Skemmtileg nálgun á Karíus & Baktus Daldrandi kynnir 27. febrúar 2020 10:45 Karíus og Baktus lifa aldeilis góðu lífi enn þó sjötíu og eitt ár sé frá því að þeir spruttu fram úr smiðju Thorbjörns Egner. Nú gera tanntröllin aumingja Jens lífið leitt í Kaldalóni í Hörpu þar sem sett hefur verið upp leikhús. Sýningin hefur slegið í gegn og er uppselt á allar sýningar í febrúar og óðum að fyllast í sæti á sýningar í mars. Skemmtileg nálgun leikstjóranna á þessa sígildu sögu fellur vel í kramið en þær Sara Martí Guðmundsdóttir og Agnes Wild þurftu að hugsa út fyrir kassann til að breyta Kaldalóni í leikhús. „Ég þurfti að velta dálítið fyrir mér hvernig við ættum að koma öllu fyrir á sviðinu þar sem Kaldalón er ekki eiginlegt leikhús,“ segir Sara en sagan kallar á talsverða leikmynd. Steinunn Marta Önnudóttir myndlistakona hannaði og smíðaði tennur en borinn og risa tannburstann sem sveiflast um munninn á Jens þurfti að útfæra á annan máta. „Ég stakk upp á að leysa það með vídeó-innsetningu og fékk Steinar Júlíusson til að útfæra hana. Steinar er frábær í myndvinnslu og hafði meðal annars gert flott tónlistarmyndband fyrir FM Belfast þar sem hann umbreytti andlitum og ég hugsaði með mér að það væri akkúrat það sem við þyrftum. Steinar tók Karíus og Baktus upp á myndband og útbjó ferðalag þeirra félaga inn í munninn á honum Jens. Auk þess var mandbandsvörðun notuð fyrir ýmsa hluti sem koma inn í munninn eins og tannburstann, borinn, nammi og fleira. Á sviðinu er stór munnur með brjálæðislega flottu tönnunum eftir Steinunni og svo vörpum við myndefninu á góminn. Þetta kemur ótrúlega vel út. Krakkarnir elska þessa útfærslu,“ segir Sara. Þó hafi þurft að fylgja ákveðnum reglum varðandi útfærsluna á sýningunni og sumt hafi alls ekki mátt. „Okkur langaði til dæmis að gera Karíus og Baktus að Ninjum en máttum það ekki. Þeir urðu líka skilyrðislaust að vera með rautt og svart hár,“ segir Sara sposk en þó hafi mátt krydda aðeins. „Stefán Örn Gunnlaugsson, tónlistarmaður útfærði tónlistina ótrúlega vel og það má merkja smá Tarantino áhrif. Við aðlöguðum aðeins söguna við nútímann og bættum við nokkrum hnyttnum setningum fyrir fullorðna. Áður en við frumsýndum prufukeyrðum við sýninguna á leikskólakrökkum og grunnskólakrökkum og það var svo gaman að heyra hvernig mismunandi aldurshóparnir hlógu á ólíkum stöðum. Svo eru uppeldisbrandarar inni á milli sem bara fullorðna fólkið fattar. Við vildum nefnilega að setja ábyrgðina aðeins yfir á fullorðna fólkið í þessari útfærslu með að bursta, ekki bara á krakkana.“ Sara segir þær Agnesi hafa verið samtaka um útfærslu sýningarinnar. Þær hafi báðar mikinn metnað fyrir menningarefni fyrir börn og eru báðar reynslumiklar í uppsetningu barnaleikrita. „Ég hóaði í Agnesi eftir að ég var fengin til að leikstýra Karíusi og Baktusi en við höfum unnið talsvert saman áður. Við brennum báðar fyrir því að gera gott barnaleikhús og sýningin Karíus og Baktus er fullkomið tækifæri til þess. Styrkleikar okkar liggja á ólíkum sviðum sem er gott en það kom okkur skemmtilega á óvart að við höfðum í grunninn sömu hugmyndir um hvernig við vildum gera þetta. Það gekk allt upp og við erum rosalega stoltar af þessari sýningu,“ segir Sara. Agnes Wild og Sara Martí á frumsýningu. Sýningin Karíus og Baktus verður sýnd meira og minna allar helgar fram á sumar, nú þegar er að verða uppselt í mars en sýningar í apríl og maí eru komnar í sölu. Allir í leikhús!Þessi kynning er unnin í samstarfi við Daldranda. Leikhús Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
Karíus og Baktus lifa aldeilis góðu lífi enn þó sjötíu og eitt ár sé frá því að þeir spruttu fram úr smiðju Thorbjörns Egner. Nú gera tanntröllin aumingja Jens lífið leitt í Kaldalóni í Hörpu þar sem sett hefur verið upp leikhús. Sýningin hefur slegið í gegn og er uppselt á allar sýningar í febrúar og óðum að fyllast í sæti á sýningar í mars. Skemmtileg nálgun leikstjóranna á þessa sígildu sögu fellur vel í kramið en þær Sara Martí Guðmundsdóttir og Agnes Wild þurftu að hugsa út fyrir kassann til að breyta Kaldalóni í leikhús. „Ég þurfti að velta dálítið fyrir mér hvernig við ættum að koma öllu fyrir á sviðinu þar sem Kaldalón er ekki eiginlegt leikhús,“ segir Sara en sagan kallar á talsverða leikmynd. Steinunn Marta Önnudóttir myndlistakona hannaði og smíðaði tennur en borinn og risa tannburstann sem sveiflast um munninn á Jens þurfti að útfæra á annan máta. „Ég stakk upp á að leysa það með vídeó-innsetningu og fékk Steinar Júlíusson til að útfæra hana. Steinar er frábær í myndvinnslu og hafði meðal annars gert flott tónlistarmyndband fyrir FM Belfast þar sem hann umbreytti andlitum og ég hugsaði með mér að það væri akkúrat það sem við þyrftum. Steinar tók Karíus og Baktus upp á myndband og útbjó ferðalag þeirra félaga inn í munninn á honum Jens. Auk þess var mandbandsvörðun notuð fyrir ýmsa hluti sem koma inn í munninn eins og tannburstann, borinn, nammi og fleira. Á sviðinu er stór munnur með brjálæðislega flottu tönnunum eftir Steinunni og svo vörpum við myndefninu á góminn. Þetta kemur ótrúlega vel út. Krakkarnir elska þessa útfærslu,“ segir Sara. Þó hafi þurft að fylgja ákveðnum reglum varðandi útfærsluna á sýningunni og sumt hafi alls ekki mátt. „Okkur langaði til dæmis að gera Karíus og Baktus að Ninjum en máttum það ekki. Þeir urðu líka skilyrðislaust að vera með rautt og svart hár,“ segir Sara sposk en þó hafi mátt krydda aðeins. „Stefán Örn Gunnlaugsson, tónlistarmaður útfærði tónlistina ótrúlega vel og það má merkja smá Tarantino áhrif. Við aðlöguðum aðeins söguna við nútímann og bættum við nokkrum hnyttnum setningum fyrir fullorðna. Áður en við frumsýndum prufukeyrðum við sýninguna á leikskólakrökkum og grunnskólakrökkum og það var svo gaman að heyra hvernig mismunandi aldurshóparnir hlógu á ólíkum stöðum. Svo eru uppeldisbrandarar inni á milli sem bara fullorðna fólkið fattar. Við vildum nefnilega að setja ábyrgðina aðeins yfir á fullorðna fólkið í þessari útfærslu með að bursta, ekki bara á krakkana.“ Sara segir þær Agnesi hafa verið samtaka um útfærslu sýningarinnar. Þær hafi báðar mikinn metnað fyrir menningarefni fyrir börn og eru báðar reynslumiklar í uppsetningu barnaleikrita. „Ég hóaði í Agnesi eftir að ég var fengin til að leikstýra Karíusi og Baktusi en við höfum unnið talsvert saman áður. Við brennum báðar fyrir því að gera gott barnaleikhús og sýningin Karíus og Baktus er fullkomið tækifæri til þess. Styrkleikar okkar liggja á ólíkum sviðum sem er gott en það kom okkur skemmtilega á óvart að við höfðum í grunninn sömu hugmyndir um hvernig við vildum gera þetta. Það gekk allt upp og við erum rosalega stoltar af þessari sýningu,“ segir Sara. Agnes Wild og Sara Martí á frumsýningu. Sýningin Karíus og Baktus verður sýnd meira og minna allar helgar fram á sumar, nú þegar er að verða uppselt í mars en sýningar í apríl og maí eru komnar í sölu. Allir í leikhús!Þessi kynning er unnin í samstarfi við Daldranda.
Leikhús Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira