Neymar braut sóttvarnarreglur í gær og UEFA gæti sett hann í bann í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 09:00 Neymar var eini leikmaður Paris Saint Germain sem skipti um treyju eftir leik enda er það bannað. EPA-EFE/David Ramos Paris Saint Germain er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn en hugsunarleysi brasilísku stjörnunnar Neymar eftir leik gæti haft sínar afleiðingar í aðdraganda úrslitaleiksins. Neymar lék vel í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora en hann átti meðal annars tvö stangarskot. Mörk PSG skoruðu aftur á móti þeir Marquinhos, Angel Di Maria og Juan Bernat. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað um það sem fram fór strax eftir leik en Neymar skipti þá um treyju við Marcel Halstenberg hjá RB Leipzig. Bad news. https://t.co/q7AzshMunv— SPORTbible (@sportbible) August 19, 2020 Neymar hefur verið einstaklega duglegur að koma sér í vandræði utan vallar og þótt að leikaraskapurinn innan vallar sé á undanhaldi hjá honum þá er hann áfram iðinn við að búa til vesen. Samkvæmt fyrirmælum frá UEFA og út frá ströngum sóttvarnarreglum þá mega leikmenn ekki skipta um treyjur eftir leiki sína enda að taka við sveittum treyjum frá öðrum leikmanni. Refsingin ætti þá að vera einn leikur í bann og hvor leikmaður þyrfti að fara í sóttkví í tólf daga. Hvor refsing fyrir sig myndi koma í veg fyrir að Neymar geti spilað úrslitaleikinn sem er strax á sunnudaginn kemur. Reports claim Neymar could be banned for Sunday's final But UEFA's rules mean he will surely be allowed to play! #PSG #Neymar https://t.co/CQuB7u1bU1— GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 19, 2020 Neymar klæddi sig reyndar ekki í treyju Marcel Halstenberg og hefur síðan væntanlega skellt henni í þvott. Það breytir því ekki að um smithættu eru að ræða. Aðrir miðlar hafa bent á það að þessi einstaka regla hafi meira verið vinsamleg tilmæli frekar en hörð regla. Það má búast við því að UEFA þurfi að taka á þessu máli og koma því endanlega á hreint hvort þetta sé bannað og hvort að sambandið geti sett leikmenn í bann vegna svona brota. Paris Saint Germain mætir annað hvort Bayern München eða Lyon í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Paris Saint Germain er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn en hugsunarleysi brasilísku stjörnunnar Neymar eftir leik gæti haft sínar afleiðingar í aðdraganda úrslitaleiksins. Neymar lék vel í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora en hann átti meðal annars tvö stangarskot. Mörk PSG skoruðu aftur á móti þeir Marquinhos, Angel Di Maria og Juan Bernat. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað um það sem fram fór strax eftir leik en Neymar skipti þá um treyju við Marcel Halstenberg hjá RB Leipzig. Bad news. https://t.co/q7AzshMunv— SPORTbible (@sportbible) August 19, 2020 Neymar hefur verið einstaklega duglegur að koma sér í vandræði utan vallar og þótt að leikaraskapurinn innan vallar sé á undanhaldi hjá honum þá er hann áfram iðinn við að búa til vesen. Samkvæmt fyrirmælum frá UEFA og út frá ströngum sóttvarnarreglum þá mega leikmenn ekki skipta um treyjur eftir leiki sína enda að taka við sveittum treyjum frá öðrum leikmanni. Refsingin ætti þá að vera einn leikur í bann og hvor leikmaður þyrfti að fara í sóttkví í tólf daga. Hvor refsing fyrir sig myndi koma í veg fyrir að Neymar geti spilað úrslitaleikinn sem er strax á sunnudaginn kemur. Reports claim Neymar could be banned for Sunday's final But UEFA's rules mean he will surely be allowed to play! #PSG #Neymar https://t.co/CQuB7u1bU1— GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 19, 2020 Neymar klæddi sig reyndar ekki í treyju Marcel Halstenberg og hefur síðan væntanlega skellt henni í þvott. Það breytir því ekki að um smithættu eru að ræða. Aðrir miðlar hafa bent á það að þessi einstaka regla hafi meira verið vinsamleg tilmæli frekar en hörð regla. Það má búast við því að UEFA þurfi að taka á þessu máli og koma því endanlega á hreint hvort þetta sé bannað og hvort að sambandið geti sett leikmenn í bann vegna svona brota. Paris Saint Germain mætir annað hvort Bayern München eða Lyon í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira