UEFA mun funda á þriðjudag með öllum hluteigandi aðilum á þriðjudag en í tilkynningu frá FIFA í kvöld segir að mælt sé með að öllum landsleikjum út marsmánuð verði frestað.
Í tilkynningunni segir einnig að slakað verði á lögum um það að landsliðin eigi rétt á sínum leikmönnum en mörg félagslið eru sögð hrædd við að senda leikmenn sína á staði víðast hvar um Evrópu.
FIFA statement: https://t.co/mtDACN5fsOpic.twitter.com/fWnfp8NT2d
— FIFA Media (@fifamedia) March 13, 2020
Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram þann 26. mars og úrslitaleikurinn um laust sæti á EM 2020 fimm dögum síðar. Nú er umræðan hvort að Evrópumótið fari einfaldlega fram næsta sumar.
Guðni Bergsson sagði í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöld að ýmislegt væri í loftinu sem benti til þess að leiknum yrði aflýst.
Flestar fótboltadeildir í heimi hafa gert hlé á sínum deildum og er meðal annars enski boltinn kominn í frí, að minnsta kosti þangað til 3. apríl.
The Euro 2020 play-offs have moved a step closer to being postponed after Fifa recommended all upcoming internationals should be called off.
More: https://t.co/9Rbkb5DMObpic.twitter.com/BtgVQsLUfc
— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2020