Mikil fjölgun árása á fólk í mannúðarstörfum – 125 létust í fyrra Heimsljós 19. ágúst 2020 14:09 OCHA Í dag, á alþjóðlega mannúðardaginn, heiðrar heimurinn alla þá fjölmörgu sem sinna mannúðarmálum og telja ekki eftir sér að leggja tíma sinn og krafta af mörkum til liðsinnis við þá sem þurfa á stuðningi að halda. Í dag á þetta ekki hvað síst við um þá sem bjóða fram aðstoð sína í yfirstandandi heimsfaraldri kórónaveirunnar. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu á allsherjarþinginu árið 2009 að helga sérstakan dag ár hvert ósérhlífnu framlagi þeirra sem starfa að mannúðarmálum en 19. ágúst árið 2003 var varpað sprengjum á byggingu Sameinuðu þjóðanna í Bagdad með þeim afleiðingum að 22 létu lífið. Frá þeim tíma hafa hartnær fimm þúsund einstaklingar við mannúðarstörf ýmist týnt lífi, verið særðir eða brottnumdir. Á síðustu tíu árum hefur orðið 117 prósent fjölgun árása miðað við áratuginn á undan. Síðasta ár var það ofbeldisfyllsta í sögunni, þá var ráðist að starfsfólki í mannúðarstörfum í 483 árásum þar sem 125 létust, 234 særðust og 124 voru numdir á brott. Aukningin er 18 prósent milli ára. Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að þeir fyrstu sem gefa sig fram í mannúðarstörf eru oft á tíðum sjálfir í nauð, flóttafólk, félagar í frjálsum félagasamtökum og heilbrigðisstarfsfólk á viðkomandi svæði. Þeir komi færandi hendi með mat, veiti skjól, heilbrigðisþjónustu, vernd og von, til annarra í átökum, á flótta, í hörmungum og veikindum. Þeir hætti oft lífi sínu til að bjarga lífi annarra. Vefur alþjóðadagsins – World Humanitarian Day Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Í dag, á alþjóðlega mannúðardaginn, heiðrar heimurinn alla þá fjölmörgu sem sinna mannúðarmálum og telja ekki eftir sér að leggja tíma sinn og krafta af mörkum til liðsinnis við þá sem þurfa á stuðningi að halda. Í dag á þetta ekki hvað síst við um þá sem bjóða fram aðstoð sína í yfirstandandi heimsfaraldri kórónaveirunnar. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu á allsherjarþinginu árið 2009 að helga sérstakan dag ár hvert ósérhlífnu framlagi þeirra sem starfa að mannúðarmálum en 19. ágúst árið 2003 var varpað sprengjum á byggingu Sameinuðu þjóðanna í Bagdad með þeim afleiðingum að 22 létu lífið. Frá þeim tíma hafa hartnær fimm þúsund einstaklingar við mannúðarstörf ýmist týnt lífi, verið særðir eða brottnumdir. Á síðustu tíu árum hefur orðið 117 prósent fjölgun árása miðað við áratuginn á undan. Síðasta ár var það ofbeldisfyllsta í sögunni, þá var ráðist að starfsfólki í mannúðarstörfum í 483 árásum þar sem 125 létust, 234 særðust og 124 voru numdir á brott. Aukningin er 18 prósent milli ára. Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að þeir fyrstu sem gefa sig fram í mannúðarstörf eru oft á tíðum sjálfir í nauð, flóttafólk, félagar í frjálsum félagasamtökum og heilbrigðisstarfsfólk á viðkomandi svæði. Þeir komi færandi hendi með mat, veiti skjól, heilbrigðisþjónustu, vernd og von, til annarra í átökum, á flótta, í hörmungum og veikindum. Þeir hætti oft lífi sínu til að bjarga lífi annarra. Vefur alþjóðadagsins – World Humanitarian Day Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent