Sportpakkinn: Zidane sagðist vera með dásamlegt lið eftir sigurinn á Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2020 15:30 Strákarnir hans Zinédines Zidane eru með eins stigs forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn í El Clásico. vísir/getty Zinédine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagðist vera með dásámlegt lið eftir sigurinn á Barcelona, 2-0, í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir El Clásico. Barcelona var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik á Santiago Bernabéu í gær og Real Madrid gat þakkað markverðinum Thibaut Courtois fyrir að staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik stigu heimamenn á bensíngjöfina og náðu yfirhöndinni. Þeir fengu nokkur ákjósanleg færi áður en Vinícius Júnior kom þeim yfir á 71. mínútu með sínu fjórða marki á tímabilinu. Í uppbótartíma gulltryggði Mariano Díaz svo sigur Real Madrid þegar hann skoraði mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var fyrsti deildarleikur hans á tímabilinu. Með sigrinum komst Real Madrid upp fyrir Barcelona á topp spænsku deildarinnar. Einu stigi munar á liðunum. Zidane var ánægður með hvernig sínir menn svöruðu fyrir sig eftir tapið fyrir Manchester City í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn var. „Þetta hefur verið erfitt en við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik. Það sýnir að leikmennirnir eru einbeittir. Stundum verðuðu að sætta þig við að það koma erfiðir leikir. Við spiluðum vel í 78 mínútur gegn City en töpuðum,“ sagði Zidane. „Í leiknum í dag [í gær] lékum við vel frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við verðum að halda áfram að gera það sem við trúum á. Þetta verður erfitt, það er ljóst, en ég er með dásámlegt lið. Ég er með bestu leikmennina og við verðum að sýna það hverjum einasta leik sem við spilum.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Real Madrid vann El Clásico Sportpakkinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45 Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30 Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30 Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu Cristiano Ronaldo mætti í gær í fyrsta sinn á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf herbúðir Real Madrid. 2. mars 2020 14:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Zinédine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagðist vera með dásámlegt lið eftir sigurinn á Barcelona, 2-0, í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir El Clásico. Barcelona var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik á Santiago Bernabéu í gær og Real Madrid gat þakkað markverðinum Thibaut Courtois fyrir að staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik stigu heimamenn á bensíngjöfina og náðu yfirhöndinni. Þeir fengu nokkur ákjósanleg færi áður en Vinícius Júnior kom þeim yfir á 71. mínútu með sínu fjórða marki á tímabilinu. Í uppbótartíma gulltryggði Mariano Díaz svo sigur Real Madrid þegar hann skoraði mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var fyrsti deildarleikur hans á tímabilinu. Með sigrinum komst Real Madrid upp fyrir Barcelona á topp spænsku deildarinnar. Einu stigi munar á liðunum. Zidane var ánægður með hvernig sínir menn svöruðu fyrir sig eftir tapið fyrir Manchester City í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn var. „Þetta hefur verið erfitt en við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik. Það sýnir að leikmennirnir eru einbeittir. Stundum verðuðu að sætta þig við að það koma erfiðir leikir. Við spiluðum vel í 78 mínútur gegn City en töpuðum,“ sagði Zidane. „Í leiknum í dag [í gær] lékum við vel frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við verðum að halda áfram að gera það sem við trúum á. Þetta verður erfitt, það er ljóst, en ég er með dásámlegt lið. Ég er með bestu leikmennina og við verðum að sýna það hverjum einasta leik sem við spilum.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Real Madrid vann El Clásico
Sportpakkinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45 Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30 Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30 Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu Cristiano Ronaldo mætti í gær í fyrsta sinn á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf herbúðir Real Madrid. 2. mars 2020 14:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45
Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30
Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30
Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu Cristiano Ronaldo mætti í gær í fyrsta sinn á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf herbúðir Real Madrid. 2. mars 2020 14:00