Gerard Pique: Ég myndi velja Messi frekar en Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 13:15 Gerard Pique með Lionel Messi eftir að sá síðarnefndi skorar fernu í spænsku deildinni um helgina. Getty/Tim Clayton Diego Maradona hefur verið mikið í umræðunni fyrir leik Napoli og Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Lionel Messi spilar þá í fyrsta sinn á gamla heimavelli Maradona í Napoli. Messi og Maradona eru án ef tveir bestu knattspyrnumenn Argentínu frá upphafi og báðir í umræðunni um besta knattspyrnumann allra tíma. Diego Maradona er í guðatölu á þessum slóðum en hann gerði ótrúlega hluti með Napoli liðinu á níunda áratugnum. Maradona kom til ítalska félagsins árið 1984 og hjálpaði því að vinna ítölsku deildina tvisar (1987 og 1990) og að verða Evrópumeistari félagsliða að auki (1989). Maradona varð líka heimsmeistari með Argentínu á tíma hans hjá Napoli og varð þá án efa kominn í hóp bestu knattspyrnumanna allra tíma. Síðan að Lionel Messi kom upp hefur hann gert flest allt sem Maradona gerði mörgum sinnum og skoraði mun fleiri mörk. Messi hefur aftur á móti aldrei náð að verða heimsmeistari eins og Maradona. Klippa: Gerard Pique: Ég myndi velja Messi frekar en Maradona Gerard Pique, leikmaður Barcelona, mætti á blaðamannafund fyrir leikinn í kvöld og var að sjálfsögðu beðin um að velja á milli Lionel Messi og Diego Maradona. „Við munum aldrei gleyma Diego Maradona en ef þú ert að biðja mig um að velja á milli Diego og Leo (Messi). Þá er það milljón dala spurningin,“ sagði Gerard Pique. „Ég hef verið nálægt Messi í svo langan tíma. Hann hefur alltaf verið liðsfélagi minn og ég vel hann vegna þessa að hann hefur sýnt stöðugleikann og töfrana á hverjum degi í svo langan tíma,“ sagði Gerard Pique á blaðamannafundinum. Leikur Napoli og Barcelona hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og síðan verður farið yfir báða leiki kvöldsins eftir leikina. Leikur Chelsea og Bayern München verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Diego Maradona hefur verið mikið í umræðunni fyrir leik Napoli og Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Lionel Messi spilar þá í fyrsta sinn á gamla heimavelli Maradona í Napoli. Messi og Maradona eru án ef tveir bestu knattspyrnumenn Argentínu frá upphafi og báðir í umræðunni um besta knattspyrnumann allra tíma. Diego Maradona er í guðatölu á þessum slóðum en hann gerði ótrúlega hluti með Napoli liðinu á níunda áratugnum. Maradona kom til ítalska félagsins árið 1984 og hjálpaði því að vinna ítölsku deildina tvisar (1987 og 1990) og að verða Evrópumeistari félagsliða að auki (1989). Maradona varð líka heimsmeistari með Argentínu á tíma hans hjá Napoli og varð þá án efa kominn í hóp bestu knattspyrnumanna allra tíma. Síðan að Lionel Messi kom upp hefur hann gert flest allt sem Maradona gerði mörgum sinnum og skoraði mun fleiri mörk. Messi hefur aftur á móti aldrei náð að verða heimsmeistari eins og Maradona. Klippa: Gerard Pique: Ég myndi velja Messi frekar en Maradona Gerard Pique, leikmaður Barcelona, mætti á blaðamannafund fyrir leikinn í kvöld og var að sjálfsögðu beðin um að velja á milli Lionel Messi og Diego Maradona. „Við munum aldrei gleyma Diego Maradona en ef þú ert að biðja mig um að velja á milli Diego og Leo (Messi). Þá er það milljón dala spurningin,“ sagði Gerard Pique. „Ég hef verið nálægt Messi í svo langan tíma. Hann hefur alltaf verið liðsfélagi minn og ég vel hann vegna þessa að hann hefur sýnt stöðugleikann og töfrana á hverjum degi í svo langan tíma,“ sagði Gerard Pique á blaðamannafundinum. Leikur Napoli og Barcelona hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og síðan verður farið yfir báða leiki kvöldsins eftir leikina. Leikur Chelsea og Bayern München verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira