Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:30 Netflix segist ekki vilja tjá sig um slúður og getgátur í sambandi við tengsl Daða Freys og Netflixmyndarinnar Eurovision. getty/chesnot/skjáskot Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrell um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. „Við munum ekki tjá okkur um slúður eða getgátur,“ stóð í svari streymisveitunnar við tísti @jrawson. Sá birti í gær mynd af meintu skjali frá Netflix þar sem fram kemur markaðsáætlun fyrir kvikmyndina Eurovision sem grínistinn Will Ferrell skrifaði og leikur í. Taka skal þó fram að textinn í skjalinu er þannig upp settur að hann virðist vera vangaveltur og frekar grín „samsæriskenningasmiðsins“ frekar en nokkuð annað. Við deilinguna skrifar hann: „Einhver frá @netflix lak þessu. Þetta er risastórt. Útskýrir allt.“ We will not comment on rumour or speculation. https://t.co/z8PVWtfnWd— Netflix UK & Ireland (@NetflixUK) March 3, 2020 Skjalið er merkt Netflix og kvikmyndinni Eurovision og kemur fram þar að þetta sé markaðsáætlun fyrir myndina. Þá virðist stimpill í hægra horni sem á stendur að skjalið sé trúnaðargögn. „29. febrúar 2020 – Tryggja að Daði verði fyrir tækniörðugleikum í íslensku lokakeppninni, sem tryggir honum vorkunnaratkvæði og að lokum sigur,“ stendur í skjalinu. Fyrsta skrefið í þessari „áætlun“ á þó að hafa verið tekið árið 2014 með stofnun Twitter-aðgangsins @robholley og á tilgangur þess að hafa verið sá að fjalla um Eurovision fyrir nokkra stóra miðla í nokkur ár áður en hann deildi myndbandi af lagi Daða. Þá hafi næsta skref í þessari áætlun verið að fá Russell Crowe, Rylan Clark-Neal og Robert Peston til að deila laginu í skiptum fyrir eigin Netflix seríur. Aðrir áætlunarliðir eru meðal annars að fá Gretu Thunberg til að dansa dansinn við Think About Things á blaðamannafundi hjá Sameinuðu þjóðunum ásamt Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Jimmy Carter, stjórnmálamanni, og að Meghan Markle og Harry Bretaprins skyldu tilkynna að þau ættu von á öðrum dreng og hann skyldi nefndur Daði. Þetta á, samkvæmt plagginu, að vera auglýsingaherferðin fyrir Eurovision kvikmyndina. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Tengdar fréttir Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33 Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 2. mars 2020 12:00 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54 Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrell um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. „Við munum ekki tjá okkur um slúður eða getgátur,“ stóð í svari streymisveitunnar við tísti @jrawson. Sá birti í gær mynd af meintu skjali frá Netflix þar sem fram kemur markaðsáætlun fyrir kvikmyndina Eurovision sem grínistinn Will Ferrell skrifaði og leikur í. Taka skal þó fram að textinn í skjalinu er þannig upp settur að hann virðist vera vangaveltur og frekar grín „samsæriskenningasmiðsins“ frekar en nokkuð annað. Við deilinguna skrifar hann: „Einhver frá @netflix lak þessu. Þetta er risastórt. Útskýrir allt.“ We will not comment on rumour or speculation. https://t.co/z8PVWtfnWd— Netflix UK & Ireland (@NetflixUK) March 3, 2020 Skjalið er merkt Netflix og kvikmyndinni Eurovision og kemur fram þar að þetta sé markaðsáætlun fyrir myndina. Þá virðist stimpill í hægra horni sem á stendur að skjalið sé trúnaðargögn. „29. febrúar 2020 – Tryggja að Daði verði fyrir tækniörðugleikum í íslensku lokakeppninni, sem tryggir honum vorkunnaratkvæði og að lokum sigur,“ stendur í skjalinu. Fyrsta skrefið í þessari „áætlun“ á þó að hafa verið tekið árið 2014 með stofnun Twitter-aðgangsins @robholley og á tilgangur þess að hafa verið sá að fjalla um Eurovision fyrir nokkra stóra miðla í nokkur ár áður en hann deildi myndbandi af lagi Daða. Þá hafi næsta skref í þessari áætlun verið að fá Russell Crowe, Rylan Clark-Neal og Robert Peston til að deila laginu í skiptum fyrir eigin Netflix seríur. Aðrir áætlunarliðir eru meðal annars að fá Gretu Thunberg til að dansa dansinn við Think About Things á blaðamannafundi hjá Sameinuðu þjóðunum ásamt Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Jimmy Carter, stjórnmálamanni, og að Meghan Markle og Harry Bretaprins skyldu tilkynna að þau ættu von á öðrum dreng og hann skyldi nefndur Daði. Þetta á, samkvæmt plagginu, að vera auglýsingaherferðin fyrir Eurovision kvikmyndina.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Tengdar fréttir Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33 Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 2. mars 2020 12:00 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54 Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33
Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 2. mars 2020 12:00
Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54