Skólahaldi aflýst í Madríd Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 07:02 Veggspjald um veiruna á La tienda del Espia verslun í Madríd. Verslunin markaðssetur kórónaveiruvín, handa þeim sem ekki eru smituð af veirunni. Hverri flösku fylgir andlitsgríma. Getty/SOPA Images Skólastarfi á öllum stigum hefur verið aflýst í spænsku höfuðborginni Madríd næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta mun hafa áhrif á ríflega 1,2 milljónir nemenda sem munu þurfa að húka heima næsta hálfa mánuðinn. Með þessu feta spænsk stjórnvöld í fótspor þeirra ítölsku sem tilkynntu um enn harðari aðgerðir baráttunni við veiruna í gærkvöldi. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Spánverjar hafa fengið sinn skerf af smitum. Þau eru nú um 1300 talsins í landinu, þar af um helmingur í Madríd og næsta nágrenni. Veiran hefur dregið 28 manns til dauða á Spáni það sem af er. Héraðsstjóri Madrídar sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að það hafi ekki verið auðvelt að grípa til hertra aðgerða. Allt verði þó að gera til að standa vörð um lýðheilsu. Hann greindi frá því að lokunin nái til allra skólastiga, allt frá leikskólum til háskóla, auk þess sem frístundamiðstöðvum verður skellt í lás. Þar að auki hafa eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma verið hvatt til að halda sig heima. Það hefur þó ekki aðeins verið gripið til aðgerða í Madríd. Í basknesku höfuðborginni Vitoríu er einnig búið að aflýsa öllu skólahaldi. Um 63 þúsund nemendur hafa því verið sendir heim næstu tvær vikurnar. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórn hans undirbúi nú aðgerðaáætlun til að minnka áhrif veirunnar á efnahag landsins. Fjármálaráðherra hans segir að þannig sé til skoðunar að grípa til tímabundinna úrræða til að bjarga þeim geirum sem hafa orðið verst úti, eins og ferðamennskunni. Hann geri þó ráð fyrir því að áhrif veirunnar verði bæði skammvinn og afmörkuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Skólastarfi á öllum stigum hefur verið aflýst í spænsku höfuðborginni Madríd næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta mun hafa áhrif á ríflega 1,2 milljónir nemenda sem munu þurfa að húka heima næsta hálfa mánuðinn. Með þessu feta spænsk stjórnvöld í fótspor þeirra ítölsku sem tilkynntu um enn harðari aðgerðir baráttunni við veiruna í gærkvöldi. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Spánverjar hafa fengið sinn skerf af smitum. Þau eru nú um 1300 talsins í landinu, þar af um helmingur í Madríd og næsta nágrenni. Veiran hefur dregið 28 manns til dauða á Spáni það sem af er. Héraðsstjóri Madrídar sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að það hafi ekki verið auðvelt að grípa til hertra aðgerða. Allt verði þó að gera til að standa vörð um lýðheilsu. Hann greindi frá því að lokunin nái til allra skólastiga, allt frá leikskólum til háskóla, auk þess sem frístundamiðstöðvum verður skellt í lás. Þar að auki hafa eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma verið hvatt til að halda sig heima. Það hefur þó ekki aðeins verið gripið til aðgerða í Madríd. Í basknesku höfuðborginni Vitoríu er einnig búið að aflýsa öllu skólahaldi. Um 63 þúsund nemendur hafa því verið sendir heim næstu tvær vikurnar. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórn hans undirbúi nú aðgerðaáætlun til að minnka áhrif veirunnar á efnahag landsins. Fjármálaráðherra hans segir að þannig sé til skoðunar að grípa til tímabundinna úrræða til að bjarga þeim geirum sem hafa orðið verst úti, eins og ferðamennskunni. Hann geri þó ráð fyrir því að áhrif veirunnar verði bæði skammvinn og afmörkuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira