40 þúsund manns ferðuðust 55 km til að styðja við bakið á Atalanta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 12:30 Stuðningsmenn Atalanta á leiknum á San Siro í gær. Getty/Marcio Machado Atalanta á nú mikla möguleika á því að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið fær mikinn stuðning þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í kringum heimaleiki félagsins. Atalanta vann 4-1 sigur á Valencia í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn fer síðan fram á Spáni í mars. Staðan er vissulega góð þrátt fyrir að liðið spili eiginlega bara útileiki í keppninni. Atalanta produce a night to remember with 4-1 defeat of Valencia https://t.co/rlgwLetsT9— Guardian sport (@guardian_sport) February 20, 2020 Atalanta spilar nefnilega ekki heimaleiki sína í Meistaradeildinni á sínum eigin leikvangi í Bergamo. Knattspyrnusamband Evrópu leyfir félaginu ekki að spila Meistaradeildarleiki á Gewiss leikvanginum í Bergamo af því hann stenst ekki kröfur sambandsins. Atalanta hefur því spilað heimaleiki sína á fyrsta tímabili sínu í Meistaradeildinni á San Siro leikvanginum í Mílanó sem er heimavöllur AC Milan og Internazionale. Atalanta’s stadium only holds 16,000 They play #UCL games at the San Siro 30 miles away. They’re based in Bergamo, a city with 122,000 people. Tonight they took 40,000 fans with them Great support #ATAVCFpic.twitter.com/xT6ADuBGT2— ShotOnGoal (@shotongoal247) February 19, 2020 San Siro er í 55 kílómetra fjarlægð frá Bergamo, heimaborg Atalanta. Það kom ekki í veg fyrir það að 40 þúsund stuðningsmenn Atalanta liðsins hafi ferðast þessa leið í gær til að styðja við bakið á sínu liði í þessum mikilvæga leik. Ástin á félagið í Bergamo hefur alltaf verið mikil en hún hefur margfaldast eftir frábært gengi liðsins á þessu tímabili. Nú hefur Atalanta örugglega eignast líka stuðningsfólk út um allan heim. “Since 2010, every infant born in Bergamo is sent a mini Atalanta replica kit” | @tomwfootball on Atalanta’s special bond with their fans— B/R Football (@brfootball) February 19, 2020 Heimavöllur Atalanta tekur „aðeins“ 21 þúsund manns og íbúafjöldinn í Bergamo er „bara“ 122 þúsund. Það hefur örugglega verið mjög gaman hjá þessum 40 þúsund Atalanta stuðningsmönnum á heimleiðinni eftir leikinn í gærkvöldi. Þeir geta farið að undirbúa það að skreppa í aðra Mílanó ferð þegar átta liða úrslitin verða spiluð. Hér fyrir neðan má sjá mörk Atalanta liðsins í leiknum í gær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira
Atalanta á nú mikla möguleika á því að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið fær mikinn stuðning þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í kringum heimaleiki félagsins. Atalanta vann 4-1 sigur á Valencia í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn fer síðan fram á Spáni í mars. Staðan er vissulega góð þrátt fyrir að liðið spili eiginlega bara útileiki í keppninni. Atalanta produce a night to remember with 4-1 defeat of Valencia https://t.co/rlgwLetsT9— Guardian sport (@guardian_sport) February 20, 2020 Atalanta spilar nefnilega ekki heimaleiki sína í Meistaradeildinni á sínum eigin leikvangi í Bergamo. Knattspyrnusamband Evrópu leyfir félaginu ekki að spila Meistaradeildarleiki á Gewiss leikvanginum í Bergamo af því hann stenst ekki kröfur sambandsins. Atalanta hefur því spilað heimaleiki sína á fyrsta tímabili sínu í Meistaradeildinni á San Siro leikvanginum í Mílanó sem er heimavöllur AC Milan og Internazionale. Atalanta’s stadium only holds 16,000 They play #UCL games at the San Siro 30 miles away. They’re based in Bergamo, a city with 122,000 people. Tonight they took 40,000 fans with them Great support #ATAVCFpic.twitter.com/xT6ADuBGT2— ShotOnGoal (@shotongoal247) February 19, 2020 San Siro er í 55 kílómetra fjarlægð frá Bergamo, heimaborg Atalanta. Það kom ekki í veg fyrir það að 40 þúsund stuðningsmenn Atalanta liðsins hafi ferðast þessa leið í gær til að styðja við bakið á sínu liði í þessum mikilvæga leik. Ástin á félagið í Bergamo hefur alltaf verið mikil en hún hefur margfaldast eftir frábært gengi liðsins á þessu tímabili. Nú hefur Atalanta örugglega eignast líka stuðningsfólk út um allan heim. “Since 2010, every infant born in Bergamo is sent a mini Atalanta replica kit” | @tomwfootball on Atalanta’s special bond with their fans— B/R Football (@brfootball) February 19, 2020 Heimavöllur Atalanta tekur „aðeins“ 21 þúsund manns og íbúafjöldinn í Bergamo er „bara“ 122 þúsund. Það hefur örugglega verið mjög gaman hjá þessum 40 þúsund Atalanta stuðningsmönnum á heimleiðinni eftir leikinn í gærkvöldi. Þeir geta farið að undirbúa það að skreppa í aðra Mílanó ferð þegar átta liða úrslitin verða spiluð. Hér fyrir neðan má sjá mörk Atalanta liðsins í leiknum í gær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira