Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 11:00 Fólk sem baktalar mikið og er í því að dreifa kjaftasögum er dæmi um fólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn. Vísir/Getty Að starfa í eitruðu andrúmslofti með neikvæðu fólki getur tekið á hvern sem er en algeng mistök stjórnenda geta falist í því að taka ekki á vanda sem þessum. Í rannsókn sem gerð var í Harvard árið 2018 sýndu niðurstöður hins vegar að það getur verið hverjum vinnustað mjög dýrkeypt ef ekki er gripið í taumana. Meðal þess sem fram kom í svörum hjá um sextíu þúsund manns sem tóku þátt í rannsókninni voru eftirfarandi niðurstöður: Þegar andrúmsloft er neikvætt fjarlægist starfsfólk vinnustað sinn og huglæg tenging þess við vinnuna minnkar Tæplega helmingur starfsmanna sögðust ósjálfrátt draga úr vinnuafköstum eða minnka viðveru ef andrúmsloft vinnustaðarins er neikvætt 38% svarenda sögðust viljandi draga úr vandvirkni við vinnu þegar andrúmsloft er neikvætt Um fjórðungur svarenda viðurkenndu að láta neikvæða andrúmsloftið á vinnustaðnum bitna á viðskiptavinum 12% svarenda sögðust hafa hætt í starfi vegna neikvæðs andrúmslofts Oft þarf aðeins einn aðila á vinnustað sem eitrar allt andrúmsloftið. Í rannsókninni var spurt um áhrif þess að hafa unnið með samstarfsfélaga sem viðkomandi upplifði á neikvæðan hátt. Í niðurstöðum komu m.a. eftirfarandi atriði fram: 80% aðspurðra sögðust upplifa kvíða yfir mögulegum dónaskap eða neikvæðri framkomu tiltekins starfsmanns 78% viðurkenndu að missa áhuga á vinnustaðnum vegna viðkomandi aðila 66% sögðu afköst sín lakari vegna viðkomandi aðila 63% höfðu komið sér undan vinnu til að forðast viðkomandi aðila. En hvaða fólk er þetta? Það fólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn eða samstarfsfólk sitt var flokkað í sex mismunandi hópa miðað við mismunandi karaktereinkenni: Samstarfsfólk sem eru meistarar í að fresta hlutunum, koma verkefnum yfir á aðra eða eru með endalausar afsakanir fyrir því að geta ekki sinnt einhverjum verkefnum Samstarfsfólk sem leggur annað fólk í einelti með endurtekinni neikvæðri hegðun og áreitni Samstarfsfólk sem baktalar og er í því að dreifa kjaftasögum Samstarfsfólk sem vill ekki eiga samneyti við aðra og sýnir með framkomu sinni og hegðun að þeir hafa ekki áhuga á liðsheildinni Tilfinningahrakið, þ.e. fólk sem segist alltaf eiga svo erfitt og talar endalaust um hvað þeim líður illa Samstarfsfólk sem veit allt og kann allt betur en aðrir. Vinnustaðurinn Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Að starfa í eitruðu andrúmslofti með neikvæðu fólki getur tekið á hvern sem er en algeng mistök stjórnenda geta falist í því að taka ekki á vanda sem þessum. Í rannsókn sem gerð var í Harvard árið 2018 sýndu niðurstöður hins vegar að það getur verið hverjum vinnustað mjög dýrkeypt ef ekki er gripið í taumana. Meðal þess sem fram kom í svörum hjá um sextíu þúsund manns sem tóku þátt í rannsókninni voru eftirfarandi niðurstöður: Þegar andrúmsloft er neikvætt fjarlægist starfsfólk vinnustað sinn og huglæg tenging þess við vinnuna minnkar Tæplega helmingur starfsmanna sögðust ósjálfrátt draga úr vinnuafköstum eða minnka viðveru ef andrúmsloft vinnustaðarins er neikvætt 38% svarenda sögðust viljandi draga úr vandvirkni við vinnu þegar andrúmsloft er neikvætt Um fjórðungur svarenda viðurkenndu að láta neikvæða andrúmsloftið á vinnustaðnum bitna á viðskiptavinum 12% svarenda sögðust hafa hætt í starfi vegna neikvæðs andrúmslofts Oft þarf aðeins einn aðila á vinnustað sem eitrar allt andrúmsloftið. Í rannsókninni var spurt um áhrif þess að hafa unnið með samstarfsfélaga sem viðkomandi upplifði á neikvæðan hátt. Í niðurstöðum komu m.a. eftirfarandi atriði fram: 80% aðspurðra sögðust upplifa kvíða yfir mögulegum dónaskap eða neikvæðri framkomu tiltekins starfsmanns 78% viðurkenndu að missa áhuga á vinnustaðnum vegna viðkomandi aðila 66% sögðu afköst sín lakari vegna viðkomandi aðila 63% höfðu komið sér undan vinnu til að forðast viðkomandi aðila. En hvaða fólk er þetta? Það fólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn eða samstarfsfólk sitt var flokkað í sex mismunandi hópa miðað við mismunandi karaktereinkenni: Samstarfsfólk sem eru meistarar í að fresta hlutunum, koma verkefnum yfir á aðra eða eru með endalausar afsakanir fyrir því að geta ekki sinnt einhverjum verkefnum Samstarfsfólk sem leggur annað fólk í einelti með endurtekinni neikvæðri hegðun og áreitni Samstarfsfólk sem baktalar og er í því að dreifa kjaftasögum Samstarfsfólk sem vill ekki eiga samneyti við aðra og sýnir með framkomu sinni og hegðun að þeir hafa ekki áhuga á liðsheildinni Tilfinningahrakið, þ.e. fólk sem segist alltaf eiga svo erfitt og talar endalaust um hvað þeim líður illa Samstarfsfólk sem veit allt og kann allt betur en aðrir.
Vinnustaðurinn Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira