Símtal Suarez og Koeman entist bara í eina mínútu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 11:00 Luis Suarez segist eiga skilið meiri virðingu frá Barcelona en þetta. Getty/Mateo Villalba/ Framtíð Luis Suarez hjá Barcelona er ráðin því nýr þjálfa liðsins, Ronald Koeman, vill ekki hafa hann í liðinu sínu á næstu leiktíð. Ronald Koeman ætlar að hreinsa til hjá Barcelona og einn af þeim sem verður fórnað er úrúgvæski framherjinn Luis Suarez. Barcelona vill losna við samning Luis Suarez í ár en samningurinn var til 30. júní 2021. Ronald Koeman hefur ekki áhuga á að nota aðalframherja liðsins síðustu ár. Barcelona þarf nú að fara í viðræður við leikmanninn eða hans fulltrúa til að loka samningnum. Luis Suarez skoraði 21 mark í 36 leikjum fyrir Barcelona á leiktíðinni en virkaði þungur og formlítill eftir að boltinn byrjaði að rúlla á nú eftir kórónuveirufrí. Suarez s chat with Koeman lasted less than ONE minute And the striker, who has been told to leave, is not happy https://t.co/MRTKbKSckC— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 25, 2020 Luis Suarez er allt annað en sáttur með þetta og hefur sagt sína hlið í viðtali við spænskt blað. Luis Suarez sagði katalónska íþróttablaðinu Sport frá því að Ronald Koeman hefði hringt í hann til að segja honum frá ákvörðun sinni. Símtalið entist hins vegar bara í eina mínútu en það er ekkert annað í boði fyrir Suarez að sætta sig við þessa stöðu. Hann bað ekki um neinar skýringar í símtalinu og endaði það strax. Suarez telur sig hafa unnið sér inn meiri virðingu en það að fá eins mínútna símtal frá verðandi þjálfara. Luis Suarez is reportedly on his way out of Barcelona.Gossip: https://t.co/tDRE3rXj3C pic.twitter.com/sYocAZka6L— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Suarez hefur spilað með Barcelona í sex ár en var nú sagt upp í síma. Luis Suarez er þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu Barcelona með 198 mörk í 283 leikjum. Hann hefur skorað 147 mörk fyrir Barcelona í spænsku deildinni og 25 mörk fyrir liðið í Meistaradeildinni. Luis Suarez vann spænsku deildin fjórum sinnum með Barcelona, spænska bikarinn fjórum sinnum og svo Meistaradeildina á þrennutímabilinu 2014-15. Luis Suarez er sagður vera mjög ósáttur með að vera gerður að blóraböggli fyrir það sem hefur farið úrskeiðis hjá Barcelona liðinu en það var augljóslega mikið að hjá félaginu og engum einum manni að kenna. 2014-2020 - Luis Suárez at Barcelona: 283 games198 goals107 assists- G/A every 77.6 minutes 4-time La Liga champion Champions League winner (2015) Only player to beat Messi and Ronaldo to the PichichiTime for some respect. pic.twitter.com/vAEPhjrWTz— Warriors of Uruguay (@UruguayanHeroes) August 24, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Framtíð Luis Suarez hjá Barcelona er ráðin því nýr þjálfa liðsins, Ronald Koeman, vill ekki hafa hann í liðinu sínu á næstu leiktíð. Ronald Koeman ætlar að hreinsa til hjá Barcelona og einn af þeim sem verður fórnað er úrúgvæski framherjinn Luis Suarez. Barcelona vill losna við samning Luis Suarez í ár en samningurinn var til 30. júní 2021. Ronald Koeman hefur ekki áhuga á að nota aðalframherja liðsins síðustu ár. Barcelona þarf nú að fara í viðræður við leikmanninn eða hans fulltrúa til að loka samningnum. Luis Suarez skoraði 21 mark í 36 leikjum fyrir Barcelona á leiktíðinni en virkaði þungur og formlítill eftir að boltinn byrjaði að rúlla á nú eftir kórónuveirufrí. Suarez s chat with Koeman lasted less than ONE minute And the striker, who has been told to leave, is not happy https://t.co/MRTKbKSckC— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 25, 2020 Luis Suarez er allt annað en sáttur með þetta og hefur sagt sína hlið í viðtali við spænskt blað. Luis Suarez sagði katalónska íþróttablaðinu Sport frá því að Ronald Koeman hefði hringt í hann til að segja honum frá ákvörðun sinni. Símtalið entist hins vegar bara í eina mínútu en það er ekkert annað í boði fyrir Suarez að sætta sig við þessa stöðu. Hann bað ekki um neinar skýringar í símtalinu og endaði það strax. Suarez telur sig hafa unnið sér inn meiri virðingu en það að fá eins mínútna símtal frá verðandi þjálfara. Luis Suarez is reportedly on his way out of Barcelona.Gossip: https://t.co/tDRE3rXj3C pic.twitter.com/sYocAZka6L— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Suarez hefur spilað með Barcelona í sex ár en var nú sagt upp í síma. Luis Suarez er þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu Barcelona með 198 mörk í 283 leikjum. Hann hefur skorað 147 mörk fyrir Barcelona í spænsku deildinni og 25 mörk fyrir liðið í Meistaradeildinni. Luis Suarez vann spænsku deildin fjórum sinnum með Barcelona, spænska bikarinn fjórum sinnum og svo Meistaradeildina á þrennutímabilinu 2014-15. Luis Suarez er sagður vera mjög ósáttur með að vera gerður að blóraböggli fyrir það sem hefur farið úrskeiðis hjá Barcelona liðinu en það var augljóslega mikið að hjá félaginu og engum einum manni að kenna. 2014-2020 - Luis Suárez at Barcelona: 283 games198 goals107 assists- G/A every 77.6 minutes 4-time La Liga champion Champions League winner (2015) Only player to beat Messi and Ronaldo to the PichichiTime for some respect. pic.twitter.com/vAEPhjrWTz— Warriors of Uruguay (@UruguayanHeroes) August 24, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira