Viktor Þór hvetur karla til að fara að prjóna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2020 19:30 Það skemmtilegasta sem Viktor Þór Reynisson í Grindavík gerir er að sitja í hægindastólnum sínum og prjóna lopapeysur. Þá segir hann prjónaskapinn hafa róandi áhrif á sig á tímum kórónaveirunnar. Það er gaman að koma á heimili Viktors og Önnu Kristínar í Grindavík og sjá allt handverkið á borðinu, sem Viktor hefur prjónað. Fallegar lopapeysur og húfur. „Þetta er bara gaman, það er betra að hafa þetta heldur en ekki neitt. Ég er mjög stoltur af mér að standa í þessu, ég vildi bara að það væru fleiri karlar í þessu að prjóna, maður verður að reyna að koma af stað einhverjum klúbb hér í Grindavík, sjá hvað gerist“, segir Viktor Þór. Lopapeysurnar og húfurnar hjá Viktori Þór eru virkilega fallegar. Hann prjónar aðallega eftir pöntunum frá vinum og vandamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor Þór og Anna Kristín, eiginkona hans prjóna mikið saman og sækja öll prjónakvöld sem þau komast á og hafa farið á prjónahátíðir í útlöndum. En hvað er Viktor Þór lengi að prjóna lopapeysu? „Það fer bara alveg eftir því hvað ég er iðinn, ég er alveg upp í sex vikur og upp í fimm mánuði, eins og eina peysuna, sem ég gerði með munstri frá Hjaltlandseyjum, það tók mig fimm mánuði. Anna Kristín er að sjálfsögðu mjög stolt af sínum manni enda kenndi hún honum að prjóna 2018. „Jú, ég er mjög stolt af honum, hann tók þetta með glæsibrag þegar hann byrjaði og hefur gert mjög vel og handverkið eftir hann er mjög fallegt“, segir hún. Anna Kristín og Viktor Þór einbeitt við prjónaskapinn en þau prjóna mjög mikið saman og nota þá tímann til að spjalla saman um daginn og veginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor segir að nú sé upplagt fyrir alla karla að byrja að læra að prjóna því þá gleymi þeir um leið öllu veseninu í kringum kórónaveiruna, prjónaskapurinn veiti svo mikla hugarró og sé á við góðan jógatíma. „Já, þetta skiptir gríðarlegu málin fyrir hausinn á manni að geta einbeitt sér að einhverju öðru heldur en heimsins málum“, segir Viktor Þór. Föndur Grindavík Grín og gaman Prjónaskapur Handverk Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Það skemmtilegasta sem Viktor Þór Reynisson í Grindavík gerir er að sitja í hægindastólnum sínum og prjóna lopapeysur. Þá segir hann prjónaskapinn hafa róandi áhrif á sig á tímum kórónaveirunnar. Það er gaman að koma á heimili Viktors og Önnu Kristínar í Grindavík og sjá allt handverkið á borðinu, sem Viktor hefur prjónað. Fallegar lopapeysur og húfur. „Þetta er bara gaman, það er betra að hafa þetta heldur en ekki neitt. Ég er mjög stoltur af mér að standa í þessu, ég vildi bara að það væru fleiri karlar í þessu að prjóna, maður verður að reyna að koma af stað einhverjum klúbb hér í Grindavík, sjá hvað gerist“, segir Viktor Þór. Lopapeysurnar og húfurnar hjá Viktori Þór eru virkilega fallegar. Hann prjónar aðallega eftir pöntunum frá vinum og vandamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor Þór og Anna Kristín, eiginkona hans prjóna mikið saman og sækja öll prjónakvöld sem þau komast á og hafa farið á prjónahátíðir í útlöndum. En hvað er Viktor Þór lengi að prjóna lopapeysu? „Það fer bara alveg eftir því hvað ég er iðinn, ég er alveg upp í sex vikur og upp í fimm mánuði, eins og eina peysuna, sem ég gerði með munstri frá Hjaltlandseyjum, það tók mig fimm mánuði. Anna Kristín er að sjálfsögðu mjög stolt af sínum manni enda kenndi hún honum að prjóna 2018. „Jú, ég er mjög stolt af honum, hann tók þetta með glæsibrag þegar hann byrjaði og hefur gert mjög vel og handverkið eftir hann er mjög fallegt“, segir hún. Anna Kristín og Viktor Þór einbeitt við prjónaskapinn en þau prjóna mjög mikið saman og nota þá tímann til að spjalla saman um daginn og veginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor segir að nú sé upplagt fyrir alla karla að byrja að læra að prjóna því þá gleymi þeir um leið öllu veseninu í kringum kórónaveiruna, prjónaskapurinn veiti svo mikla hugarró og sé á við góðan jógatíma. „Já, þetta skiptir gríðarlegu málin fyrir hausinn á manni að geta einbeitt sér að einhverju öðru heldur en heimsins málum“, segir Viktor Þór.
Föndur Grindavík Grín og gaman Prjónaskapur Handverk Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist