Skúbb setur boost og skál á markað Skúbb 21. ágúst 2020 13:10 Ísgerðin Skúbb hefur sett á markað hollar og bragðgóðar nýjungar; Skúbb boost og Skúbb skál. Skúbb notar lífræna gríska jógúrt frá Bíó bú í þessar nýjungar en ísgerðin notar einnig lífrænu mjólkina frá Bíó bú í mjólkurísinn sem á stóran þátt í að gera hann svona góðan eins og raun ber vitni að sögn Jóns Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Skúbb. ,,Boost og skál er mjög holl og góð viðbót við flóruna hjá okkur. Lífræna gríska jógúrtin er orkumikil og auðmeltanleg. Hún er einnig rík af omega 3 fitusýrum sem og próteinrík," segir Jón. Hann segir að lífræna gríska jógúrtin sé ekki einungis holl og bragðgóð heldur sé hún líka góð fyrir umhverfið. ,,Bændurnir nota mun minna korn en aðrir en mjólkin verður betri og ríkari af næringarefnum ef gras er uppistaðan við fóðrun kúa. Það er enginn tilbúinn áburður notaður sem er sérstaklega slæmur fyrir umhverfið og jarðveginn." Handgerður ís frá grunni Skúbb býr til handgerðan ís frá grunni sem er án allra aukaefna. ,,Við notum aðeins lífræna mjólk frá Bíó Bú. Úrvalið okkar samanstendur af handgerðum ís, íslokum, ísrefum, íssósum, ístertum, smákökum og fl. Við notum alvöru hráefni við gerð íssins sem gerir bragðið ósvikið, ferskt og engu líkt. Við bjóðum upp á fjölmargar bragðtegundir af mjólkurís, sorbet og veganís. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á gott vegan úrval og hefur veganísinn okkar slegið í gegn. Brauðformin okkar eru alltaf vegan. Þá erum við nýbyrjuð að bjóða upp á sykurlausan mjólkurís. Við erum afar stolt af því Reykjavík Grapevine hefur síðustu þrjú ár valið ísinn okkar þann besta," segir Jón. Skúbbísinn fæst einnig í verslunum Hagkaups, Nettó, Iceland og Olís. Mikið að gera í heimsendingu Skúbb ákvað að bjóða upp á heimsendingu á ís í mars þegar COVID-19 var nýbyrjað. ,,Það hefur verið nóg að gera að keyra ís, bragðarefi og ístertur í fyrirtæki og heim til fólks. Allar pantanir fara fram í gegnum heimasíðu okkar. Þar má sjá allt úrvalið sem við bjóðum upp á. Það er mikið pantað af ref í heimsendingunni en einnig ís og ístertum," segir Jón ennfremur og bætir við að nú megi fastlega gera ráð fyrir að boost og skál verði einnig á pöntunarlistanum í heimsendingunni. Einnig er mjög vinsælt að fyrirtæki panti ísvagninn til sín eða þá ís og sendi heim til starfsmanna sinna að sögn Jóns. ,,Með þessu vilja fyrirtæki gleðja starfsmenn sérstaklega á erfiðum tímum eins og verið hefur undanfarnar viku vegna COVID-19. Ég hef heyrt að þetta hafi mælst vel fyrir hjá starfsmönnum fyrirtækja enda góður glaðningur að fá ís heim í stofu. Við verðum líka með ísvagninn á ferðinni núna í sumar og heimsækjum fyrirtæki. Þá er haldin ísveisla í fyrirtækinu sem skapar alltaf skemmtilega stemmningu. Þá er mjög vinsælt að fá ísvagninn í veislur heima hjá fólki, þá afmælisveislur, giftingar eða útskriftir" segir hann. Matur Heilsa Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Orsakir flösu og áhrifarík meðferð „Það er alls ekki í tísku að brenna“ Sjá meira
Ísgerðin Skúbb hefur sett á markað hollar og bragðgóðar nýjungar; Skúbb boost og Skúbb skál. Skúbb notar lífræna gríska jógúrt frá Bíó bú í þessar nýjungar en ísgerðin notar einnig lífrænu mjólkina frá Bíó bú í mjólkurísinn sem á stóran þátt í að gera hann svona góðan eins og raun ber vitni að sögn Jóns Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Skúbb. ,,Boost og skál er mjög holl og góð viðbót við flóruna hjá okkur. Lífræna gríska jógúrtin er orkumikil og auðmeltanleg. Hún er einnig rík af omega 3 fitusýrum sem og próteinrík," segir Jón. Hann segir að lífræna gríska jógúrtin sé ekki einungis holl og bragðgóð heldur sé hún líka góð fyrir umhverfið. ,,Bændurnir nota mun minna korn en aðrir en mjólkin verður betri og ríkari af næringarefnum ef gras er uppistaðan við fóðrun kúa. Það er enginn tilbúinn áburður notaður sem er sérstaklega slæmur fyrir umhverfið og jarðveginn." Handgerður ís frá grunni Skúbb býr til handgerðan ís frá grunni sem er án allra aukaefna. ,,Við notum aðeins lífræna mjólk frá Bíó Bú. Úrvalið okkar samanstendur af handgerðum ís, íslokum, ísrefum, íssósum, ístertum, smákökum og fl. Við notum alvöru hráefni við gerð íssins sem gerir bragðið ósvikið, ferskt og engu líkt. Við bjóðum upp á fjölmargar bragðtegundir af mjólkurís, sorbet og veganís. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á gott vegan úrval og hefur veganísinn okkar slegið í gegn. Brauðformin okkar eru alltaf vegan. Þá erum við nýbyrjuð að bjóða upp á sykurlausan mjólkurís. Við erum afar stolt af því Reykjavík Grapevine hefur síðustu þrjú ár valið ísinn okkar þann besta," segir Jón. Skúbbísinn fæst einnig í verslunum Hagkaups, Nettó, Iceland og Olís. Mikið að gera í heimsendingu Skúbb ákvað að bjóða upp á heimsendingu á ís í mars þegar COVID-19 var nýbyrjað. ,,Það hefur verið nóg að gera að keyra ís, bragðarefi og ístertur í fyrirtæki og heim til fólks. Allar pantanir fara fram í gegnum heimasíðu okkar. Þar má sjá allt úrvalið sem við bjóðum upp á. Það er mikið pantað af ref í heimsendingunni en einnig ís og ístertum," segir Jón ennfremur og bætir við að nú megi fastlega gera ráð fyrir að boost og skál verði einnig á pöntunarlistanum í heimsendingunni. Einnig er mjög vinsælt að fyrirtæki panti ísvagninn til sín eða þá ís og sendi heim til starfsmanna sinna að sögn Jóns. ,,Með þessu vilja fyrirtæki gleðja starfsmenn sérstaklega á erfiðum tímum eins og verið hefur undanfarnar viku vegna COVID-19. Ég hef heyrt að þetta hafi mælst vel fyrir hjá starfsmönnum fyrirtækja enda góður glaðningur að fá ís heim í stofu. Við verðum líka með ísvagninn á ferðinni núna í sumar og heimsækjum fyrirtæki. Þá er haldin ísveisla í fyrirtækinu sem skapar alltaf skemmtilega stemmningu. Þá er mjög vinsælt að fá ísvagninn í veislur heima hjá fólki, þá afmælisveislur, giftingar eða útskriftir" segir hann.
Matur Heilsa Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Orsakir flösu og áhrifarík meðferð „Það er alls ekki í tísku að brenna“ Sjá meira