Suður-Kórea á „barmi landlægs faraldurs“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 09:24 Frá skimun fyrir Covid-19 í Seoul. AP/Ahn Young Joon Yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í morgun mestu fjölgun nýsmitaðra þar í landi frá því í mars. Sóttvarnaaðgerðir voru framlengdar og mögulega stendur til að herða þær. Meðal þess sem hefur verið gert er að banna trúarsamkomur innandyra, loka skemmtistöðum, veitingastöðum og netkaffihúsum. Ef aðgerðir verða hertar, verður fyrirtækjum og skólum einnig lokað. Samkomubann mun þá miða við tíu einstaklinga. Smituðum fjölgaði um 332 á milli daga en fjölgunin hefur ekki verið hærri frá 8. mars, þegar 367 greindust á milli daga. Undanfarna níu daga hefur smituðum fjölgað um 2.232. Heilt yfir hafa 17.399 smitast í landinu og 309 hafa dáið. Það vekur þó athygli að ekki er búið að rekja stóran hluta nýrra smita og útbreiðslan á sér stað um allt landið. Skólum verður lokað á svæðum þar sem klasar smitaðra hafa greinst og er búið að setja takmark á fjölda barna sem mega vera í skólum og leikskólum um landið allt. Öllum ströndum landsins verður lokað. Yonhap fréttaveitan segir heilbrigðisyfirvöld Suður-Kóreu hafa rakið stóran hluta nýrra smita til kirkju í Seoul og mótmæla gegn aðgerðum yfirvalda um síðustu helgi. Fólk alls staðar af landinu hafi komið til höfuðborgarinnar vegna þeirra mótmæla og virðist sem að umfang útbreiðslunnar nú megi að einhverju leyti rekja til þess. „Við stöndum á barmi landlægs faraldurs þar sem nýsmituðum fjölgar í öllum 17 héröðum landsins,“ sagði Jung Eun-Kyeong, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Suður-Kóreu í morgun, samkvæmt frétt Reuters. „Haldið ykkur heima eins og þið getið og farið eingöngu út úr húsi fyrir nauðsynjar, vinnu eða læknisheimsókna.“ Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í morgun mestu fjölgun nýsmitaðra þar í landi frá því í mars. Sóttvarnaaðgerðir voru framlengdar og mögulega stendur til að herða þær. Meðal þess sem hefur verið gert er að banna trúarsamkomur innandyra, loka skemmtistöðum, veitingastöðum og netkaffihúsum. Ef aðgerðir verða hertar, verður fyrirtækjum og skólum einnig lokað. Samkomubann mun þá miða við tíu einstaklinga. Smituðum fjölgaði um 332 á milli daga en fjölgunin hefur ekki verið hærri frá 8. mars, þegar 367 greindust á milli daga. Undanfarna níu daga hefur smituðum fjölgað um 2.232. Heilt yfir hafa 17.399 smitast í landinu og 309 hafa dáið. Það vekur þó athygli að ekki er búið að rekja stóran hluta nýrra smita og útbreiðslan á sér stað um allt landið. Skólum verður lokað á svæðum þar sem klasar smitaðra hafa greinst og er búið að setja takmark á fjölda barna sem mega vera í skólum og leikskólum um landið allt. Öllum ströndum landsins verður lokað. Yonhap fréttaveitan segir heilbrigðisyfirvöld Suður-Kóreu hafa rakið stóran hluta nýrra smita til kirkju í Seoul og mótmæla gegn aðgerðum yfirvalda um síðustu helgi. Fólk alls staðar af landinu hafi komið til höfuðborgarinnar vegna þeirra mótmæla og virðist sem að umfang útbreiðslunnar nú megi að einhverju leyti rekja til þess. „Við stöndum á barmi landlægs faraldurs þar sem nýsmituðum fjölgar í öllum 17 héröðum landsins,“ sagði Jung Eun-Kyeong, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Suður-Kóreu í morgun, samkvæmt frétt Reuters. „Haldið ykkur heima eins og þið getið og farið eingöngu út úr húsi fyrir nauðsynjar, vinnu eða læknisheimsókna.“
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira