Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. 79-87 Valur | Þórsarar þurfa á kraftaverki að halda í lokaumferðunum Arnar Geir Halldórsson skrifar 6. mars 2020 20:30 Pavel Ermolinskij. Vísir/Vilhelm Þór fékk Val í heimsókn í 20.umferð Dominos deildar karla í körfubolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í leik þar sem mikið var undir þar sem þessi lið eru að berjast fyrir lífi sínu í deild þeirra bestu. Leikurinn fór afar rólega af stað. Spurning hvort spennustigið hafi haft slævandi áhrif á leikmenn liðanna en Valsmenn höfðu frumkvæðið framan af og leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 19-20. Aðeins lifnaði yfir leiknum í öðrum leikhluta. Valsarar byrjuðu af krafti og náðu mest átta stiga forystu um miðbik annars leikhluta. Þá tóku heimamenn við sér og náðu góðu áhlaupi sem skilaði þeim forystunni fljótt. Þórsarar leiddu með tveimur stigum í leikhléi, 41-39. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur og komust fljótt níu stigum yfir. Um miðbik þriðja leikhluta féll hins vegar allt í baklás hjá Þórsurum og það færðu Valsarar sér í nyt. Þór skoraði ekki eitt stig á rúmlega fimm mínútna kafla í þriðja leikhluta á meðan Valsarar unnu sig inn í leikinn og gott betur en það. Höfðu gestirnir tíu stiga forystu að þriðja leikhluta loknum. Ótrúlegar sveiflur. Í fjórða og síðasta leikhlutanum tókst heimamönnum ekki að brúa bilið þrátt fyrir tvö góð áhlaup sem áttu það þó sameiginlegt að þeim lauk með þriggja stiga körfu Frank Aaron Booker í liði Vals. Lokatölur 79-87 fyrir Hlíðarendapilta og er ljóst að það þarf allt að falla með Þórsurum í síðustu tveimur umferðum deildarinnar til að þeir verði enn á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.Afhverju vann Valur? Það var slen yfir heimamönnum í upphafi leiks og það kann ekki góðri lukku að stýra í leik þar sem allt er undir líkt og raunin var í kvöld. Valsmenn hins vegar mættu vel stemmdir. Frekar öfugsnúið þar sem Þórsarar hafa verið þekktir fyrir mikinn baráttuanda í vetur á meðan almennt stemningsleysi hefur ríkt að Hlíðarenda. Þá átti Frank Aaron Booker líklega sinn besta leik í Valstreyjunni og hann slökkti í öllum áhlaupum Þórsara með þriggja stiga körfum héðan og þaðan af vellinum. Bestu menn vallarinsÁðurnefndur Frank Aaron Booker skilaði 30 stigum á töfluna og var 8/14 í þriggja stiga skotum. Naor Sharabani og Finnur Atli Magnússon áttu góða spretti í liði Vals. Pablo Hernandez var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig og líklega sá eini í liði Þórs sem getur verið þokkalega sáttur við sína frammistöðu.Hvað er næst? Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Grindavík en Valsmenn eru á leið í erkifjendaslag við KR.Ágúst: Aron einbeittari en oft áður„Gríðarlega sáttur með sigurinn. Ég var ánægður með frammistöðuna hjá mörgum mönnum í kvöld þó leikurinn hafi verið kaflaskiptur. Sem betur fer voru okkar góðu kaflar lengri en þeirra,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, í leikslok. „Við bjuggumst við hörkuleik og við ætluðum okkar að gera hluti sem gengu ekki alveg upp til að byrja með en það gekk betur þegar leið á síðari hálfleikinn með því að sækja meira á körfuna og þá opnaðist enn betur fyrir skotin,“ segir Ágúst. Frank Aaron Booker var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og Ágúst kvaðst hafa séð mun á einbeitingu kappans í kvöld frá fyrri verkefnum. „Aron var mjög flottur í þessum leik. Hann byrjaði ekki vel en svo gekk þetta betur og hann var einbeittari en oft áður í vetur.“Lárus: Við misstum móðinnLárus Jónssonvísir/bára„Mér fannst þetta ekkert slæmur leikur hjá okkur og þetta Valslið er með mikil gæði. Það var flumbrugangur á okkur í byrjun þar sem við vorum mikið að tapa boltanum en það mátti kannski búast við því með þessu háa spennustigi,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs í leikslok. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög sterkt en þessar fimm mínútur í lok þriðja leikhluta fóru með leikinn fyrir okkur.“ Líklega rétt metið hjá Lárusi en hvað útskýrir þennan slæma kafla Þórsara? „Við náðum góðri forystu en Booker náði stórum þrist fyrir Val sem kom þeim inn í leikinn. Það er erfitt að útskýra hvað gerist svo. Við misstum bara móðinn.“ Þór þarf að vinna Grindavík og KR í síðustu tveimur umferðum deildarinnar og um leið treysta á að Valur og Þór Þorlákshöfn tapi sínum leikjum. „Við eigum innbyrðis á Val og við einblínum bara á næsta leik sem er á móti Grindavík hér heima. Við þurfum bara að vinna hann og ef við gerum það þá þurfum við að vinna KR. Þannig lítur þetta út,“ segir Lárus. Dominos-deild karla
Þór fékk Val í heimsókn í 20.umferð Dominos deildar karla í körfubolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í leik þar sem mikið var undir þar sem þessi lið eru að berjast fyrir lífi sínu í deild þeirra bestu. Leikurinn fór afar rólega af stað. Spurning hvort spennustigið hafi haft slævandi áhrif á leikmenn liðanna en Valsmenn höfðu frumkvæðið framan af og leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 19-20. Aðeins lifnaði yfir leiknum í öðrum leikhluta. Valsarar byrjuðu af krafti og náðu mest átta stiga forystu um miðbik annars leikhluta. Þá tóku heimamenn við sér og náðu góðu áhlaupi sem skilaði þeim forystunni fljótt. Þórsarar leiddu með tveimur stigum í leikhléi, 41-39. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur og komust fljótt níu stigum yfir. Um miðbik þriðja leikhluta féll hins vegar allt í baklás hjá Þórsurum og það færðu Valsarar sér í nyt. Þór skoraði ekki eitt stig á rúmlega fimm mínútna kafla í þriðja leikhluta á meðan Valsarar unnu sig inn í leikinn og gott betur en það. Höfðu gestirnir tíu stiga forystu að þriðja leikhluta loknum. Ótrúlegar sveiflur. Í fjórða og síðasta leikhlutanum tókst heimamönnum ekki að brúa bilið þrátt fyrir tvö góð áhlaup sem áttu það þó sameiginlegt að þeim lauk með þriggja stiga körfu Frank Aaron Booker í liði Vals. Lokatölur 79-87 fyrir Hlíðarendapilta og er ljóst að það þarf allt að falla með Þórsurum í síðustu tveimur umferðum deildarinnar til að þeir verði enn á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.Afhverju vann Valur? Það var slen yfir heimamönnum í upphafi leiks og það kann ekki góðri lukku að stýra í leik þar sem allt er undir líkt og raunin var í kvöld. Valsmenn hins vegar mættu vel stemmdir. Frekar öfugsnúið þar sem Þórsarar hafa verið þekktir fyrir mikinn baráttuanda í vetur á meðan almennt stemningsleysi hefur ríkt að Hlíðarenda. Þá átti Frank Aaron Booker líklega sinn besta leik í Valstreyjunni og hann slökkti í öllum áhlaupum Þórsara með þriggja stiga körfum héðan og þaðan af vellinum. Bestu menn vallarinsÁðurnefndur Frank Aaron Booker skilaði 30 stigum á töfluna og var 8/14 í þriggja stiga skotum. Naor Sharabani og Finnur Atli Magnússon áttu góða spretti í liði Vals. Pablo Hernandez var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig og líklega sá eini í liði Þórs sem getur verið þokkalega sáttur við sína frammistöðu.Hvað er næst? Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Grindavík en Valsmenn eru á leið í erkifjendaslag við KR.Ágúst: Aron einbeittari en oft áður„Gríðarlega sáttur með sigurinn. Ég var ánægður með frammistöðuna hjá mörgum mönnum í kvöld þó leikurinn hafi verið kaflaskiptur. Sem betur fer voru okkar góðu kaflar lengri en þeirra,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, í leikslok. „Við bjuggumst við hörkuleik og við ætluðum okkar að gera hluti sem gengu ekki alveg upp til að byrja með en það gekk betur þegar leið á síðari hálfleikinn með því að sækja meira á körfuna og þá opnaðist enn betur fyrir skotin,“ segir Ágúst. Frank Aaron Booker var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og Ágúst kvaðst hafa séð mun á einbeitingu kappans í kvöld frá fyrri verkefnum. „Aron var mjög flottur í þessum leik. Hann byrjaði ekki vel en svo gekk þetta betur og hann var einbeittari en oft áður í vetur.“Lárus: Við misstum móðinnLárus Jónssonvísir/bára„Mér fannst þetta ekkert slæmur leikur hjá okkur og þetta Valslið er með mikil gæði. Það var flumbrugangur á okkur í byrjun þar sem við vorum mikið að tapa boltanum en það mátti kannski búast við því með þessu háa spennustigi,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs í leikslok. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög sterkt en þessar fimm mínútur í lok þriðja leikhluta fóru með leikinn fyrir okkur.“ Líklega rétt metið hjá Lárusi en hvað útskýrir þennan slæma kafla Þórsara? „Við náðum góðri forystu en Booker náði stórum þrist fyrir Val sem kom þeim inn í leikinn. Það er erfitt að útskýra hvað gerist svo. Við misstum bara móðinn.“ Þór þarf að vinna Grindavík og KR í síðustu tveimur umferðum deildarinnar og um leið treysta á að Valur og Þór Þorlákshöfn tapi sínum leikjum. „Við eigum innbyrðis á Val og við einblínum bara á næsta leik sem er á móti Grindavík hér heima. Við þurfum bara að vinna hann og ef við gerum það þá þurfum við að vinna KR. Þannig lítur þetta út,“ segir Lárus.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti