Rannsaka helsta keppinaut Netanjahú rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2020 20:15 Ekki liggur fyrir hvort að Benny Gantz liggi sjálfur undir grun í málinu sem saksóknarar rannsaka nú. AP/Sebastian Scheiner Saksóknarar í Ísrael tilkynntu í dag að þeir ætluðu að hefja sakamálarannsókn á sprotafyrirtæki sem Benny Gantz, helsti keppinautur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra, stofnaði. Þeir vilja ekki segja hvort að Gantz sé sjálfur til rannsóknar. Innan við tvær vikur eru þar til þingkosningar fara fram í landinu en Netanjahú stendur sjálfur frammi fyrir réttarhöldum vegna spillingarmáls. Blái og hvíti flokkur Gantz hefur stillt sér upp sem heiðarlegum flokki gegn spillingu Netanjahú og flokks hans. Tilkynning saksóknaranna þykir líkleg til að hrista upp í kosningabaráttunni sem hefur verið heiftúðug, að sögn AP-fréttastofunnar. Málið varðar Fimmtu víddina, tölvuöryggisfyrirtæki sem Gantz stofnaði eftir að hann lét af störfum hjá ísraelska hernum. Fjármálastjóri ríkisstjórnarinnar telur að lögreglan gæti hafa brotið lög um opinber innkaup þegar hún veitti fyrirtækinu milljóna dollara samning án útboðs. Fyrirtækið varð síðar gjaldþrota. Gantz hefur ekki tjáð sig um tilkynningu saksóknaranna en sagði fyrr í dag að hann hefði enga glæpi framið. Gaf hann í skyn að möguleg rannsókn á honum væri tilkomin vegna pólitísks þrýstings. Kosningarnar sem fara fram 2. mars eru þær þriðju á innan við ári þar sem enginn flokkur hefur fengið afgerandi umboð til myndunar ríkisstjórnar. Skoðanakannanir benda til þess að úrslitin að þessu sinni verði keimlík og að litlu muni á flokkum Gantz og Netanjahú. Réttarhöld yfir Netanjahú eiga að hefjast í næsta mánuði. Hann er sakaður um mútuþægni, trúnaðarbrot og fjársvik. Hann hefur neitað allri sök og sakað dómskerfið, lögreglan og fjölmiðla um að vinna gegn sér. Óljóst er hvort að málið sem tengist Gantz eigi eftir að hafa áhrif á kjósendur. Lítil hreyfing hefur orðið á stuðningi við flokkana þrátt fyrir stór mál eins og spillingarmál forsætisráðherrans og friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu sem Bandaríkjastjórn lagði fram á dögunum. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. 24. nóvember 2019 22:58 Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. 26. nóvember 2019 21:30 Verða þriðju kosningarnar á innan við ári Frestur ísraleskra þingmanna til að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar í september rann út í gær. 12. desember 2019 07:45 Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni. 18. febrúar 2020 14:39 Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael Góðar líkur eru nú á því að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í Ísrael, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. 21. nóvember 2019 06:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Saksóknarar í Ísrael tilkynntu í dag að þeir ætluðu að hefja sakamálarannsókn á sprotafyrirtæki sem Benny Gantz, helsti keppinautur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra, stofnaði. Þeir vilja ekki segja hvort að Gantz sé sjálfur til rannsóknar. Innan við tvær vikur eru þar til þingkosningar fara fram í landinu en Netanjahú stendur sjálfur frammi fyrir réttarhöldum vegna spillingarmáls. Blái og hvíti flokkur Gantz hefur stillt sér upp sem heiðarlegum flokki gegn spillingu Netanjahú og flokks hans. Tilkynning saksóknaranna þykir líkleg til að hrista upp í kosningabaráttunni sem hefur verið heiftúðug, að sögn AP-fréttastofunnar. Málið varðar Fimmtu víddina, tölvuöryggisfyrirtæki sem Gantz stofnaði eftir að hann lét af störfum hjá ísraelska hernum. Fjármálastjóri ríkisstjórnarinnar telur að lögreglan gæti hafa brotið lög um opinber innkaup þegar hún veitti fyrirtækinu milljóna dollara samning án útboðs. Fyrirtækið varð síðar gjaldþrota. Gantz hefur ekki tjáð sig um tilkynningu saksóknaranna en sagði fyrr í dag að hann hefði enga glæpi framið. Gaf hann í skyn að möguleg rannsókn á honum væri tilkomin vegna pólitísks þrýstings. Kosningarnar sem fara fram 2. mars eru þær þriðju á innan við ári þar sem enginn flokkur hefur fengið afgerandi umboð til myndunar ríkisstjórnar. Skoðanakannanir benda til þess að úrslitin að þessu sinni verði keimlík og að litlu muni á flokkum Gantz og Netanjahú. Réttarhöld yfir Netanjahú eiga að hefjast í næsta mánuði. Hann er sakaður um mútuþægni, trúnaðarbrot og fjársvik. Hann hefur neitað allri sök og sakað dómskerfið, lögreglan og fjölmiðla um að vinna gegn sér. Óljóst er hvort að málið sem tengist Gantz eigi eftir að hafa áhrif á kjósendur. Lítil hreyfing hefur orðið á stuðningi við flokkana þrátt fyrir stór mál eins og spillingarmál forsætisráðherrans og friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu sem Bandaríkjastjórn lagði fram á dögunum.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. 24. nóvember 2019 22:58 Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. 26. nóvember 2019 21:30 Verða þriðju kosningarnar á innan við ári Frestur ísraleskra þingmanna til að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar í september rann út í gær. 12. desember 2019 07:45 Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni. 18. febrúar 2020 14:39 Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael Góðar líkur eru nú á því að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í Ísrael, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. 21. nóvember 2019 06:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. 24. nóvember 2019 22:58
Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. 26. nóvember 2019 21:30
Verða þriðju kosningarnar á innan við ári Frestur ísraleskra þingmanna til að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar í september rann út í gær. 12. desember 2019 07:45
Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni. 18. febrúar 2020 14:39
Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael Góðar líkur eru nú á því að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í Ísrael, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. 21. nóvember 2019 06:49