Ánægður Andri fimmti Íslendingurinn í efstu deild Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 08:00 Andri Fannar Baldursson í rauðum og svörtum búningi Bologna í leiknum við Udinese í gær. Þetta var fyrsti leikur hans í efstu deild á Ítalíu. vísir/getty Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. Andri Fannar kom inn á sem varamaður á 59. mínútu í 1-1 jafntefli Bologna við Udinese, en Bologna var 1-0 undir þegar hann mætti inn á völlinn. Á vefmiðlinum gianlucadimarzio.com er farið fögrum orðum um innkomu þessa 18 ára gamla Blika sem þjálfarinn Sinisa Mihajlovic ákvað að veðja á í þeirri meiðslakrísu sem Bologna er í. Segir þar að Andri Fannar hafi verið sannfærandi og að hann muni án efa fá að sýna sig frekar og sanna innan tíðar. Áður hafa Albert Guðmundsson eldri, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon spilað í efstu deild Ítalíu og Andri bætist því í góðan hóp. Hann tjáði sig stuttlega við fjölmiðla eftir leikinn í gær: „Ég er virkilega ánægður með minn fyrsta leik. Ég lagði hart að mér í vikunni en átti ekki von á því að fá að spila. Þjálfarinn sagði mér bara að spila á þann hátt sem ég kann og njóta þess, ég reyndi að gera mitt besta og á endanum náðum við jafntefli á spennandi lokakafla,“ sagði Andri Fannar. „Mér líður vel í Bologna. Það er mikil ástríða fyrir fótbolta á Íslandi, og líklega vegna þess að við erum víkingar þá gefumst við aldrei upp. Ef að ég verð aftur valinn til að spila þá verð ég tilbúinn og reyni að gera mitt besta fyrir liðið,“ sagði Andri Fannar. Andri kom til Bologna frá Breiðabliki í byrjun síðasta árs, fyrst að láni en var svo keyptur í ágúst. Hann náði að leika einn leik með Blikum í efstu deild áður en hann hélt til Ítalíu, og hefur einu sinni áður verið í leikmannahópi aðalliðs Bologna í alvöru leik, 2-1 sigri gegn Sampdoria í október. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum ítölsku A-deildarinnar með 34 stig, aðeins tveimur stigum frá 6. sæti og því með í baráttunni um Evrópusæti. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. Andri Fannar kom inn á sem varamaður á 59. mínútu í 1-1 jafntefli Bologna við Udinese, en Bologna var 1-0 undir þegar hann mætti inn á völlinn. Á vefmiðlinum gianlucadimarzio.com er farið fögrum orðum um innkomu þessa 18 ára gamla Blika sem þjálfarinn Sinisa Mihajlovic ákvað að veðja á í þeirri meiðslakrísu sem Bologna er í. Segir þar að Andri Fannar hafi verið sannfærandi og að hann muni án efa fá að sýna sig frekar og sanna innan tíðar. Áður hafa Albert Guðmundsson eldri, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon spilað í efstu deild Ítalíu og Andri bætist því í góðan hóp. Hann tjáði sig stuttlega við fjölmiðla eftir leikinn í gær: „Ég er virkilega ánægður með minn fyrsta leik. Ég lagði hart að mér í vikunni en átti ekki von á því að fá að spila. Þjálfarinn sagði mér bara að spila á þann hátt sem ég kann og njóta þess, ég reyndi að gera mitt besta og á endanum náðum við jafntefli á spennandi lokakafla,“ sagði Andri Fannar. „Mér líður vel í Bologna. Það er mikil ástríða fyrir fótbolta á Íslandi, og líklega vegna þess að við erum víkingar þá gefumst við aldrei upp. Ef að ég verð aftur valinn til að spila þá verð ég tilbúinn og reyni að gera mitt besta fyrir liðið,“ sagði Andri Fannar. Andri kom til Bologna frá Breiðabliki í byrjun síðasta árs, fyrst að láni en var svo keyptur í ágúst. Hann náði að leika einn leik með Blikum í efstu deild áður en hann hélt til Ítalíu, og hefur einu sinni áður verið í leikmannahópi aðalliðs Bologna í alvöru leik, 2-1 sigri gegn Sampdoria í október. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum ítölsku A-deildarinnar með 34 stig, aðeins tveimur stigum frá 6. sæti og því með í baráttunni um Evrópusæti.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58