Meira en 29 ár síðan 2,16 metra maður skoraði síðast 20 stig fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 12:00 Tryggvi Snær Hlinason var stórkostlegur í Höllinni í gærkvöldi. Hann og Pavel Ermolinskij voru saman með 33 stig, 27 fráköst og 12 stoðsendingar. Vísir/Bára Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Tryggvi Snær Hlinason setti nýtt persónulegt met með því að skora 26 stig í leiknum en auk þess var hann með 17 fráköst og 8 varin skot. Gamla persónulega met Tryggva var síðan í leik á móti Litháen í ágúst 2017 en hann skoraði þá 19 stig í leik þar sem hann glímdi við NBA-stjörnuna Jonas Valanciunas. Tryggvi Snær Hlinason er 2,16 metrar á hæð og því einn hávaxnasti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir íslenska landsliðið. Það þarf að fara allt til 27. desember 1990 til að finna síðasta landsleik þar sem 2,16 metra maður skoraði síðast tuttugu stig fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. Pétur Karl Guðmundsson skoraði þá 20 stig í vináttulandsleik á móti Dönum í Stykkishólmi. Pétur var þá kominn aftur heim úr atvinnumennsku og orðinn leikmaður Tindastóls. Tryggvi skoraði stigin sín í gær aftur á móti í keppnisleik en því hefur 2,16 metra maður ekki náð síðan Pétur skoraði 25 stig á móti Kýpur á Promotion Cup í Wales fyrr í sama desembermánuði árið 1990. Pétur er áfram síðasti 2,16 metra maðurinn til að skora yfir þrjátíu stig í landsleik en hann skoraði síðast yfir 30 stig þegar hann var með 33 stig á móti Eistlandi í vináttulandsleik í lok desember 1989. Pétur Karl Guðmundsson er 2,18 metrar á hæð og spilaði á sínum tíma 53 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann er líka eini Íslendingurinn sem hefur spilað leik í deildarkeppni og úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Ragnar Ágúst Nathanaelsson (2,18 metrar) og Egill Jónasson (2,17 metrar) hafa spilað með íslenska landsliðinu síðan þá en hvorugur hefur náð að skora svona mikið í landsleik. Körfubolti Tengdar fréttir Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. 23. febrúar 2020 23:10 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Tryggvi Snær Hlinason setti nýtt persónulegt met með því að skora 26 stig í leiknum en auk þess var hann með 17 fráköst og 8 varin skot. Gamla persónulega met Tryggva var síðan í leik á móti Litháen í ágúst 2017 en hann skoraði þá 19 stig í leik þar sem hann glímdi við NBA-stjörnuna Jonas Valanciunas. Tryggvi Snær Hlinason er 2,16 metrar á hæð og því einn hávaxnasti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir íslenska landsliðið. Það þarf að fara allt til 27. desember 1990 til að finna síðasta landsleik þar sem 2,16 metra maður skoraði síðast tuttugu stig fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. Pétur Karl Guðmundsson skoraði þá 20 stig í vináttulandsleik á móti Dönum í Stykkishólmi. Pétur var þá kominn aftur heim úr atvinnumennsku og orðinn leikmaður Tindastóls. Tryggvi skoraði stigin sín í gær aftur á móti í keppnisleik en því hefur 2,16 metra maður ekki náð síðan Pétur skoraði 25 stig á móti Kýpur á Promotion Cup í Wales fyrr í sama desembermánuði árið 1990. Pétur er áfram síðasti 2,16 metra maðurinn til að skora yfir þrjátíu stig í landsleik en hann skoraði síðast yfir 30 stig þegar hann var með 33 stig á móti Eistlandi í vináttulandsleik í lok desember 1989. Pétur Karl Guðmundsson er 2,18 metrar á hæð og spilaði á sínum tíma 53 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann er líka eini Íslendingurinn sem hefur spilað leik í deildarkeppni og úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Ragnar Ágúst Nathanaelsson (2,18 metrar) og Egill Jónasson (2,17 metrar) hafa spilað með íslenska landsliðinu síðan þá en hvorugur hefur náð að skora svona mikið í landsleik.
Körfubolti Tengdar fréttir Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. 23. febrúar 2020 23:10 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Sjá meira
Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. 23. febrúar 2020 23:10
Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45