Sportpakkinn: „Vonumst eftir því að á einhverjum tímapunkti muni dúkurinn fara niður“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. mars 2020 19:00 Sautján dagar eru þangað til að Íslands og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli en hitadúkur var lagður á völlinn á föstudag. Guðjón Guðmundsson var á Laugardalsvellinum í dag og ræddi þar við Kristinn Jóhansson, vallarstjóra, um ástandið á vellinum. „Við vorum mjög ánægðir með helgina. Við sáum hækkandi hitatölur í bæði jarðvegi og lofthitanum yfir vellinum. Við vorum ánægðar með þessar tölur og mér sýnist þetta vera í rétta átt,“ sagði Kristinn. „Við eyddum síðustu viku, með hjálp fullt af sjálfboðaliðum og starfsfólki, að taka snjóinn af og koma dúkknum á. Það var aðalatriðið þá og nú inn á milli erum við í öðrum verkefnum.“ „Við þurfum að taka snjóinn af hlaupabrautinni og vinna í öðrum verkefnum innan dyra og vinna í öðrum litlum verkefnum.“ Hann segir að mörg verkefni séu framundan hjá starfsmönnum vallarins. „Við þurfum aðeins að vinna í vellinum sjálfum. Það þarf að spreyja hann og valta hann. Við vonumst eftir því að á einhverjum tímapunkti muni dúkurinn fara niður en þá þarf að vera hlýtt úti.“ Veðrið er mikill áhrifavaldur í því hvort að dúkurinn geti farið niður eða ekki og þetta hafði Kristinn að segja um komandi veðurspár: „Birkir Sveinsson sagði mér í morgun að vorið kæmi 20. mars. Hann hafi heyrt það einhversstaðar og ég treysti því sem Birkir segir,“ sagði Kristinn í glettnum tón en Birkir er mótastjóri KSÍ. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Sautján dagar eru þangað til að Íslands og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli en hitadúkur var lagður á völlinn á föstudag. Guðjón Guðmundsson var á Laugardalsvellinum í dag og ræddi þar við Kristinn Jóhansson, vallarstjóra, um ástandið á vellinum. „Við vorum mjög ánægðir með helgina. Við sáum hækkandi hitatölur í bæði jarðvegi og lofthitanum yfir vellinum. Við vorum ánægðar með þessar tölur og mér sýnist þetta vera í rétta átt,“ sagði Kristinn. „Við eyddum síðustu viku, með hjálp fullt af sjálfboðaliðum og starfsfólki, að taka snjóinn af og koma dúkknum á. Það var aðalatriðið þá og nú inn á milli erum við í öðrum verkefnum.“ „Við þurfum að taka snjóinn af hlaupabrautinni og vinna í öðrum verkefnum innan dyra og vinna í öðrum litlum verkefnum.“ Hann segir að mörg verkefni séu framundan hjá starfsmönnum vallarins. „Við þurfum aðeins að vinna í vellinum sjálfum. Það þarf að spreyja hann og valta hann. Við vonumst eftir því að á einhverjum tímapunkti muni dúkurinn fara niður en þá þarf að vera hlýtt úti.“ Veðrið er mikill áhrifavaldur í því hvort að dúkurinn geti farið niður eða ekki og þetta hafði Kristinn að segja um komandi veðurspár: „Birkir Sveinsson sagði mér í morgun að vorið kæmi 20. mars. Hann hafi heyrt það einhversstaðar og ég treysti því sem Birkir segir,“ sagði Kristinn í glettnum tón en Birkir er mótastjóri KSÍ. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira