Háar fjárhæðir eru í húfi fyrir íslenska knattspyrnu í EM-umspilinu sem karlalandsliðið er á leið í undir lok mánaðarins.
KSÍ hefur kappkostað að gera Laugardalsvöll leikhæfan fyrir leikinn mikilvæga við Rúmeníu 26. mars og kostnaðurinn við það gæti numið allt að 70 milljónum króna. Í rekstraráætlun KSÍ er gert ráð fyrir að 64 milljónir fari í verkefnið. Takist Íslandi að vinna Rúmeníu, og svo Búlgaríu eða Ungverjaland á útivelli 31. mars, kemst liðið hins vegar á EM og þá fær KSÍ margfalt hærri upphæð frá UEFA.
Þjóðir sem komast á EM fá nefnilega 9,25 milljónir evra í verðlaun frá UEFA. Það er meira en 1.300 milljónir króna.
Ísland færi í afar erfiðan riðil næði liðið á EM, með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Þjóðverjum sem spila á heimavelli. Næði liðið í jafntefli eða sigur á mótinu fengi það einnig verðlaun fyrir það, og hafa upphæðirnar hækkað frá því á EM 2016 þegar Ísland komst í 8-liða úrslitin.
Fyrir sigur í riðlakeppninni fæst 1,5 milljón evra, og fyrir jafntefli fást 750.000 evrur. Lið sem komast í 16-liða úrslit fá 2 milljónir evra til viðbótar. Þau lið sem komast í 8-liða úrslit fá svo 3,25 milljónir evra fyrir það, og 5 milljónir evra í viðbót fást fyrir að komast í undanúrslit.
Silfurlið EM fær 7 milljónir evra til viðbótar við þær 24 sem liðið mun hafa tryggt sér, og Evrópumeistararnir fá samtals 34 milljónir evra fyrir sinn árangur, eða hátt í 5 milljarða króna.
KSÍ og aðildarfélög sambandsins hafa svo sannarlega notið góðs af árangri karlalandsliðsins síðustu ár, með verðlaunafénu sem það fékk í gegnum HM 2018 og EM 2016. Á síðasta ári tapaði KSÍ hins vegar 50 milljónum króna, eftir að hafa deilt 120 milljónum á milli aðildarfélaga sinna, og samkvæmt rekstraráætlun er gert ráð fyrir 65 milljóna króna tapi í ár. Sú áætlun gerir hins vegar ekki ráð fyrir því að Ísland komist á EM.
19 dagar í Rúmeníuleikinn: Yfir 1.300 milljónir króna í húfi

Tengdar fréttir

22 dagar í Rúmeníuleikinn: Formaður KSÍ skoraði sjálfsmark síðast þegar Rúmenar komu í Laugardalinn
Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, var fyrirliði íslenska landsliðsins, þegar Rúmenar mættu síðast í Laugardalinn fyrir að verða 24 árum síðan.

23 dagar í Rúmeníuleik: Ísland gæti endað í riðli með Englandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni
Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni.

Hitapulsan blásin upp | „Sé enga ástæðu til að þetta klikki“
Í dag var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll til að losa um frost og kulda á grasi vallarins, sem verið hefur snævi þakinn síðustu vikur. Það er mikilvægur liður í að gera völlinn kláran fyrir stórleik Íslands og Rúmeníu 26. mars í umspili um sæti á EM karla.

25 dagar í Rúmeníuleikinn: Mikill munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu.

27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára
Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum.

29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins
Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag.

Tap KSÍ nam 50 milljónum og 65 milljóna tap áætlað í ár
Knattspyrnusamband Íslands tapaði 50 milljónum króna á árinu 2019 þrátt fyrir að rekstrartekjur væru 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna
Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga.

20 dagar í Rúmeníuleikinn: Sumir leikmenn Rúmena gætu farið bæði á EM og ÓL í sumar
Rúmenska 21 árs landsliðið komst í undanúrslit á EM 2019 og tryggði sér um leið sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Þetta gæti orðið mjög stórt sumar fyrir rúmenska knattspyrnu ef þeir komast bæði á EM og á Ólympíuleika.

26 dagar í Rúmeníuleikinn: Sagan segir að Laugardalsvöllur verði klár
Aðeins tvisvar á síðustu 20 árum hefur verið alhvít jörð í Laugardal þann 26. mars. Með það að leiðarljósi ætti leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 ekki að vera í hættu en veðurguðirnir eru eins og við öll vitum óútreiknanlegir.

24 dagar í Rúmeníuleikinn: Gylfi hefur ekki skorað síðan að hann lék síðast með Íslandi fyrir 106 dögum
Gylfi Þór Sigurðsson var nálægt því að enda langa bið eftir marki á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni en boltinn vildi ekki inn. Síðasta mark Gylfa kom í leik með íslenska landsliðinu 17. nóvember síðastliðinn.