Sjá fjórði yngsti í sögunni til að skora 50 stig í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 16:30 Trae Young, til hægri, er að spila frábærlega í NBA-deildinni í vetur og að verða ein af súperstjörnum deildarinnar. Getty/Todd Kirkland Hinn ungi og frábæri Trae Young átti sinn besta leik á NBA-ferlinum í nótt þegar hann fór fyrir liði sínu Atlanta Hawks í frekar óvæntum sigri á Miami Heat. Trae Young var með 50 stig og 8 stoðsendingar í 129-124 sigri Atlanta Hawks liðsins. Trae Young þurfti aðeins 25 skot til að skora þessi 50 stig sín en hann hitti úr 8 af 15 þriggja stiga skotum sínum og setti niður 18 af 19 vítaskotum. Some context on Trae Young's 50-point game: 4th-youngest player to ever score 50 points in game (LeBron 3x, Devin Booker, Brandon Jennings) 1st Hawks player with a 50-point game since 2001 (Shareef Abdur-Rahim) pic.twitter.com/Nin4ftS5HC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 21, 2020 Trae Young er sá fjórði yngsti til að skora 50 stig í leik í NBA-deildinni en aðeins LeBron James (3 sinnum), Devin Booker og Brandon Jennings voru yngri en hann. Trae Young varð jafnframt fyrsti leikmaðurinn undir 22 ára til að brjóta fimmtíu stiga múrinn síðan að Devin Booker skoraði 70 stig í mars fyrir þremur árum. Trae Young becomes the first player to score 50+ points in a game at 21 years old or younger since Devin Booker (70 PTS) on 3/24/2017 vs. Boston. pic.twitter.com/cjOkUzh9lE— NBA.com/Stats (@nbastats) February 21, 2020 Trae Young var sérstaklega öflugur í lokaleikhlutanum þegar Atlanta Hawks liðið var að landa sigrinum. Hann skoraði þá 17 af 39 stigum sínum liðs á sama tíma og liðið vann upp sjö stiga forystu Miami Heat og tryggði sér sigurinn. Hinn 21 árs gamli Trae Young hefur nú skorað 40 stig eða meira í sex leikjum síðan í byrjun janúar. Það er engin vafi á því að Trae Young er orðinn að stórstjörnu í NBA-deildinni en hann er eins og er í 2. sæti í bæði stigaskorun og stoðsendingum. Trae Young er með 29,7 stig og 9,2 stoðsendingar að meðaltali í leik en á sínu fyrsta tímabili í fyrra þá var hann með 19,1 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Trae Young er því að skora meira en tíu stigum meira að meðaltali í leik á þessu tímabili en á nýliðatímabilinu sínu. Hann hefur líka hækkað þriggja stiga skotnýtingu sína úr 32 prósentum upp í 37 prósent. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari mögnuðu frammistöðu Trae Young á móti Miami Heat í nótt. NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira
Hinn ungi og frábæri Trae Young átti sinn besta leik á NBA-ferlinum í nótt þegar hann fór fyrir liði sínu Atlanta Hawks í frekar óvæntum sigri á Miami Heat. Trae Young var með 50 stig og 8 stoðsendingar í 129-124 sigri Atlanta Hawks liðsins. Trae Young þurfti aðeins 25 skot til að skora þessi 50 stig sín en hann hitti úr 8 af 15 þriggja stiga skotum sínum og setti niður 18 af 19 vítaskotum. Some context on Trae Young's 50-point game: 4th-youngest player to ever score 50 points in game (LeBron 3x, Devin Booker, Brandon Jennings) 1st Hawks player with a 50-point game since 2001 (Shareef Abdur-Rahim) pic.twitter.com/Nin4ftS5HC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 21, 2020 Trae Young er sá fjórði yngsti til að skora 50 stig í leik í NBA-deildinni en aðeins LeBron James (3 sinnum), Devin Booker og Brandon Jennings voru yngri en hann. Trae Young varð jafnframt fyrsti leikmaðurinn undir 22 ára til að brjóta fimmtíu stiga múrinn síðan að Devin Booker skoraði 70 stig í mars fyrir þremur árum. Trae Young becomes the first player to score 50+ points in a game at 21 years old or younger since Devin Booker (70 PTS) on 3/24/2017 vs. Boston. pic.twitter.com/cjOkUzh9lE— NBA.com/Stats (@nbastats) February 21, 2020 Trae Young var sérstaklega öflugur í lokaleikhlutanum þegar Atlanta Hawks liðið var að landa sigrinum. Hann skoraði þá 17 af 39 stigum sínum liðs á sama tíma og liðið vann upp sjö stiga forystu Miami Heat og tryggði sér sigurinn. Hinn 21 árs gamli Trae Young hefur nú skorað 40 stig eða meira í sex leikjum síðan í byrjun janúar. Það er engin vafi á því að Trae Young er orðinn að stórstjörnu í NBA-deildinni en hann er eins og er í 2. sæti í bæði stigaskorun og stoðsendingum. Trae Young er með 29,7 stig og 9,2 stoðsendingar að meðaltali í leik en á sínu fyrsta tímabili í fyrra þá var hann með 19,1 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Trae Young er því að skora meira en tíu stigum meira að meðaltali í leik á þessu tímabili en á nýliðatímabilinu sínu. Hann hefur líka hækkað þriggja stiga skotnýtingu sína úr 32 prósentum upp í 37 prósent. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari mögnuðu frammistöðu Trae Young á móti Miami Heat í nótt.
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira