló út Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar. Sara Björk kom þá inn á sem varamaður í hálfleik og stóð sig mjög vel ekki síst til að byrja með. Staðan var 1-0 í hálfleik en Lyon komst fljótlega í 2-0 eftir að Sara Björk fór að láta til sín taka inn á miðju liðsins. Á 64. mínútu var íslenski landsliðsfyrirliðinn hins vegar fyrir smá áfalli. Bayern liðið náði þá að jafna metin og setja smá spennu í leikinn fyrir lokasprettinn. Sara Björk átti vissulega sök á markinu. Carolin Simon skoraði þá beint út aukaspyrnu út af væng en Sara kiksaði boltann í stað þess að sparka honum frá. Með því fipaði hún markvörðinn sinn því boltinn breytti um stefnu og söng í netinu. Sara Börk slapp þó við að fá markið skráð á sig sem sjálfsmark því skot Carolin Simon var upphaflega á markið. Það vakti aftur á móti athygli að Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon liðsins, var fljót að hughreysta Söru eftir markið. Sara Björk var vitanlega mjög svekkt enda gerði hún sér grein fyrir því að hún átti að gera miklu betur. Wendie Renard fór þá strax til íslensku landsliðskonunar og stappaði í hana stálinu. Lyon tókst síðan að halda út og tryggja sér sæti í undanúrslitaleiknum í kvöld. Wendie Renard er jafngömul og Sara Björk en þær eru báðar fæddar árið 1990. Renard hefur spilað allan feril sinn með Lyon og hefur unnið 32 titla með félaginu. Renard hefur orðið franskur meistari fjórtán sinnum, franskur bikarmeistari níu sinnum og hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Carolin Simon skorar eftir mistök Söru. Klippa: Markið sem Lyon fékk á sig á móti Bayern Undanúrslitaleikur Paris Saint-Germain og Olympique Lyon hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 þar sem útsending hefst klukkan 17.50. Vinni Lyon leikinn á móti PSG í kvöld þá mætir liðið VfL Wolfsburg í úrslitaleik á sunnudaginn kemur.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Sjá meira