Westbrook sá til þess að Houston vann Boston í háspennu leik | Lakers töpuðu stórt | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 11:00 Westbrook skoraði 41 stig í nótt í naumum sigri Houston. Vísir/Getty Russell Westbrook átti frábæran leik er Houston Rockets vann Boston Celtics með einu stigi í framlengdum leik í nótt, lokatölur 111-110. Þá töpuðu Los Angeles Lakers óvænt fyrir Memphis Grizzlies þar sem ungstirnið Jay Morant fór á kostum sem höfðu ekki unnið í fimm leikjum í röð. Önnur úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Houston heimsótti Boston í TD Garden í nótt. Liðin voru fyrir leik með nokkuð svipaða tölfræði, Boston hafði unnið 41 og tapað 17 á meðan Houston hafði unnið 38 og tapað 20. Það fór svo að liðin þurftu framlengingu til að skera úr um hvort myndi landa sigri í nótt. Heimamenn í Celtics byrjuðu leikinn betur og voru níu stigum eftir 1. leikhluta og 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 56-45. Voru þeir leiddir áfram af Jason Taytum sem hefur átt mjög gott tímabil. Alls skoraði hann 32 stig í leiknum ásamt því að taka 13 fráköst. Í liði Houston eru hins vegar þeir Russell Westbrook og James Harden. Þeir settu í 5. gír í síðari hálfleik og tókst að jafna metin þökk sé ótrúlegum þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig. Fór Houston með forystu inn í síðasta fjórðung leiksins en þar komu heimamenn til baka og náðu að kreista út framlengingu þökk sé flautukörfu Jaylen Brown. Fór það svo að Houston vann framlenginguna 7-6 og leikinn þar með 111-110 en síðustu tvo stig liðsins komu frá Harden af vítalínunni. Westbrook endaði leikinn með 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Harden setti 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Russ goes OFF for 41 PTS @russwest44 scores 20+ PTS for the 30th consecutive game, leading the @HoustonRockets to their 6th win in a row! pic.twitter.com/g9lO0KjhKZ— NBA (@NBA) March 1, 2020 Lebron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu nokkuð óvænt gegn Memphis Grizzlies í nótt en síðarnefnda liðið hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Lakers náðu í raun aldrei nenum takti í leiknum og voru komnir 15 stigum undir í 2. leikhluta. Fór það svo að Memphis vann leikinn örugglega 105-88. Jonas Valančiūnas átti frábæran leik fyrir Memphis en hann skoraði 22 stig og tók 22 fráköst. Þá skoraði Ja Morant 27 stig og gaf 14 stoðsendingar. Í liði Lakers var LeBron atkvæðamestur með 19 stig, 10 stoðsendingar og átta fráköst. Þar á eftir kom Davis með 15 stig og níu fráköst. 27 PTS, 14 AST for Ja @JaMorant goes 10-16 from the field and ties a career-high in assists as the @memgrizz defeat LAL! #GrindCitypic.twitter.com/f9JuIHmRVu— NBA (@NBA) March 1, 2020 Önnur úrslit Miami Heat 116-113 Brooklyn Nets Cleveland Cavaliers 104-113 Indiana Pacers San Antonio Spurs 114-113 Orlando Magic Phoenix Suns 99-115 Golden State Warriors Atlanta Hawks 129-117 Portland Trail Blazers The updated NBA standings through the end of February! pic.twitter.com/FtlvCej6nw— NBA (@NBA) March 1, 2020 NBA Tengdar fréttir Steph Curry að snúa aftur Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik. 29. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Sjá meira
Russell Westbrook átti frábæran leik er Houston Rockets vann Boston Celtics með einu stigi í framlengdum leik í nótt, lokatölur 111-110. Þá töpuðu Los Angeles Lakers óvænt fyrir Memphis Grizzlies þar sem ungstirnið Jay Morant fór á kostum sem höfðu ekki unnið í fimm leikjum í röð. Önnur úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Houston heimsótti Boston í TD Garden í nótt. Liðin voru fyrir leik með nokkuð svipaða tölfræði, Boston hafði unnið 41 og tapað 17 á meðan Houston hafði unnið 38 og tapað 20. Það fór svo að liðin þurftu framlengingu til að skera úr um hvort myndi landa sigri í nótt. Heimamenn í Celtics byrjuðu leikinn betur og voru níu stigum eftir 1. leikhluta og 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 56-45. Voru þeir leiddir áfram af Jason Taytum sem hefur átt mjög gott tímabil. Alls skoraði hann 32 stig í leiknum ásamt því að taka 13 fráköst. Í liði Houston eru hins vegar þeir Russell Westbrook og James Harden. Þeir settu í 5. gír í síðari hálfleik og tókst að jafna metin þökk sé ótrúlegum þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig. Fór Houston með forystu inn í síðasta fjórðung leiksins en þar komu heimamenn til baka og náðu að kreista út framlengingu þökk sé flautukörfu Jaylen Brown. Fór það svo að Houston vann framlenginguna 7-6 og leikinn þar með 111-110 en síðustu tvo stig liðsins komu frá Harden af vítalínunni. Westbrook endaði leikinn með 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Harden setti 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Russ goes OFF for 41 PTS @russwest44 scores 20+ PTS for the 30th consecutive game, leading the @HoustonRockets to their 6th win in a row! pic.twitter.com/g9lO0KjhKZ— NBA (@NBA) March 1, 2020 Lebron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu nokkuð óvænt gegn Memphis Grizzlies í nótt en síðarnefnda liðið hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Lakers náðu í raun aldrei nenum takti í leiknum og voru komnir 15 stigum undir í 2. leikhluta. Fór það svo að Memphis vann leikinn örugglega 105-88. Jonas Valančiūnas átti frábæran leik fyrir Memphis en hann skoraði 22 stig og tók 22 fráköst. Þá skoraði Ja Morant 27 stig og gaf 14 stoðsendingar. Í liði Lakers var LeBron atkvæðamestur með 19 stig, 10 stoðsendingar og átta fráköst. Þar á eftir kom Davis með 15 stig og níu fráköst. 27 PTS, 14 AST for Ja @JaMorant goes 10-16 from the field and ties a career-high in assists as the @memgrizz defeat LAL! #GrindCitypic.twitter.com/f9JuIHmRVu— NBA (@NBA) March 1, 2020 Önnur úrslit Miami Heat 116-113 Brooklyn Nets Cleveland Cavaliers 104-113 Indiana Pacers San Antonio Spurs 114-113 Orlando Magic Phoenix Suns 99-115 Golden State Warriors Atlanta Hawks 129-117 Portland Trail Blazers The updated NBA standings through the end of February! pic.twitter.com/FtlvCej6nw— NBA (@NBA) March 1, 2020
NBA Tengdar fréttir Steph Curry að snúa aftur Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik. 29. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Sjá meira
Steph Curry að snúa aftur Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik. 29. febrúar 2020 23:00