Gerðist þula í sjónvarpi til að ná athygli pabba síns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 11:30 Ellý Ármanns var gestur í Podcasti Sölva Tryggva. Skjáskot „Einu sinni var stofnuð Facebook-síða gegn mér, Rekið Ellý Ármanns úr fjölmiðlum, en ég tók það ekki nærri mér, en vinkonur mínar, sérstaklega tvær tóku þetta mjög nærri sér,” segir Ellý Ármannsdóttir. „Þetta var þegar ég var að skrifa slúðurfréttir, af því að yfirmaðurinn minn sagði mér að gera þetta. Ég var alveg ónæm fyrir þessu, en þessi kona sem stofnaði Facebook síðuna er ágætis vinkona mín í dag, en hún var bara á þessum stað þarna og skildi þetta ekki alveg. Svo fór hún sjálf að vinna í fjölmiðlum og áttaði sig á því að það er ekki allt eins og það lítur út fyrir að vera,” segir Ellý. Hún ræddi fjölmiðlana og ýmislegt fleira í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Ellý byrjaði ung að starfa sem þula á Ríkissjónvarpinu, þar sem hún var kvöld eftir kvöld fyrir augum allra landsmanna. Síðan þá hefur hún gert ótal hluti, allt frá fréttaskrifum, yfir í að spá fyrir fólki og kenna hóptíma í líkamsrækt. „Svo las ég Bylgjufréttir á klukkutíma fresti í útvarpinu og mér fannst það erfitt. Ég veit ekki hvort þú hafir fengið þessa þjálfun, en mér var sagt að vera ákveðin þegar ég væri að lesa fréttir og að ég ætti að lesa þær eins og ég væri reið, til að halda fólki við fréttirnar. Mér fannst þetta svo óþægilegt að ég var farin að fá frunsur út um allt andlit. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er ekki allt eins og maður heldur að það sé og í dag hlusta ég ekki á fréttir og les ekki blöðin, nema mjög sjaldan. Ef ég á að vita eitthvað, þá segir einhver mér frá því.” Kvartað undan ljósbláum sögum Ellý segir að sambandið við föður hennar hafi verið lítið sem ekkert og að drifkrafturinn fyrir því að fara í fjölmiðla hafi komið þaðan: „Ég skal segja þér af hverju ég sótti um að verða þula. Ég þekkti pabba minn lítið og hann var lítið í sambandi við mig og mig langaði að fanga athygli hans og ég vissi að hann horfði á fréttir og ég vissi að þulan kynnti fréttirnar. Þess vegna fór ég í fjölmiðla Sölvi,“ segir Ellý meðal annars í viðtalinu. Ellý vakti strax athygli fyrir að vera óhefðbundin á tímum þar sem allt var mjög kassalagað í fjölmiðlum. Hún segist ekki hafa tekið það inn á sig þó að margir hafi hneykslast á henni: „Ég var tilbúin að vera alveg sama, þeim sem var ekki sama voru vinkonur mínar og mamma, sem býr í útlöndum. Það var mikið hringt í RÚV og kvartað, sérstaklega þegar ég var að blogga svona ljósbláar sögur á MBL. Þar skrifaði ég ímyndaðar sögur og fantasíur og ég held að um 10 þúsund manns hafi smellt á þessar sögur á hverjum degi og þá var ég tekin á skrifstofuna á RÚV. Yndislegt fólk, sem gaf mér valkost og ég sagðist bara vera hætt og allir voru glaðir og allt í góðu.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Ellý um ferilinn í fjölmiðlum, listir, spádóma og margt fleira. „Ég er loksins orðin frjáls," segir Ellý, en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt síðustu ár. Hún segist ekki lengur föst í fortíðinni. Viðtalið er komið á Spotify og má horfa á það hér fyrir neðan. Podcast með Sölva Tryggva Fjölmiðlar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
„Einu sinni var stofnuð Facebook-síða gegn mér, Rekið Ellý Ármanns úr fjölmiðlum, en ég tók það ekki nærri mér, en vinkonur mínar, sérstaklega tvær tóku þetta mjög nærri sér,” segir Ellý Ármannsdóttir. „Þetta var þegar ég var að skrifa slúðurfréttir, af því að yfirmaðurinn minn sagði mér að gera þetta. Ég var alveg ónæm fyrir þessu, en þessi kona sem stofnaði Facebook síðuna er ágætis vinkona mín í dag, en hún var bara á þessum stað þarna og skildi þetta ekki alveg. Svo fór hún sjálf að vinna í fjölmiðlum og áttaði sig á því að það er ekki allt eins og það lítur út fyrir að vera,” segir Ellý. Hún ræddi fjölmiðlana og ýmislegt fleira í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Ellý byrjaði ung að starfa sem þula á Ríkissjónvarpinu, þar sem hún var kvöld eftir kvöld fyrir augum allra landsmanna. Síðan þá hefur hún gert ótal hluti, allt frá fréttaskrifum, yfir í að spá fyrir fólki og kenna hóptíma í líkamsrækt. „Svo las ég Bylgjufréttir á klukkutíma fresti í útvarpinu og mér fannst það erfitt. Ég veit ekki hvort þú hafir fengið þessa þjálfun, en mér var sagt að vera ákveðin þegar ég væri að lesa fréttir og að ég ætti að lesa þær eins og ég væri reið, til að halda fólki við fréttirnar. Mér fannst þetta svo óþægilegt að ég var farin að fá frunsur út um allt andlit. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er ekki allt eins og maður heldur að það sé og í dag hlusta ég ekki á fréttir og les ekki blöðin, nema mjög sjaldan. Ef ég á að vita eitthvað, þá segir einhver mér frá því.” Kvartað undan ljósbláum sögum Ellý segir að sambandið við föður hennar hafi verið lítið sem ekkert og að drifkrafturinn fyrir því að fara í fjölmiðla hafi komið þaðan: „Ég skal segja þér af hverju ég sótti um að verða þula. Ég þekkti pabba minn lítið og hann var lítið í sambandi við mig og mig langaði að fanga athygli hans og ég vissi að hann horfði á fréttir og ég vissi að þulan kynnti fréttirnar. Þess vegna fór ég í fjölmiðla Sölvi,“ segir Ellý meðal annars í viðtalinu. Ellý vakti strax athygli fyrir að vera óhefðbundin á tímum þar sem allt var mjög kassalagað í fjölmiðlum. Hún segist ekki hafa tekið það inn á sig þó að margir hafi hneykslast á henni: „Ég var tilbúin að vera alveg sama, þeim sem var ekki sama voru vinkonur mínar og mamma, sem býr í útlöndum. Það var mikið hringt í RÚV og kvartað, sérstaklega þegar ég var að blogga svona ljósbláar sögur á MBL. Þar skrifaði ég ímyndaðar sögur og fantasíur og ég held að um 10 þúsund manns hafi smellt á þessar sögur á hverjum degi og þá var ég tekin á skrifstofuna á RÚV. Yndislegt fólk, sem gaf mér valkost og ég sagðist bara vera hætt og allir voru glaðir og allt í góðu.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Ellý um ferilinn í fjölmiðlum, listir, spádóma og margt fleira. „Ég er loksins orðin frjáls," segir Ellý, en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt síðustu ár. Hún segist ekki lengur föst í fortíðinni. Viðtalið er komið á Spotify og má horfa á það hér fyrir neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Fjölmiðlar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira