Rúmenar dóu ekki ráðalausir | Verða víða um Laugardalsvöll Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2020 07:00 Rúmenskir stuðningsmenn ætla að láta vel í sér heyra á Laugardalsvelli 26. mars. vísir/getty Þeir 500 miðar sem að rúmenska knattspyrnusambandið fékk til sölu á leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu á Laugardalsvelli seldust fljótt upp. Hins vegar má búast við talsvert fleiri en 500 Rúmenum á leiknum. Laugardalsvöllur tekur um 9.800 manns í sæti og ljóst að íslenskir stuðningsmenn verða í miklum meirihluta. En líkt og á Íslandi er mikill áhugi á meðal Rúmena á að sjá nýjar vonarstjörnur þjóðarinnar berjast um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í sumar. Á rúmenska vefmiðlinum Gazeta Sporturilor er fjallað um áhuga Rúmena og þar segir að í Facebook-hópi Rúmena sem búsettir séu á Íslandi hafi skapast umræða um leikinn, og menn verið á tánum þegar KSÍ opnaði fyrir sölu miða á dögunum. Þeir sem náðu í miða á leikinn voru hvattir til að láta vita af sér og náðu ýmsir 4 eða 6 miðum og sumir jafnvel 8. Einn hafði tryggt sér miða án þess að komast á leikinn og kvaðst reiðubúinn að gefa þá til dyggra stuðningsmanna. Samkvæmt frétt Gazeta Sporturilor vonast Rúmenar til að fylla í yfir 1.000 sæti á Laugardalsvelli, en ljóst er að 500 þeirra yrðu þá á víð og dreif, innan um íslenska stuðningsmenn. Þau 500 sæti sem rúmenska knattspyrnusambandið fékk eru væntanlega öll á sama stað, í nyrsta enda minni stúkunnar á Laugardalsvelli.Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Uppselt á leikinn gegn Rúmeníu Búið er að selja alla miða á umspilsleikinn gegn Rúmeníu sem fer fram í lok þessa mánaðar. 2. mars 2020 16:35 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Þeir 500 miðar sem að rúmenska knattspyrnusambandið fékk til sölu á leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu á Laugardalsvelli seldust fljótt upp. Hins vegar má búast við talsvert fleiri en 500 Rúmenum á leiknum. Laugardalsvöllur tekur um 9.800 manns í sæti og ljóst að íslenskir stuðningsmenn verða í miklum meirihluta. En líkt og á Íslandi er mikill áhugi á meðal Rúmena á að sjá nýjar vonarstjörnur þjóðarinnar berjast um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í sumar. Á rúmenska vefmiðlinum Gazeta Sporturilor er fjallað um áhuga Rúmena og þar segir að í Facebook-hópi Rúmena sem búsettir séu á Íslandi hafi skapast umræða um leikinn, og menn verið á tánum þegar KSÍ opnaði fyrir sölu miða á dögunum. Þeir sem náðu í miða á leikinn voru hvattir til að láta vita af sér og náðu ýmsir 4 eða 6 miðum og sumir jafnvel 8. Einn hafði tryggt sér miða án þess að komast á leikinn og kvaðst reiðubúinn að gefa þá til dyggra stuðningsmanna. Samkvæmt frétt Gazeta Sporturilor vonast Rúmenar til að fylla í yfir 1.000 sæti á Laugardalsvelli, en ljóst er að 500 þeirra yrðu þá á víð og dreif, innan um íslenska stuðningsmenn. Þau 500 sæti sem rúmenska knattspyrnusambandið fékk eru væntanlega öll á sama stað, í nyrsta enda minni stúkunnar á Laugardalsvelli.Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Uppselt á leikinn gegn Rúmeníu Búið er að selja alla miða á umspilsleikinn gegn Rúmeníu sem fer fram í lok þessa mánaðar. 2. mars 2020 16:35 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Uppselt á leikinn gegn Rúmeníu Búið er að selja alla miða á umspilsleikinn gegn Rúmeníu sem fer fram í lok þessa mánaðar. 2. mars 2020 16:35
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00