28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 10:00 Leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum 26. mars verður fyrsti leikurinn þar sem Mirel Radoi stýrir A-landsliðinu. Getty/Srdjan Stevanovic Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. Þjálfari rúmenska landsliðsins heitir Mirel Radoi og hann stýrir landsliðinu í fyrsta sinn á Laugardalsvellinum 26. mars næstkomandi. Mirel Radoi var þjálfari 21 árs landsliðs Rúmena en tók við A-landsliðinu í lok nóvember á síðasta ári. Mirel Radoi er fæddur árið 1981 og heldur upp á 39 ára afmælið sitt aðeins fjórum dögum fyrir leikinn á móti Íslandi (22. mars). Þetta þýðir að Kári Árnason, elsti leikmaður íslenska landsliðsins, er aðeins einu ári yngri en þjálfari Rúmena. Vonandi gefa leikmenn rúmenska landsliðsins þjálfara sínum ekki afmælisgjöf á Laugardalsvellinum 26. mars en sigurvegari leiksins kemst í hreinan úrslitaleik eitt laust sæti í úrslitakeppni EM 2020. Mirel Radoi skrifaði undir tveggja ára samning sem þjálfari rúmenska A-landsliðsins eftir að hafa náð frábærum árangri með 21 árs landsliðið. Undir hans stjórn komst 21 árs landsliðið í undanúrslit á EM sumarið 2019. Radoi stýrir landsliði Rúmena að minnsta kosti fram yfir undankeppni HM 2022. Rúmenska knattspyrnusambandið ætlar að veðja á það að Mirel Radoi takist að taka alla efnilegu leikmennina sem voru hjá honum í 21 árs landsliðinu og hjálpa þeim að festa sig í A-landsliðinu. Honum tókst að búa til mjög sterkar liðsheild hjá 21 árs liðinu Mirel Radoi spilaði mest sem miðvörður á sínum ferli sem leikmaður en hann var lengst hjá Steaua Búkarest eða frá 2000 til 2009. Radoi endaði ferilinn sinn í Katar þar sem hann náði að spila með fjórum mismunandi félögum á áru um 2009 til 2015. Síðustu leikina spilaði Mirel Radoi síðan með liði Al-Arabi árið 2015 en það er liðið sem fyrrum landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson þjálfar og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar með. Mirel Radoi átti líka farsælan landsliðsferil og náði að spila 67 landsleiki á árunum 2000 til 2010. Síðasti landsleikur hans var á móti Frökkum fyrir fram 79 þúsund manns á Stade de France 9. október 2010. Þjálfaraferill Mirel Radoi hófst í heimalandinu strax eftir að fótboltaskórnir hans fóru upp á hillu. Hann þjálfaði bæði FCSB og FC Arges áður en hann tók við 21 árs landsliðinu í mars 2018. Undir hans stjórn vann 21 árs landsliðið átta af fjórtán leikjum og tapaði aðeins þremur. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira
Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. Þjálfari rúmenska landsliðsins heitir Mirel Radoi og hann stýrir landsliðinu í fyrsta sinn á Laugardalsvellinum 26. mars næstkomandi. Mirel Radoi var þjálfari 21 árs landsliðs Rúmena en tók við A-landsliðinu í lok nóvember á síðasta ári. Mirel Radoi er fæddur árið 1981 og heldur upp á 39 ára afmælið sitt aðeins fjórum dögum fyrir leikinn á móti Íslandi (22. mars). Þetta þýðir að Kári Árnason, elsti leikmaður íslenska landsliðsins, er aðeins einu ári yngri en þjálfari Rúmena. Vonandi gefa leikmenn rúmenska landsliðsins þjálfara sínum ekki afmælisgjöf á Laugardalsvellinum 26. mars en sigurvegari leiksins kemst í hreinan úrslitaleik eitt laust sæti í úrslitakeppni EM 2020. Mirel Radoi skrifaði undir tveggja ára samning sem þjálfari rúmenska A-landsliðsins eftir að hafa náð frábærum árangri með 21 árs landsliðið. Undir hans stjórn komst 21 árs landsliðið í undanúrslit á EM sumarið 2019. Radoi stýrir landsliði Rúmena að minnsta kosti fram yfir undankeppni HM 2022. Rúmenska knattspyrnusambandið ætlar að veðja á það að Mirel Radoi takist að taka alla efnilegu leikmennina sem voru hjá honum í 21 árs landsliðinu og hjálpa þeim að festa sig í A-landsliðinu. Honum tókst að búa til mjög sterkar liðsheild hjá 21 árs liðinu Mirel Radoi spilaði mest sem miðvörður á sínum ferli sem leikmaður en hann var lengst hjá Steaua Búkarest eða frá 2000 til 2009. Radoi endaði ferilinn sinn í Katar þar sem hann náði að spila með fjórum mismunandi félögum á áru um 2009 til 2015. Síðustu leikina spilaði Mirel Radoi síðan með liði Al-Arabi árið 2015 en það er liðið sem fyrrum landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson þjálfar og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar með. Mirel Radoi átti líka farsælan landsliðsferil og náði að spila 67 landsleiki á árunum 2000 til 2010. Síðasti landsleikur hans var á móti Frökkum fyrir fram 79 þúsund manns á Stade de France 9. október 2010. Þjálfaraferill Mirel Radoi hófst í heimalandinu strax eftir að fótboltaskórnir hans fóru upp á hillu. Hann þjálfaði bæði FCSB og FC Arges áður en hann tók við 21 árs landsliðinu í mars 2018. Undir hans stjórn vann 21 árs landsliðið átta af fjórtán leikjum og tapaði aðeins þremur. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira