Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2020 12:54 Daði Freyr hlýtur að teljast afar sigurstranglegur í Söngvakeppninni sem fram fer um næstu helgi. RÚV Daði og þau í Gagnamagninu teljast líklegust til að hafa sigur í Söngvakeppninni sem haldin verður um næstu helgi. Betsson hefur sett upp veðmálssíðu fyrir Söngvakeppnina þar sem framlag Íslands verður valið til næstu Eurovison – söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er stuðullinn aðeins 1,9 á að Think About Things hafi sigur. Það þýðir einfaldlega að sérfræðingar veðmálafyrirtæksins meta það svo að Daði og félagar séu líklegust til að standa uppi með pálmann í höndunum; sá sem leggur undir 1000 krónur mun fá 1,900 krónur til baka fari svo. Þannig leggst eitt og annað á árar með hinum hávaxna teknópoppara og hans fólki en eins og Vísir greindi frá fyrir skömmu segir finnski Eurovisionspekingurinn Thomas Lundin sjaldan hafa verið eins auðvelt að spá til um sigur í Söngvakeppninni. Hann telur að Daði verði sá sem fagnar og fer til Rotterdam í Hollandi. Áður hafði sjálfur Russel Crowe, leikarinn góðkunni, vakið athygli á framlagi Daða og gagnamagnsins og virðist því flest bera að sama brunni. Sú er staðan þegar þetta er skrifað en stuðlarnir eru breytilegir eftir því á hvað menn vilja leggja sinn pening. Eftir því sem fleiri veðja á Daða, þeim mun lækkar stuðullinn á sigur hans. Sú sem þykir líklegust til að veita Daða og gagnamagninu viðnám er Iva með lag sitt Oculis videre. Iva er með 3 í stuðul. Því næst koma þungarokkararnir í Dimmu með Almyrkva sinn, með stuðulinn 3,8. Ísold og Helga með Meet Me Halfway eru metnar af sérfræðingum Betsson með stuðulinn 7,55. Ólíklegust til að hafa sigur í keppninni telst Nína Dagbjört með Echo: Ef menn leggja þúsund krónur á að hún sigri ávaxta þeir ágætlega sitt pund og fara frá með 15 þúsund krónur – Nína Dagbjört er með stuðulinn 15. Eurovision Fjárhættuspil Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21 Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
Daði og þau í Gagnamagninu teljast líklegust til að hafa sigur í Söngvakeppninni sem haldin verður um næstu helgi. Betsson hefur sett upp veðmálssíðu fyrir Söngvakeppnina þar sem framlag Íslands verður valið til næstu Eurovison – söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er stuðullinn aðeins 1,9 á að Think About Things hafi sigur. Það þýðir einfaldlega að sérfræðingar veðmálafyrirtæksins meta það svo að Daði og félagar séu líklegust til að standa uppi með pálmann í höndunum; sá sem leggur undir 1000 krónur mun fá 1,900 krónur til baka fari svo. Þannig leggst eitt og annað á árar með hinum hávaxna teknópoppara og hans fólki en eins og Vísir greindi frá fyrir skömmu segir finnski Eurovisionspekingurinn Thomas Lundin sjaldan hafa verið eins auðvelt að spá til um sigur í Söngvakeppninni. Hann telur að Daði verði sá sem fagnar og fer til Rotterdam í Hollandi. Áður hafði sjálfur Russel Crowe, leikarinn góðkunni, vakið athygli á framlagi Daða og gagnamagnsins og virðist því flest bera að sama brunni. Sú er staðan þegar þetta er skrifað en stuðlarnir eru breytilegir eftir því á hvað menn vilja leggja sinn pening. Eftir því sem fleiri veðja á Daða, þeim mun lækkar stuðullinn á sigur hans. Sú sem þykir líklegust til að veita Daða og gagnamagninu viðnám er Iva með lag sitt Oculis videre. Iva er með 3 í stuðul. Því næst koma þungarokkararnir í Dimmu með Almyrkva sinn, með stuðulinn 3,8. Ísold og Helga með Meet Me Halfway eru metnar af sérfræðingum Betsson með stuðulinn 7,55. Ólíklegust til að hafa sigur í keppninni telst Nína Dagbjört með Echo: Ef menn leggja þúsund krónur á að hún sigri ávaxta þeir ágætlega sitt pund og fara frá með 15 þúsund krónur – Nína Dagbjört er með stuðulinn 15.
Eurovision Fjárhættuspil Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21 Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21
Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30
Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00