Messi sá um Real Sociedad

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Það snýst allt um Messi hjá Barcelona.
Það snýst allt um Messi hjá Barcelona. vísir/getty

Barcelona fékk Real Sociedad í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og þurfti nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni við Real Madrid um efsta sæti deildarinnar.

Það var ekki mikill glans yfir spilamennsku Börsunga í kvöld og fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 80.mínútu þegar Lionel Messi skoraði af vítapunktinum. 

Gestirnir gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna metin og fóru með marga menn fram á lokamínútunum. Það fór ekki betur en svo að heimamenn fengu skyndisókn á síðustu mínútu uppbótartímans sem endaði með því að Jordi Alba rúllaði boltanum í autt markið eftir undirbúning Messi og Ansu Fati. Markið hins vegar dæmt af eftir nánari skoðun vegna rangstöðu.

Vítaspyrna Messi því það sem skildi liðin að.

Barcelona hefur tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Real Madrid á leik til góða á morgun þegar Madridingar heimsækja Real Betis.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira