29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 10:00 Margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins vilja örugglega fá miða á leikinn. Getty/Sefa Karacan Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. Þrír miðasölugluggar eru í gangi fyrir leikinn og sá fyrsti opnar í dag. Miðasalan í dag er aðeins fyrir þá sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020. Þeir geta byrjað að kaupa miða klukkan 12.00. Leikurinn mikilvægi fer fram 26. mars og verður leikinn á Laugardalsvelli. Sigurvegari viðureignarinnar mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi í leik um laust sæti í lokakeppni EM 2020. Ársmiðahafarnir mega þó ekki kaupa meira en fjóra miða hver. 1750 ársmiðar seldust fyrir undankeppni EM 2020 þar af þeir þúsund fyrstu samdægurs og þeir fóru í sölu. Ársmiðahafarnir keyptu miða á alla fimm heimaleiki íslenska liðsins í undankeppninni. Rétt rúmar fjórar vikur í leikdag! Miðasala á leikinn hefst á miðvikudag kl. 12:00, en þá geta þeir sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020 nælt sér í miða á leikinn gegn Rúmeníu.#fyririslandhttps://t.co/12iL4riS51pic.twitter.com/XDgQ8AuK5r— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 24, 2020 Þrjú miðaverð eru í gangi eða miðar sem kosta 3500 krónur, 5500 krónur og 7500 krónur sem eru dýrustu miðarnir. Helmings afsláttur verður í boði fyrir sextán ára og yngri. Annar gluggi miðasölunnar opnar klukkan 12.00 á föstudaginn en hann er fyrir þá sem keyptu haustmiða fyrir undankeppni EM 2020. Almenn miðasala á leikinn hefst síðan ekki fyrr en á hádegi mánudaginn 2. mars. Þá gætu verið fáir miðar eftir nýti allir fyrrnefndir réttinn sinn. Laugardalsvöllurinn tekur 9.775 manns í sæti en hluti af þeim fjölda eru sæti sem fara ekki í sölu. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. Þrír miðasölugluggar eru í gangi fyrir leikinn og sá fyrsti opnar í dag. Miðasalan í dag er aðeins fyrir þá sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020. Þeir geta byrjað að kaupa miða klukkan 12.00. Leikurinn mikilvægi fer fram 26. mars og verður leikinn á Laugardalsvelli. Sigurvegari viðureignarinnar mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi í leik um laust sæti í lokakeppni EM 2020. Ársmiðahafarnir mega þó ekki kaupa meira en fjóra miða hver. 1750 ársmiðar seldust fyrir undankeppni EM 2020 þar af þeir þúsund fyrstu samdægurs og þeir fóru í sölu. Ársmiðahafarnir keyptu miða á alla fimm heimaleiki íslenska liðsins í undankeppninni. Rétt rúmar fjórar vikur í leikdag! Miðasala á leikinn hefst á miðvikudag kl. 12:00, en þá geta þeir sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020 nælt sér í miða á leikinn gegn Rúmeníu.#fyririslandhttps://t.co/12iL4riS51pic.twitter.com/XDgQ8AuK5r— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 24, 2020 Þrjú miðaverð eru í gangi eða miðar sem kosta 3500 krónur, 5500 krónur og 7500 krónur sem eru dýrustu miðarnir. Helmings afsláttur verður í boði fyrir sextán ára og yngri. Annar gluggi miðasölunnar opnar klukkan 12.00 á föstudaginn en hann er fyrir þá sem keyptu haustmiða fyrir undankeppni EM 2020. Almenn miðasala á leikinn hefst síðan ekki fyrr en á hádegi mánudaginn 2. mars. Þá gætu verið fáir miðar eftir nýti allir fyrrnefndir réttinn sinn. Laugardalsvöllurinn tekur 9.775 manns í sæti en hluti af þeim fjölda eru sæti sem fara ekki í sölu. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira