Atvinna: Fertug og einhleyp Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 09:00 Úttekt starfa í Bandaríkjunum sýnir að hátt hlutfall þeirra sem eru fertugir og starfa sem barþjónar, eru fráskildir eða ekki í sambúð. Visir/Getty Nýverið var tekinn saman listi yfir þau störf í Bandaríkjunum sem fertugt fólk starfar og er skráð einhleypt eða fráskilið. Gögnin eru samantekin frá American Community Survey PUMS gagnagrunninum fyrir tímabilið 2012-2016. Vísir veit ekki til þess að sambærileg gögn séu til um fólk á Íslandi en niðurstöður samantektarinnar miðað við Bandarískan vinnumarkað er eftirfarandi. Hlutfallstölur sýna það hlutfall starfsfólks sem er fertugt þegar það er í tilteknum störfum og ekki skráð í sambúð. Barþjónar: 74%. Starfsfólk við flísalögn (hérlendis í höndum múrara): 73% Afgreiðslufólk á skyndibitastöðum: 69% Leiðsögufólk: 65% Sölufólk varahluta: 64% Aðstoðarfólk einstaklinga í heimaþjónustu: 63% Flugþjónar: 61% Aðstoðarfólk dýralækna: 61% Starfsfólk póstdreifingar: 60% Innpökkun matvæla: 60% Miðað við vinnumarkaðinn í Bandaríkjunum er sögð fylgni á milli þeirra starfa sem eru á listanum og þeirra starfa þar sem starfsmannaveltan er hvað mest. Í umfjöllun um listann er ýmislegt rakið til líklegra skýringa. Til dæmis að vaktir séu langar og henti ekki parsamböndum eða fjölskyldum, að sum störfin kalli á mikil ferðalög og fjarveru frá heimili og fleira. Þá er því haldið fram að tíðni skilnaða sé minni í Bandaríkjunum hjá fólki í hálaunastörfum og eru þar nefnd störf framkvæmdastjóra, tannlækna, verkfræðinga, flugstjóra og fleiri. Í þessum störfum sé hlutfall fertugra lágt sem ekki eru skráð í sambúð. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Nýverið var tekinn saman listi yfir þau störf í Bandaríkjunum sem fertugt fólk starfar og er skráð einhleypt eða fráskilið. Gögnin eru samantekin frá American Community Survey PUMS gagnagrunninum fyrir tímabilið 2012-2016. Vísir veit ekki til þess að sambærileg gögn séu til um fólk á Íslandi en niðurstöður samantektarinnar miðað við Bandarískan vinnumarkað er eftirfarandi. Hlutfallstölur sýna það hlutfall starfsfólks sem er fertugt þegar það er í tilteknum störfum og ekki skráð í sambúð. Barþjónar: 74%. Starfsfólk við flísalögn (hérlendis í höndum múrara): 73% Afgreiðslufólk á skyndibitastöðum: 69% Leiðsögufólk: 65% Sölufólk varahluta: 64% Aðstoðarfólk einstaklinga í heimaþjónustu: 63% Flugþjónar: 61% Aðstoðarfólk dýralækna: 61% Starfsfólk póstdreifingar: 60% Innpökkun matvæla: 60% Miðað við vinnumarkaðinn í Bandaríkjunum er sögð fylgni á milli þeirra starfa sem eru á listanum og þeirra starfa þar sem starfsmannaveltan er hvað mest. Í umfjöllun um listann er ýmislegt rakið til líklegra skýringa. Til dæmis að vaktir séu langar og henti ekki parsamböndum eða fjölskyldum, að sum störfin kalli á mikil ferðalög og fjarveru frá heimili og fleira. Þá er því haldið fram að tíðni skilnaða sé minni í Bandaríkjunum hjá fólki í hálaunastörfum og eru þar nefnd störf framkvæmdastjóra, tannlækna, verkfræðinga, flugstjóra og fleiri. Í þessum störfum sé hlutfall fertugra lágt sem ekki eru skráð í sambúð.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira