Sautjánfaldur Íslandsmeistari í badminton ráðinn landsliðsþjálfari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 12:00 Helgi Johannesson er nýr landsliðsþjálfari Íslands. Mynd/Badmintonsamband Íslands Badmintonsamband Íslands hefur gengið frá ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara og þar á ferðinni einn sigursælasti badmintonspilari Íslands. Helgi Jóhannesson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í badminton. Hann tekur við starfinu af Tinnu Helgadóttur og mun Helgi hefja störf 1. september næstkomandi. Helgi hefur verið í Afreks- og landsliðsnefnd Badmintonsambandsins síðustu ár og einnig hefur Helgi verið í stjórn sambandsins síðustu fjögur ár en mun nú fara úr stjórn til þess að taka við starfi landsliðsþjálfara. Helgi á að baki mjög farsælan feril sem leikmaður en hann lék 67 A-landsleiki fyrir Ísland. Helgi er líka sautjánfaldur Íslandsmeistari í badminton þar af fimm sinnum í einliðaleik og tíu sinnum í tvíliðaleik. „Þetta er krefjandi en jafnframt spennandi og skemmtilegt verkefni. Ég er að taka við góðu búi frá Tinnu Helgadóttur og er það nú hlutverk mitt að halda því starfi áfram og jafnframt byggja ofan á það,“ segir Helgi Jóhannesson í fréttatilkynningu frá Badmintonsambandi Íslands. „Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á landsliðsstarfinu í kjölfar aukins fjármagns úr Afrekssjóði ÍSÍ sem hefur nýst landsliðs- og afreksstarfi sambandsins mjög vel. Við erum að sjá að okkar bestu leikmenn eru farnir að fara meira út að keppa auk þess sem ungir leikmenn eru einnig farnir að fara meira erlendis til þess að taka þátt í alþjóðlegum mótum sem er gríðarlega mikilvægt til þess að öðlast reynslu. Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og tel framtíðina bjarta í íslensku badmintoni,“ segir Helgi Jóhannesson Helgi hefur lokið BWF / BEC Level 1 þjálfaramenntun auk þess sem hann hefur sótt námskeið í Danmörku á sviði afreksþjálfunar. Helgi starfaði sem unglingalandsliðsþjálfari á tímabilinu 2014-2015 og sem aðstoðarlandsliðsþjálfari á tímabilinu 2015-2016. Badminton Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Sjá meira
Badmintonsamband Íslands hefur gengið frá ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara og þar á ferðinni einn sigursælasti badmintonspilari Íslands. Helgi Jóhannesson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í badminton. Hann tekur við starfinu af Tinnu Helgadóttur og mun Helgi hefja störf 1. september næstkomandi. Helgi hefur verið í Afreks- og landsliðsnefnd Badmintonsambandsins síðustu ár og einnig hefur Helgi verið í stjórn sambandsins síðustu fjögur ár en mun nú fara úr stjórn til þess að taka við starfi landsliðsþjálfara. Helgi á að baki mjög farsælan feril sem leikmaður en hann lék 67 A-landsleiki fyrir Ísland. Helgi er líka sautjánfaldur Íslandsmeistari í badminton þar af fimm sinnum í einliðaleik og tíu sinnum í tvíliðaleik. „Þetta er krefjandi en jafnframt spennandi og skemmtilegt verkefni. Ég er að taka við góðu búi frá Tinnu Helgadóttur og er það nú hlutverk mitt að halda því starfi áfram og jafnframt byggja ofan á það,“ segir Helgi Jóhannesson í fréttatilkynningu frá Badmintonsambandi Íslands. „Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á landsliðsstarfinu í kjölfar aukins fjármagns úr Afrekssjóði ÍSÍ sem hefur nýst landsliðs- og afreksstarfi sambandsins mjög vel. Við erum að sjá að okkar bestu leikmenn eru farnir að fara meira út að keppa auk þess sem ungir leikmenn eru einnig farnir að fara meira erlendis til þess að taka þátt í alþjóðlegum mótum sem er gríðarlega mikilvægt til þess að öðlast reynslu. Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og tel framtíðina bjarta í íslensku badmintoni,“ segir Helgi Jóhannesson Helgi hefur lokið BWF / BEC Level 1 þjálfaramenntun auk þess sem hann hefur sótt námskeið í Danmörku á sviði afreksþjálfunar. Helgi starfaði sem unglingalandsliðsþjálfari á tímabilinu 2014-2015 og sem aðstoðarlandsliðsþjálfari á tímabilinu 2015-2016.
Badminton Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Sjá meira