Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Ísak Hallmundarson skrifar 23. febrúar 2020 23:10 Pavel Ermolinski. Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. „Það var kannski fyrst og fremst frábær varnarleikur, við vorum mjög vel undirbúnir og svo voru líka einstakir leikmenn sem stóðu sig mjög vel. Tryggvi var auðvitað ótrúlegur bæði í vörn og sókn og Arnar fyllti upp í það skarð sem vantaði stigalega og hann og Kári skoruðu fullt af stigum og þetta var bara eftir bókinni,‘‘ sagði Pavel Ermolinskij við Vísi eftir leik um hvað það hefði verið sem skilaði sigrinum. Það var komið meira en hálft ár síðan Pavel spilaði síðast landsleik. Hann segir upplifunina alltaf jafna skemmtilega: „Þetta er náttúrulega geggjað, einstök tilfinning. Það er alltaf svo þægileg og góð stemmning og alltaf svo gaman að mæta og sjá turnanna og risanna í hinum liðunum og öll nöfnin og allt þetta. Eini sénsinn er að þjappa þér saman við liðsfélaganna og það er alltaf svo æðisleg tilfinning að vera hluti af svona hóp sem er eiginlega alltaf í einhverri svona Davíð á móti Golíat stemmningu, maður upplifir þetta ekki annarsstaðar, þetta er alltaf sérstakt.‘‘ Pavel var sáttur með framlag allra í liðinu: „Í fyrsta lagi skiluðu allir sínu hlutverki hvar sem það er, það er alltaf mismunandi, og sumir jafnvel skiluðu meira en var kallað eftir kannski, Tommi kemur inn á og hirðir einhver 40 sóknarfráköst, Óli spilar frábæra vörn og Kári setur stig. Við reiðum mikið á Tryggva og við erum ekki að biðja hann um að spila alltaf eins og hann gerði í kvöld, en hann gerði það og við fögnum því. Það voru allir bara til fyrirmyndar,‘‘ sagði Pavel sáttur. Spurður út í möguleika Íslands á að komast áfram upp úr riðlinum sagði Pavel það velta á stemmningunni og andanum í liðinu: „Við munum eiga slæma daga líka og þá munum við tapa vegna þess að við höfum ekki þessa líkamlegu getu sem þessi lið hafa. Á meðan þessi andi sem er búinn að vera hérna síðustu ár, á meðan það eru nýjir leikmenn að koma inn og geta tekið þátt í því og fundið sér hlutverk körfuboltalega og haldið þessari stemmningu og anda gangandi þá heldur maður áfram og við erum alltaf í séns.‘‘ Næsti leikur Íslands er í nóvember á móti Lúxemborg í Laugardalshöllinni. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. „Það var kannski fyrst og fremst frábær varnarleikur, við vorum mjög vel undirbúnir og svo voru líka einstakir leikmenn sem stóðu sig mjög vel. Tryggvi var auðvitað ótrúlegur bæði í vörn og sókn og Arnar fyllti upp í það skarð sem vantaði stigalega og hann og Kári skoruðu fullt af stigum og þetta var bara eftir bókinni,‘‘ sagði Pavel Ermolinskij við Vísi eftir leik um hvað það hefði verið sem skilaði sigrinum. Það var komið meira en hálft ár síðan Pavel spilaði síðast landsleik. Hann segir upplifunina alltaf jafna skemmtilega: „Þetta er náttúrulega geggjað, einstök tilfinning. Það er alltaf svo þægileg og góð stemmning og alltaf svo gaman að mæta og sjá turnanna og risanna í hinum liðunum og öll nöfnin og allt þetta. Eini sénsinn er að þjappa þér saman við liðsfélaganna og það er alltaf svo æðisleg tilfinning að vera hluti af svona hóp sem er eiginlega alltaf í einhverri svona Davíð á móti Golíat stemmningu, maður upplifir þetta ekki annarsstaðar, þetta er alltaf sérstakt.‘‘ Pavel var sáttur með framlag allra í liðinu: „Í fyrsta lagi skiluðu allir sínu hlutverki hvar sem það er, það er alltaf mismunandi, og sumir jafnvel skiluðu meira en var kallað eftir kannski, Tommi kemur inn á og hirðir einhver 40 sóknarfráköst, Óli spilar frábæra vörn og Kári setur stig. Við reiðum mikið á Tryggva og við erum ekki að biðja hann um að spila alltaf eins og hann gerði í kvöld, en hann gerði það og við fögnum því. Það voru allir bara til fyrirmyndar,‘‘ sagði Pavel sáttur. Spurður út í möguleika Íslands á að komast áfram upp úr riðlinum sagði Pavel það velta á stemmningunni og andanum í liðinu: „Við munum eiga slæma daga líka og þá munum við tapa vegna þess að við höfum ekki þessa líkamlegu getu sem þessi lið hafa. Á meðan þessi andi sem er búinn að vera hérna síðustu ár, á meðan það eru nýjir leikmenn að koma inn og geta tekið þátt í því og fundið sér hlutverk körfuboltalega og haldið þessari stemmningu og anda gangandi þá heldur maður áfram og við erum alltaf í séns.‘‘ Næsti leikur Íslands er í nóvember á móti Lúxemborg í Laugardalshöllinni.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti