Ýjaði að því að „gengið hefði verið fram af“ föður sem myrti fjölskyldu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 14:29 Hannah Clarke, Rowan Baxter og börn þeirra, Laianah, Aaliyah og Trey. Facebook/Hannah Clarke Lögregla í Queensland í Ástralíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ýja að því eiginkona manns, sem myrti hana og börn þeirra þrjú með hryllilegum hætti, hafi „gengið fram af“ honum og þannig knúið hann til að fremja morðið. Lögregla kveðst jafnframt hafa verið meðvituð um heimilisofbeldi af hálfu mannsins, auk þess sem skyldmenni hjónanna lýsa honum sem ofbeldismanni. Greint var frá því í gær að fjölskyldan hefði látist í eldsvoða í bíl í borginni Brisbane í gærmorgun. Strax var útlit fyrir að fjölskyldufaðirinn, fyrrverandi atvinnumaður í ruðningi að nafni Rowan Baxter, hefði framið morðið með því að hella bensíni yfir sig, konu sína og börn þeirra þrjú er þau sátu í bílnum og að því búnu borið eld að honum. Kona hans, Hannah Clarke, komst út úr bílnum en lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Börnin þrjú, Laianah, Aaliyah og Trey, létust inni í bifreiðinni. Þau voru fjögurra, sex og þriggja ára. Rowan lést einnig af sárum sínum. Hjónin slitu samvistum í fyrra og stóðu í forræðisdeilu yfir börnum sínum. Rannsaka málið „með opnum hug“ Nú hefur einnig komið fram að lögregla hafi ítrekað haft afskipti af hjónunum vegna heimilisofbeldis. Guardian hefur eftir Mark Thompson, yfirmanni rannsóknardeildar hjá lögreglu í Queensland, að Hönnuh hafi í nokkur skipti verið vísað til kvennaathvarfs í borginni. Þá hafi Rowan einnig verið bent á viðeigandi úrræði. Thompson kvað lögreglu jafnframt myndu rannsaka málið „með opnum hug“, og þá einkum með tilliti til ástæðu Rowans að baki morðinu. „Er um að ræða konu sem varð fyrir miklu heimilisofbeldi, og hún og börn hennar falla fyrir hendi eiginmanns hennar, eða er um að ræða eiginmann, sem ýtt var fram af brúninni vegna vandamála sem hann glímir við undir vissum kringumstæðum og [hann knúinn] til að fremja verknað af þessu tagi?“ sagði Thompson. Þessi ummæli hafa vakið mikla reiði meðal baráttufólks gegn heimilisofbeldi og þau sögð sýna fram á uggvænlegt viðhorf yfirvalda til kynbundins ofbeldis. Lögregla þykir með þessum málflutningi sínum hafa gefið sterklega í skyn að eiginkona Rowans beri, í það minnsta að hluta til, ábyrgð á morðinu. „[…] það, að mínu mati, vekur upp áleitnar spurningar um það hvort þau [lögreglan] hafi tekið ógninni við öryggi hennar nógu alvarlega,“ hefur Guardian eftir Renee Eaves, sem starfað hefur fyrir samtök gegn heimilisofbeldi í Queensland og aðstoðað þolendur í samskiptum sínum við lögreglu. Syrgjendur minnast Hönnuh og barnanna í grennd við vettvang morðsins í Brisbane.EPA/Dan peled Komið hefur fram að Rowan hafi flúið með eitt barnanna úr Queensland í óþökk Hönnuh fyrir nokkrum mánuðum. Lögreglu var tilkynnt um málið á sínum tíma, samkvæmt dagblaðinu Courier Mail. Þá hefur Stacey Roberts, systir Hönnuh, tjáð fjölmiðlum að fjölskylda þeirra hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga Hönnuh frá „skrímslinu“ Rowan. Fjölskyldumeðlimir bæði Rowans og Hönnuh hafa lýst því að sá fyrrnefndi hafi verið ofbeldisfullur og stjórnsamur í garð konu sinnar. Frekari stoðum er rennt undir þetta í skilaboðum á milli Hönnuh og konu sem tengist Rowan fjölskylduböndum, sem Courier Mail birti á vef sínum. Skilaboðin eru frá því skömmu fyrir áramót og í þeim fullvissar konan Hönnuh að það hafi verið rétt ákvörðun að skilja við Rowan. „Ég er örugg, ég er hjá foreldrum mínum sem eru mjög, mjög eðlileg. Ég er bara svo ánægð með að hafa sloppið. Og ég er svo ánægð með að þú hafir haft samband,“ skrifar Hannah til konunnar. Ástralía Tengdar fréttir Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Lögregla í Queensland í Ástralíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ýja að því eiginkona manns, sem myrti hana og börn þeirra þrjú með hryllilegum hætti, hafi „gengið fram af“ honum og þannig knúið hann til að fremja morðið. Lögregla kveðst jafnframt hafa verið meðvituð um heimilisofbeldi af hálfu mannsins, auk þess sem skyldmenni hjónanna lýsa honum sem ofbeldismanni. Greint var frá því í gær að fjölskyldan hefði látist í eldsvoða í bíl í borginni Brisbane í gærmorgun. Strax var útlit fyrir að fjölskyldufaðirinn, fyrrverandi atvinnumaður í ruðningi að nafni Rowan Baxter, hefði framið morðið með því að hella bensíni yfir sig, konu sína og börn þeirra þrjú er þau sátu í bílnum og að því búnu borið eld að honum. Kona hans, Hannah Clarke, komst út úr bílnum en lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Börnin þrjú, Laianah, Aaliyah og Trey, létust inni í bifreiðinni. Þau voru fjögurra, sex og þriggja ára. Rowan lést einnig af sárum sínum. Hjónin slitu samvistum í fyrra og stóðu í forræðisdeilu yfir börnum sínum. Rannsaka málið „með opnum hug“ Nú hefur einnig komið fram að lögregla hafi ítrekað haft afskipti af hjónunum vegna heimilisofbeldis. Guardian hefur eftir Mark Thompson, yfirmanni rannsóknardeildar hjá lögreglu í Queensland, að Hönnuh hafi í nokkur skipti verið vísað til kvennaathvarfs í borginni. Þá hafi Rowan einnig verið bent á viðeigandi úrræði. Thompson kvað lögreglu jafnframt myndu rannsaka málið „með opnum hug“, og þá einkum með tilliti til ástæðu Rowans að baki morðinu. „Er um að ræða konu sem varð fyrir miklu heimilisofbeldi, og hún og börn hennar falla fyrir hendi eiginmanns hennar, eða er um að ræða eiginmann, sem ýtt var fram af brúninni vegna vandamála sem hann glímir við undir vissum kringumstæðum og [hann knúinn] til að fremja verknað af þessu tagi?“ sagði Thompson. Þessi ummæli hafa vakið mikla reiði meðal baráttufólks gegn heimilisofbeldi og þau sögð sýna fram á uggvænlegt viðhorf yfirvalda til kynbundins ofbeldis. Lögregla þykir með þessum málflutningi sínum hafa gefið sterklega í skyn að eiginkona Rowans beri, í það minnsta að hluta til, ábyrgð á morðinu. „[…] það, að mínu mati, vekur upp áleitnar spurningar um það hvort þau [lögreglan] hafi tekið ógninni við öryggi hennar nógu alvarlega,“ hefur Guardian eftir Renee Eaves, sem starfað hefur fyrir samtök gegn heimilisofbeldi í Queensland og aðstoðað þolendur í samskiptum sínum við lögreglu. Syrgjendur minnast Hönnuh og barnanna í grennd við vettvang morðsins í Brisbane.EPA/Dan peled Komið hefur fram að Rowan hafi flúið með eitt barnanna úr Queensland í óþökk Hönnuh fyrir nokkrum mánuðum. Lögreglu var tilkynnt um málið á sínum tíma, samkvæmt dagblaðinu Courier Mail. Þá hefur Stacey Roberts, systir Hönnuh, tjáð fjölmiðlum að fjölskylda þeirra hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga Hönnuh frá „skrímslinu“ Rowan. Fjölskyldumeðlimir bæði Rowans og Hönnuh hafa lýst því að sá fyrrnefndi hafi verið ofbeldisfullur og stjórnsamur í garð konu sinnar. Frekari stoðum er rennt undir þetta í skilaboðum á milli Hönnuh og konu sem tengist Rowan fjölskylduböndum, sem Courier Mail birti á vef sínum. Skilaboðin eru frá því skömmu fyrir áramót og í þeim fullvissar konan Hönnuh að það hafi verið rétt ákvörðun að skilja við Rowan. „Ég er örugg, ég er hjá foreldrum mínum sem eru mjög, mjög eðlileg. Ég er bara svo ánægð með að hafa sloppið. Og ég er svo ánægð með að þú hafir haft samband,“ skrifar Hannah til konunnar.
Ástralía Tengdar fréttir Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent