Martin Hermannsson átti frábæran leik fyrir Alba Berlin í dag þegar liðið mætti Hakro Merlins í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í toppbaráttuslag en þessi lið eru í 3. og 4.sæti deildarinnar.
Mikið jafnræði var með liðunum en Alba Berlin leiddi með fjórum stigum í hálfleik.
Í fjórða leikhluta sigu heimamenn í Hakro Merlins hins vegar fram úr og unnu að lokum níu stiga sigur, 91-82.
Martin var stigahæsti leikmaður vallarins með 22 stig og gaf einnig 9 stoðsendingar.
