Körfuboltakonan Sara Rún Hinriksdóttir var á sínum stað í liði Leicester Riders í dag þegar liðið heimsótti Cardiff Archers í ensku úrvalsdeildinni í körfubolta.
Snemma var ljóst í hvað stefndi því Sara og stöllur hennar leiddu 12-29 eftir fyrsta leikhluta.
Fór að lokum svo að Leicester Riders vann öruggan 23 stiga sigur, 61-84.
Sara Rún var besti maður vallarins; var stigahæst í liði Leicester með 22 stig auk þess að rífa niður 11 fráköst og gefa 4 stoðsendingar.
Sara Rún allt í öllu í stórsigri
