Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 11:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er mjög hvetjandi leikmaður en stundum þarf hún líka hvatningu sjálf. Getty/Alex Caparros Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. Sara Björk Gunnardóttir lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Olympique Lyon þegar liðið sló út Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar. Sara Björk kom þá inn á sem varamaður í hálfleik og stóð sig mjög vel ekki síst til að byrja með. Staðan var 1-0 í hálfleik en Lyon komst fljótlega í 2-0 eftir að Sara Björk fór að láta til sín taka inn á miðju liðsins. Á 64. mínútu var íslenski landsliðsfyrirliðinn hins vegar fyrir smá áfalli. Bayern liðið náði þá að jafna metin og setja smá spennu í leikinn fyrir lokasprettinn. Sara Björk átti vissulega sök á markinu. Carolin Simon skoraði þá beint út aukaspyrnu út af væng en Sara kiksaði boltann í stað þess að sparka honum frá. Með því fipaði hún markvörðinn sinn því boltinn breytti um stefnu og söng í netinu. Sara Börk slapp þó við að fá markið skráð á sig sem sjálfsmark því skot Carolin Simon var upphaflega á markið. Það vakti aftur á móti athygli að Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon liðsins, var fljót að hughreysta Söru eftir markið. Sara Björk var vitanlega mjög svekkt enda gerði hún sér grein fyrir því að hún átti að gera miklu betur. Wendie Renard fór þá strax til íslensku landsliðskonunar og stappaði í hana stálinu. Lyon tókst síðan að halda út og tryggja sér sæti í undanúrslitaleiknum í kvöld. Wendie Renard er jafngömul og Sara Björk en þær eru báðar fæddar árið 1990. Renard hefur spilað allan feril sinn með Lyon og hefur unnið 32 titla með félaginu. Renard hefur orðið franskur meistari fjórtán sinnum, franskur bikarmeistari níu sinnum og hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Carolin Simon skorar eftir mistök Söru. Klippa: Markið sem Lyon fékk á sig á móti Bayern Undanúrslitaleikur Paris Saint-Germain og Olympique Lyon hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 þar sem útsending hefst klukkan 17.50. Vinni Lyon leikinn á móti PSG í kvöld þá mætir liðið VfL Wolfsburg í úrslitaleik á sunnudaginn kemur. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. Sara Björk Gunnardóttir lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Olympique Lyon þegar liðið sló út Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar. Sara Björk kom þá inn á sem varamaður í hálfleik og stóð sig mjög vel ekki síst til að byrja með. Staðan var 1-0 í hálfleik en Lyon komst fljótlega í 2-0 eftir að Sara Björk fór að láta til sín taka inn á miðju liðsins. Á 64. mínútu var íslenski landsliðsfyrirliðinn hins vegar fyrir smá áfalli. Bayern liðið náði þá að jafna metin og setja smá spennu í leikinn fyrir lokasprettinn. Sara Björk átti vissulega sök á markinu. Carolin Simon skoraði þá beint út aukaspyrnu út af væng en Sara kiksaði boltann í stað þess að sparka honum frá. Með því fipaði hún markvörðinn sinn því boltinn breytti um stefnu og söng í netinu. Sara Börk slapp þó við að fá markið skráð á sig sem sjálfsmark því skot Carolin Simon var upphaflega á markið. Það vakti aftur á móti athygli að Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon liðsins, var fljót að hughreysta Söru eftir markið. Sara Björk var vitanlega mjög svekkt enda gerði hún sér grein fyrir því að hún átti að gera miklu betur. Wendie Renard fór þá strax til íslensku landsliðskonunar og stappaði í hana stálinu. Lyon tókst síðan að halda út og tryggja sér sæti í undanúrslitaleiknum í kvöld. Wendie Renard er jafngömul og Sara Björk en þær eru báðar fæddar árið 1990. Renard hefur spilað allan feril sinn með Lyon og hefur unnið 32 titla með félaginu. Renard hefur orðið franskur meistari fjórtán sinnum, franskur bikarmeistari níu sinnum og hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Carolin Simon skorar eftir mistök Söru. Klippa: Markið sem Lyon fékk á sig á móti Bayern Undanúrslitaleikur Paris Saint-Germain og Olympique Lyon hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 þar sem útsending hefst klukkan 17.50. Vinni Lyon leikinn á móti PSG í kvöld þá mætir liðið VfL Wolfsburg í úrslitaleik á sunnudaginn kemur.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira