Katla: Andinn í liðinu miklu betri Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 26. febrúar 2020 22:02 Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur. mynd/stöð2sport Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var ánægð eftir sigurinn á Haukum í kvöld í Keflavík, 79-74. Lið hennar hefur átt erfitt uppdráttar eftir áramót en virðast vera að rétta hlut sinn eftir bikarfríið. Þær unnu KR í seinustu umferð og hafa núna innbyrðis yfir gegn Haukum í deildarkeppninni. „Já, mér finnst við farnar að spila betur saman í síðustu tveim leikjum,“ sagði Katla um liðið sitt undanfarið. „Það vita allir að við vorum ekki að spila okkar leik eftir áramót en mér finnst við vera að finna okkur núna og erum að þjappa okkur saman.“ Leikstjórnandi Keflavíkur getur varla leynt brosinu þegar hún segir frá upplifuninni innan liðsins seinustu vikurnar. „Andinn í liðinu er orðinn miklu betri og mér finnst allt ógeðslega skemmtilegt núna!“ segir hún kát. Keflavík átti slaka byrjun á nýju ári en er núna loksins að finna sig. Hvað veldur? „Ég veit það ekki alveg, það er eins og jólafríið hafi farið illa í okkur en bikarfríið farið vel í okkur. Við lítum bara á það þannig og höldum ótrauð áfram,“ sagði Katla um framhaldið. Leikurinn gegn Haukum var góður en Keflvíkingar pössuðu ekki vel upp á boltann í honum. Katla gekkst við því og taldi sig vita ástæðuna. „Við vorum svolítið stífar í leiknum og vorum að tapa boltanum á klaufalegan hátt. Á algjörlega ónauðsynlegan hátt,“ sagði hún og tapaði sjálf sex boltum í leiknum. Suðurnesjalið hafa oft verið þekkt fyrir að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en Keflavík hefur ekki sýnt það í langan tíma. Í þessum leik voru þær hins vegar að finna þristana. „Þriggja stiga nýtingin var loksins einhver í þessum leik. Hún er ekki búin að vera góð undanfarið en var loksins fín,“ sagði Katla um skotnýtingu sinna liðsmanna. Katla Rún bætti við að lokum að Keflavík hefur yfirleitt verið að vinna leiki á hinum enda vallarins. „Vörnin hefur verið að vinna leiki fyrir okkur en ekki skotnýtingin,“ sagði hún og hélt hress inn í búningsklefa til að fagna með liðinu. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 79-74 | Keflavík hélt 3. sæti Keflavík náði tveggja stiga forskoti á Hauka og endar með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna í vetur, með mikilvægum sigri í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var ánægð eftir sigurinn á Haukum í kvöld í Keflavík, 79-74. Lið hennar hefur átt erfitt uppdráttar eftir áramót en virðast vera að rétta hlut sinn eftir bikarfríið. Þær unnu KR í seinustu umferð og hafa núna innbyrðis yfir gegn Haukum í deildarkeppninni. „Já, mér finnst við farnar að spila betur saman í síðustu tveim leikjum,“ sagði Katla um liðið sitt undanfarið. „Það vita allir að við vorum ekki að spila okkar leik eftir áramót en mér finnst við vera að finna okkur núna og erum að þjappa okkur saman.“ Leikstjórnandi Keflavíkur getur varla leynt brosinu þegar hún segir frá upplifuninni innan liðsins seinustu vikurnar. „Andinn í liðinu er orðinn miklu betri og mér finnst allt ógeðslega skemmtilegt núna!“ segir hún kát. Keflavík átti slaka byrjun á nýju ári en er núna loksins að finna sig. Hvað veldur? „Ég veit það ekki alveg, það er eins og jólafríið hafi farið illa í okkur en bikarfríið farið vel í okkur. Við lítum bara á það þannig og höldum ótrauð áfram,“ sagði Katla um framhaldið. Leikurinn gegn Haukum var góður en Keflvíkingar pössuðu ekki vel upp á boltann í honum. Katla gekkst við því og taldi sig vita ástæðuna. „Við vorum svolítið stífar í leiknum og vorum að tapa boltanum á klaufalegan hátt. Á algjörlega ónauðsynlegan hátt,“ sagði hún og tapaði sjálf sex boltum í leiknum. Suðurnesjalið hafa oft verið þekkt fyrir að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en Keflavík hefur ekki sýnt það í langan tíma. Í þessum leik voru þær hins vegar að finna þristana. „Þriggja stiga nýtingin var loksins einhver í þessum leik. Hún er ekki búin að vera góð undanfarið en var loksins fín,“ sagði Katla um skotnýtingu sinna liðsmanna. Katla Rún bætti við að lokum að Keflavík hefur yfirleitt verið að vinna leiki á hinum enda vallarins. „Vörnin hefur verið að vinna leiki fyrir okkur en ekki skotnýtingin,“ sagði hún og hélt hress inn í búningsklefa til að fagna með liðinu.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 79-74 | Keflavík hélt 3. sæti Keflavík náði tveggja stiga forskoti á Hauka og endar með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna í vetur, með mikilvægum sigri í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Haukar 79-74 | Keflavík hélt 3. sæti Keflavík náði tveggja stiga forskoti á Hauka og endar með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna í vetur, með mikilvægum sigri í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2020 22:45