Elías áfram á skotskónum í tíu marka leik | Aron skoraði aftur Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2020 21:50 Elías Már Ómarsson hefur skorað í þremur leikjum í röð, alls fjögur mörk. vísir/getty Það gerist ekki á hverjum degi að tíu mörk séu skoruð í fótboltaleik en það gerðist þegar Excelsior og Den Bosch mættust í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Elías Már Ómarsson hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Excelsior í 6-4 sigri. Elías skoraði fyrsta markið í þessum ótrúlega leik og hefur þar með skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Excelsior. Hann hefur alls skorað níu mörk í deildinni á leiktíðinni. Elías var valinn maður leiksins í kvöld. Man of the match Elias Mar Omarsson: ‘Het is niet goed dat we 4 goals tegen kregen, maar wel goed dat we er zelf 6 maakten.’#excdbo#strijdenenwinnen#samensterkpic.twitter.com/Pd0N3jLsuz— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) February 21, 2020 Excelsior er í 7. sæti deildarinnar með 44 stig og á leið í umspil um sæti í úrvalsdeild eins og sakir standa (liðin í 3.-8. sæti fara í umspil). Den Bosch er í 11. sæti af 20 liðum. Aron Sigurðarson skoraði einnig í kvöld í markaleik, í 5-3 útisigri Saint-Gilloise gegn OH Leuven í belgísku B-deildinni. Aron hefur því skorað í tveimur leikjum í röð en hann kom til Belgíu frá Start í Noregi í lok síðasta árs og hefur spilað sex leiki. Saint-Gilloise er í 4. sæti, stigi frá toppsætinu en búið að leika leik meira en hin liðin. Í kvöld var Kristófer Ingi Kristinsson einnig á ferðinni í frönsku B-deildinni með Grenoble sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Chateauroux. Kristófer kom inn á sem varamaður á 82. mínútu. Grenoble er í 9. sæti með 35 stig, níu stigum frá umspili um sæti í efstu deild. Franski boltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Ólafs segir Elías hafa gleymt að skila skattframtali Fyrr í dag greindum við frá því að sænskir fjölmiðlar fjölluðu um skuld knattspyrnumannsins Elíasar Ómarssonar. 6. febrúar 2020 12:15 Elías svaraði fréttum vikunnar með tveimur mörkum Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann 4-1 sigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 7. febrúar 2020 20:54 Elías heldur áfram að skora í Hollandi Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta. 14. febrúar 2020 22:01 Íslenskur knattspyrnumaður sagður skulda skattinum í Svíþjóð fimm milljónir Sænska dagblaðið Göteborgs-Tidningen greinir frá því að íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson skuldi um fimm milljónir íslenskra króna í skatt í Svíþjóð. 6. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Það gerist ekki á hverjum degi að tíu mörk séu skoruð í fótboltaleik en það gerðist þegar Excelsior og Den Bosch mættust í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Elías Már Ómarsson hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Excelsior í 6-4 sigri. Elías skoraði fyrsta markið í þessum ótrúlega leik og hefur þar með skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Excelsior. Hann hefur alls skorað níu mörk í deildinni á leiktíðinni. Elías var valinn maður leiksins í kvöld. Man of the match Elias Mar Omarsson: ‘Het is niet goed dat we 4 goals tegen kregen, maar wel goed dat we er zelf 6 maakten.’#excdbo#strijdenenwinnen#samensterkpic.twitter.com/Pd0N3jLsuz— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) February 21, 2020 Excelsior er í 7. sæti deildarinnar með 44 stig og á leið í umspil um sæti í úrvalsdeild eins og sakir standa (liðin í 3.-8. sæti fara í umspil). Den Bosch er í 11. sæti af 20 liðum. Aron Sigurðarson skoraði einnig í kvöld í markaleik, í 5-3 útisigri Saint-Gilloise gegn OH Leuven í belgísku B-deildinni. Aron hefur því skorað í tveimur leikjum í röð en hann kom til Belgíu frá Start í Noregi í lok síðasta árs og hefur spilað sex leiki. Saint-Gilloise er í 4. sæti, stigi frá toppsætinu en búið að leika leik meira en hin liðin. Í kvöld var Kristófer Ingi Kristinsson einnig á ferðinni í frönsku B-deildinni með Grenoble sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Chateauroux. Kristófer kom inn á sem varamaður á 82. mínútu. Grenoble er í 9. sæti með 35 stig, níu stigum frá umspili um sæti í efstu deild.
Franski boltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Ólafs segir Elías hafa gleymt að skila skattframtali Fyrr í dag greindum við frá því að sænskir fjölmiðlar fjölluðu um skuld knattspyrnumannsins Elíasar Ómarssonar. 6. febrúar 2020 12:15 Elías svaraði fréttum vikunnar með tveimur mörkum Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann 4-1 sigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 7. febrúar 2020 20:54 Elías heldur áfram að skora í Hollandi Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta. 14. febrúar 2020 22:01 Íslenskur knattspyrnumaður sagður skulda skattinum í Svíþjóð fimm milljónir Sænska dagblaðið Göteborgs-Tidningen greinir frá því að íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson skuldi um fimm milljónir íslenskra króna í skatt í Svíþjóð. 6. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Umboðsmaður Ólafs segir Elías hafa gleymt að skila skattframtali Fyrr í dag greindum við frá því að sænskir fjölmiðlar fjölluðu um skuld knattspyrnumannsins Elíasar Ómarssonar. 6. febrúar 2020 12:15
Elías svaraði fréttum vikunnar með tveimur mörkum Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann 4-1 sigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 7. febrúar 2020 20:54
Elías heldur áfram að skora í Hollandi Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta. 14. febrúar 2020 22:01
Íslenskur knattspyrnumaður sagður skulda skattinum í Svíþjóð fimm milljónir Sænska dagblaðið Göteborgs-Tidningen greinir frá því að íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson skuldi um fimm milljónir íslenskra króna í skatt í Svíþjóð. 6. febrúar 2020 09:30