Í beinni í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2020 06:00 Robert Lewandowski er markahæstur í Meistaradeild Evrópu og Þýskalandi. vísir/getty Tvö af þeim fimm liðum sem oftast hafa unnið Meistaradeild Evrópu, eða forvera hennar, verða á ferðinni í kvöld þegar tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitum keppninnar. Chelsea tekur á móti Bayern München á Stamford Bridge. Bayern á fimm Evrópumeistaratitla í sínu safni en vann keppnina síðast árið 2013, ári eftir eina Evrópumeistaratitilinn sem Chelsea hefur unnið. Leikmenn Chelsea þurfa að koma böndum á Robert Lewandowski. Pólverjinn er markahæstur í Meistaradeildinni í vetur, ásamt Erling Braut Haaland, með 10 mörk og hefur auk þess varla spilað leik án þess að skora í þýsku 1. deildinni, þar sem hann hefur gert 25 mörk í 23 leikjum. Á Ítalíu mætast Napoli og fimmfaldir Evrópumeistarar Barcelona. Börsungar eru komnir á toppinn í spænsku 1. deildinni, í aðdraganda El Clásico sem er á sunnudaginn, en Napoli er í 6. sæti á Ítalíu eftir dapurt gengi í nóvember, desember og janúar. Napoli hefur hins vegar rétt úr kútnum undanfarið og getur líka státað sig af því að hafa náð í fjögur stig gegn Evrópumeisturum Liverpool í riðlakeppninni í haust, liði sem þar til í síðustu viku hafði annars verið óstöðvandi á leiktíðinni. Leikjunum verða gerð góð skil á Stöð 2 Sport í allt kvöld en upphitun hefst kl. 19.15.Í beinni í dag: 19.15 Upphitun fyrir Meistaradeildina (Stöð 2 Sport) 19.50 Napoli - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19.55 Chelsea - Bayern München (Stöð 2 Sport) 22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Börsungar þurfa í læknisskoðun við komuna til Ítalíu vegna kórónaveirunnar Leikmenn og starfslið Barcelona mun gangast undir ítarlega skoðun er liðið mætir til Ítalíu í dag. Kannað verður hvort að einhver innan hópsins beri einkenni kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 09:30 Messi: Loksins fæ ég að spila í Napoli Argentínumaðurinn Lionel Messi mun feta í fótspor landa síns, Diego Maradona, í næstu viku er hann spilar í fyrsta skipti í Napoli. 20. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira
Tvö af þeim fimm liðum sem oftast hafa unnið Meistaradeild Evrópu, eða forvera hennar, verða á ferðinni í kvöld þegar tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitum keppninnar. Chelsea tekur á móti Bayern München á Stamford Bridge. Bayern á fimm Evrópumeistaratitla í sínu safni en vann keppnina síðast árið 2013, ári eftir eina Evrópumeistaratitilinn sem Chelsea hefur unnið. Leikmenn Chelsea þurfa að koma böndum á Robert Lewandowski. Pólverjinn er markahæstur í Meistaradeildinni í vetur, ásamt Erling Braut Haaland, með 10 mörk og hefur auk þess varla spilað leik án þess að skora í þýsku 1. deildinni, þar sem hann hefur gert 25 mörk í 23 leikjum. Á Ítalíu mætast Napoli og fimmfaldir Evrópumeistarar Barcelona. Börsungar eru komnir á toppinn í spænsku 1. deildinni, í aðdraganda El Clásico sem er á sunnudaginn, en Napoli er í 6. sæti á Ítalíu eftir dapurt gengi í nóvember, desember og janúar. Napoli hefur hins vegar rétt úr kútnum undanfarið og getur líka státað sig af því að hafa náð í fjögur stig gegn Evrópumeisturum Liverpool í riðlakeppninni í haust, liði sem þar til í síðustu viku hafði annars verið óstöðvandi á leiktíðinni. Leikjunum verða gerð góð skil á Stöð 2 Sport í allt kvöld en upphitun hefst kl. 19.15.Í beinni í dag: 19.15 Upphitun fyrir Meistaradeildina (Stöð 2 Sport) 19.50 Napoli - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19.55 Chelsea - Bayern München (Stöð 2 Sport) 22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Börsungar þurfa í læknisskoðun við komuna til Ítalíu vegna kórónaveirunnar Leikmenn og starfslið Barcelona mun gangast undir ítarlega skoðun er liðið mætir til Ítalíu í dag. Kannað verður hvort að einhver innan hópsins beri einkenni kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 09:30 Messi: Loksins fæ ég að spila í Napoli Argentínumaðurinn Lionel Messi mun feta í fótspor landa síns, Diego Maradona, í næstu viku er hann spilar í fyrsta skipti í Napoli. 20. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira
Börsungar þurfa í læknisskoðun við komuna til Ítalíu vegna kórónaveirunnar Leikmenn og starfslið Barcelona mun gangast undir ítarlega skoðun er liðið mætir til Ítalíu í dag. Kannað verður hvort að einhver innan hópsins beri einkenni kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 09:30
Messi: Loksins fæ ég að spila í Napoli Argentínumaðurinn Lionel Messi mun feta í fótspor landa síns, Diego Maradona, í næstu viku er hann spilar í fyrsta skipti í Napoli. 20. febrúar 2020 14:00