Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Andri Eysteinsson skrifar 1. mars 2020 11:11 The Roop er líklegt til vinsælda í maí. Skjáskot/ESC Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. Ljóst er að litagleðin, dansarnir og léttleikinn sem svífur yfir atriði Daða og Gagnamagnsins muni vera það sem heilla mun evrópska og ástralska áhorfendur í Rotterdam Ahoy höllinni. Það verður þó annað atriði sem mun keppa við framlag Íslendinga um dans, grín og flippatkvæðin í keppninni í Hollandi. Litháar völdu framlag sitt 15. febrúar síðastliðinn og var þar lagið On Fire með hljómsveitinni the Roop fyrir valinu. Telja Eurovisionspekingar lagið líklegt til að valda usla í keppninni í ár. Lagið einkennist af hrífandi viðlagi, furðulegum danshreyfingum og skemmtilegri sviðsframkomu flytjendanna, líkt og sjá má í myndbandi frá úrslitalitakvöldi undankeppninnar í Litháen. Horft hefur verið á myndbandið frá flutningi The Roop á úrslitakvöldinu í 2,6 milljón skipti síðan að myndbandið var birt á YouTube um miðjan febrúar mánuð. Daði, Gagnamagnið og aðrir Íslendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af Litháum fyrr en í úrslitakeppninni sjálfri þar sem að The Roop stígur á svið í fyrri undanúrslitakeppninni 12. maí en heimsbyggðin fær að kynnast Daða og Gagnamagninu tveimur dögum síðar. Eurovision Litháen Tónlist Tengdar fréttir Daði og Gagnamagnið á leið til Rotterdam í maí Daði og Gagnamagnið bar sigur úr bítum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld og mun lag þeirra Think About Things verða framlag Íslendinga í Eurovison í maí næstkomandi. 29. febrúar 2020 22:23 Sænskir áhrifavaldar að missa sig yfir Daða Svo virðist sem sænskir áhrifavaldar séu hreinlega að missa sig yfir lagi Daða Freys og Gagnamagninu í Söngvakeppninni og má það rekja til áhuga Söru Linderholm á bandinu. 26. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. Ljóst er að litagleðin, dansarnir og léttleikinn sem svífur yfir atriði Daða og Gagnamagnsins muni vera það sem heilla mun evrópska og ástralska áhorfendur í Rotterdam Ahoy höllinni. Það verður þó annað atriði sem mun keppa við framlag Íslendinga um dans, grín og flippatkvæðin í keppninni í Hollandi. Litháar völdu framlag sitt 15. febrúar síðastliðinn og var þar lagið On Fire með hljómsveitinni the Roop fyrir valinu. Telja Eurovisionspekingar lagið líklegt til að valda usla í keppninni í ár. Lagið einkennist af hrífandi viðlagi, furðulegum danshreyfingum og skemmtilegri sviðsframkomu flytjendanna, líkt og sjá má í myndbandi frá úrslitalitakvöldi undankeppninnar í Litháen. Horft hefur verið á myndbandið frá flutningi The Roop á úrslitakvöldinu í 2,6 milljón skipti síðan að myndbandið var birt á YouTube um miðjan febrúar mánuð. Daði, Gagnamagnið og aðrir Íslendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af Litháum fyrr en í úrslitakeppninni sjálfri þar sem að The Roop stígur á svið í fyrri undanúrslitakeppninni 12. maí en heimsbyggðin fær að kynnast Daða og Gagnamagninu tveimur dögum síðar.
Eurovision Litháen Tónlist Tengdar fréttir Daði og Gagnamagnið á leið til Rotterdam í maí Daði og Gagnamagnið bar sigur úr bítum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld og mun lag þeirra Think About Things verða framlag Íslendinga í Eurovison í maí næstkomandi. 29. febrúar 2020 22:23 Sænskir áhrifavaldar að missa sig yfir Daða Svo virðist sem sænskir áhrifavaldar séu hreinlega að missa sig yfir lagi Daða Freys og Gagnamagninu í Söngvakeppninni og má það rekja til áhuga Söru Linderholm á bandinu. 26. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Daði og Gagnamagnið á leið til Rotterdam í maí Daði og Gagnamagnið bar sigur úr bítum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld og mun lag þeirra Think About Things verða framlag Íslendinga í Eurovison í maí næstkomandi. 29. febrúar 2020 22:23
Sænskir áhrifavaldar að missa sig yfir Daða Svo virðist sem sænskir áhrifavaldar séu hreinlega að missa sig yfir lagi Daða Freys og Gagnamagninu í Söngvakeppninni og má það rekja til áhuga Söru Linderholm á bandinu. 26. febrúar 2020 11:30