Loks tapaði Klopp tveggja leikja einvígi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2020 07:00 Klopp fór mikinn á hliðarlínunni í gær. Vísir/Getty Tap Liverpool gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í gær var fyrsta tap liðsins í tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni undir stjórn Þjóðverjans Jürgen Klopp. Eftir 1-0 sigur í venjulegum leiktíma fór leikurinn í framlengingu þar sem Atletico Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 1-0. Framlengingin var ein sú ótrúlegasta sem sést hefur en Liverpool skoraði strax í upphafi hennar áður en Atletico svaraði með þremur mörkum. Leiknum lauk því með 3-2 sigri þeirra spænsku sem unnu einvígið þar með 4-2 og ríkjandi Evrópumeistarar Liverpool þar með úr leik. Fram að leiknum í gærkvöldu hafði Liverpool því unnið öll 10 einvígi sín í Evrópukeppnum undir stjórn Klopp þar sem leiknir voru tveir leikir. Liðið hafði aðeins beðið ósigur í úrslitaleikjum, annars vegar gegn Sevilla í Evrópuddeildinni og Real Madrid í Meistaradeildinni.1 - This was the first time Liverpool have failed to progress from a two-legged tie in European competition (inc. qualifiers) under Jurgen Klopp, having previously been successful in each of the previous 10. Shocked. pic.twitter.com/XrvU3cQtm1 — OptaJoe (@OptaJoe) March 11, 2020 Frá því að Klopp tók við Liverpool hefur gengi félagsins í Evrópukeppnum verið lygilegt. Á hans fyrsta tímabili með liðið komst það í úrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa lagt Augsburg, Manchester United, Borussia Dortmund og Villareal á leið sinni í úrslitaleikinn. Þar tapaði liðið hins vegar 3-1 gegn Sevilla frá Spáni. Liverpool vann vissulega bara annan leikinn í hverju einvígi fyrir sig en það dugði til að fleyta þeim áfram í úrslit. Ári síðar, leiktíðina 2016/2017 var Liverpool ekki í Evrópukeppni en síðustu tvö ár hefur það komist alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Leiktíðina 2017/2018 vann enska liðið Porto, Manchester City og Roma á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Liverpool tapaði eftirminnilega 3-1 fyrir Real Madrid í leik sem kostaði Loris Karius stöðu sína sem aðalmarkvörður félagsins. Ári síðar komst Liverpool aftur í úrslit þar sem það mætti Tottenham Hotspur. Að þessu sinni bar liðið úr Bítlaborginni sigur úr býtum með öruggum 2-0 sigri í einkar óspennandi leik. Á leið sinni í úrslitaleikinn voru Bayern Munich, Porto og Barcelona lögð af velli. Leikurinn gegn Börsungum fer í sögubækurnar en eftir 3-0 tap á Nývangi þá unnu Liverpool ótrúlegan 4-0 sigur á heimavelli þökk sé sigurmarki Divock Origi á 79. mínútu eftir snögga hornspyrnu Trent Alexander-Arnold. Liverpool kemst hins vegar ekki í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð eftir tapið í gær. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 23:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 23:46 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira
Tap Liverpool gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í gær var fyrsta tap liðsins í tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni undir stjórn Þjóðverjans Jürgen Klopp. Eftir 1-0 sigur í venjulegum leiktíma fór leikurinn í framlengingu þar sem Atletico Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 1-0. Framlengingin var ein sú ótrúlegasta sem sést hefur en Liverpool skoraði strax í upphafi hennar áður en Atletico svaraði með þremur mörkum. Leiknum lauk því með 3-2 sigri þeirra spænsku sem unnu einvígið þar með 4-2 og ríkjandi Evrópumeistarar Liverpool þar með úr leik. Fram að leiknum í gærkvöldu hafði Liverpool því unnið öll 10 einvígi sín í Evrópukeppnum undir stjórn Klopp þar sem leiknir voru tveir leikir. Liðið hafði aðeins beðið ósigur í úrslitaleikjum, annars vegar gegn Sevilla í Evrópuddeildinni og Real Madrid í Meistaradeildinni.1 - This was the first time Liverpool have failed to progress from a two-legged tie in European competition (inc. qualifiers) under Jurgen Klopp, having previously been successful in each of the previous 10. Shocked. pic.twitter.com/XrvU3cQtm1 — OptaJoe (@OptaJoe) March 11, 2020 Frá því að Klopp tók við Liverpool hefur gengi félagsins í Evrópukeppnum verið lygilegt. Á hans fyrsta tímabili með liðið komst það í úrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa lagt Augsburg, Manchester United, Borussia Dortmund og Villareal á leið sinni í úrslitaleikinn. Þar tapaði liðið hins vegar 3-1 gegn Sevilla frá Spáni. Liverpool vann vissulega bara annan leikinn í hverju einvígi fyrir sig en það dugði til að fleyta þeim áfram í úrslit. Ári síðar, leiktíðina 2016/2017 var Liverpool ekki í Evrópukeppni en síðustu tvö ár hefur það komist alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Leiktíðina 2017/2018 vann enska liðið Porto, Manchester City og Roma á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Liverpool tapaði eftirminnilega 3-1 fyrir Real Madrid í leik sem kostaði Loris Karius stöðu sína sem aðalmarkvörður félagsins. Ári síðar komst Liverpool aftur í úrslit þar sem það mætti Tottenham Hotspur. Að þessu sinni bar liðið úr Bítlaborginni sigur úr býtum með öruggum 2-0 sigri í einkar óspennandi leik. Á leið sinni í úrslitaleikinn voru Bayern Munich, Porto og Barcelona lögð af velli. Leikurinn gegn Börsungum fer í sögubækurnar en eftir 3-0 tap á Nývangi þá unnu Liverpool ótrúlegan 4-0 sigur á heimavelli þökk sé sigurmarki Divock Origi á 79. mínútu eftir snögga hornspyrnu Trent Alexander-Arnold. Liverpool kemst hins vegar ekki í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð eftir tapið í gær.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 23:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 23:46 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 23:07
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 23:46