Klökkur og með gæsahúð eftir fyrstu hlustun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:00 Söngvarinn Arnar Dór Hannesson gaf í dag út lagið Ég trúi því með hljómsveit sinni Draumar. Hann segist vera gömul sál og að ballöðurnar séu hans heimavöllur. Aðsend mynd „Lagið fjallar um ást, söknuð og von. Um einhvern sem saknar einhvers sem hann elskar en er fjarri, en á fullvissu um að sameinast á ný,“ segir Arnar Dór Hannesson um lagið Ég trúi því, sem hann gaf út í dag með hljómsveit sinni Draumar. Pétur Erlendsson, gítarleikarinn í hljómsveitinni, samdi bæði lag og texta. „Það var á ósköp saklausu sunnudagskvöldi, fyrir um tveimur mánuðum, sem Pétur sendi okkur lagið. Ég var lagstur upp í rúm og allir sofnaðir heima. Ég var svo spenntur þannig að ég fór niður að hlusta, til að vekja ekki neinn. Svo sat ég bara einn með gæsahúð inni á skrifstofu, á náttfötunum, hálf klökkur og snortinn yfir þessu gullfallega lagi og texta. Ég fann það bara strax að þetta var eitthvað sérstakt. Lagið kom bara til hans eins og köllun. Bakgrunnur okkar allra í hljómsveitinni er popp og gospel, þannig að það hafði áhrif við vinnslu lagsins.“ Sjálfur er Arnar mjög hrifin af ballöðum sem þessum. „Ég er mjög gömul sál og þegar ég var unglingur og vinir mínir voru að hlusta á þungarokk, þá var ég að hlusta á Villa Vill og Hauk Morthens. Ballöður hafa alltaf snert einhvern streng hjá mér. Þar er líka minn heimavöllur í söng.“ Gott að hafa annað starf Arnar er rafvirki og hans aðalvinna er við eigið fyrirtæki, sem hefur komið sér vel í þessum faraldri. „Þannig að ég er sem betur fer ekki í eins slæmri stöðu og flestir kollega minna í tónlistinni. Það lamaðist aðeins í iðnaðarbransanum í þessar fimm vikur í mars og apríl, þegar helstu lokanirnar voru, en ég fann sem betur fer alltaf eitthvað að gera.“ Hann segir að þetta tímabil hafi kennt honum mikið. „Lífið er núna, lifðu því. Og að hafa von um að þú munir ráða út úr hlutunum þó að þeir sé erfiðir.“ Hljómsveitin Draumar er strax byrjuð að vinna að næstu lögum. Arnar Dór sér um sönginn, lagahöfundurinn Pétur spilar á gítar og sér um raddir og útsetningar en auk þeirra skipa hljómsveitina Jón Borgar Loftsson á trommur, Páll E. Pálsson á bassa og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson á hljómborð en hann sér einnig um útsetningar og upptökur. Lagið Ég trúi því er komið á Spotify og er einnig komið textamyndband við það á Youtube. Aðrir sem komu að laginu með hljómsveitinni voru Alma Rut, Svenni Björgvins, Ásmundur Jóhannsson og Birgir Jóhann Birgisson. Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
„Lagið fjallar um ást, söknuð og von. Um einhvern sem saknar einhvers sem hann elskar en er fjarri, en á fullvissu um að sameinast á ný,“ segir Arnar Dór Hannesson um lagið Ég trúi því, sem hann gaf út í dag með hljómsveit sinni Draumar. Pétur Erlendsson, gítarleikarinn í hljómsveitinni, samdi bæði lag og texta. „Það var á ósköp saklausu sunnudagskvöldi, fyrir um tveimur mánuðum, sem Pétur sendi okkur lagið. Ég var lagstur upp í rúm og allir sofnaðir heima. Ég var svo spenntur þannig að ég fór niður að hlusta, til að vekja ekki neinn. Svo sat ég bara einn með gæsahúð inni á skrifstofu, á náttfötunum, hálf klökkur og snortinn yfir þessu gullfallega lagi og texta. Ég fann það bara strax að þetta var eitthvað sérstakt. Lagið kom bara til hans eins og köllun. Bakgrunnur okkar allra í hljómsveitinni er popp og gospel, þannig að það hafði áhrif við vinnslu lagsins.“ Sjálfur er Arnar mjög hrifin af ballöðum sem þessum. „Ég er mjög gömul sál og þegar ég var unglingur og vinir mínir voru að hlusta á þungarokk, þá var ég að hlusta á Villa Vill og Hauk Morthens. Ballöður hafa alltaf snert einhvern streng hjá mér. Þar er líka minn heimavöllur í söng.“ Gott að hafa annað starf Arnar er rafvirki og hans aðalvinna er við eigið fyrirtæki, sem hefur komið sér vel í þessum faraldri. „Þannig að ég er sem betur fer ekki í eins slæmri stöðu og flestir kollega minna í tónlistinni. Það lamaðist aðeins í iðnaðarbransanum í þessar fimm vikur í mars og apríl, þegar helstu lokanirnar voru, en ég fann sem betur fer alltaf eitthvað að gera.“ Hann segir að þetta tímabil hafi kennt honum mikið. „Lífið er núna, lifðu því. Og að hafa von um að þú munir ráða út úr hlutunum þó að þeir sé erfiðir.“ Hljómsveitin Draumar er strax byrjuð að vinna að næstu lögum. Arnar Dór sér um sönginn, lagahöfundurinn Pétur spilar á gítar og sér um raddir og útsetningar en auk þeirra skipa hljómsveitina Jón Borgar Loftsson á trommur, Páll E. Pálsson á bassa og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson á hljómborð en hann sér einnig um útsetningar og upptökur. Lagið Ég trúi því er komið á Spotify og er einnig komið textamyndband við það á Youtube. Aðrir sem komu að laginu með hljómsveitinni voru Alma Rut, Svenni Björgvins, Ásmundur Jóhannsson og Birgir Jóhann Birgisson.
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira